Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fram 30-34 Kristinn Páll Teitsson í Austurbergi skrifar 13. desember 2012 14:33 Ingimundur Ingimundarson, leikmaður ÍR. Framarar unnu í kvöld góðann 4 marka sigur á ÍR í N1 deild karla í Austurberginu en leiknum lauk með 30-34 sigri Framara. Eftir að hafa verið fjórum mörkum undir eftir fjórar mínútur litu gestirnir úr Safamýrinni aldrei aftur og unnu öruggan sigur. Gestirnir úr Safamýrinni vissu fyrir leikinn að myndu þeir tapa leiknum myndi bilið milli þeirra og sætanna í úrslitakeppninni vera töluvert. Þeir gátu með sigri hinsvegar jafnað ÍR-inga að stigum og blandað sér aftur í baráttuna um sætin í úrslitakeppninni. Fyrstu mínúturnar voru einfaldar, ÍR-ingar keyrðu yfir gestina og komust fljótlega í 5-1. Þá tók Einar Jónsson, þjálfari Fram leikhlé og lét sína menn heyra það og krafðist betri frammistöðu. Við það vöknuðu Framarar og náðu þeir undirtökunum í leiknum allt fram að lokum hálfleiksins þegar góð rispa ÍR-inga gerði þeim kleift að jafna metin, 15-15. Björn Viðar Björnsson átti eftir að spila stórann þátt í seinni hálfleik. Fyrstu mínúturnar var jafnræði með liðunum en þá tók við kafli þar sem Björn skipti sköpum. Trekk í trekk varði hann skot ÍR og náðu Framarar mest 6 marka forskoti sem ÍR-ingar náðu að saxa á en aldrei að brúa bilið að fullu. Leiknum lauk því með 4 marka sigri Framara. Sturla Ásgeirsson var atkvæðamestur í liði ÍR-inga með 12 mörk en í liði Fram skoruðu Jóhann Gunnar Einarsson og Sigurður Eggertsson 8 mark hvor. Einar: Einn leikur í einu„Þetta skiptist í tvo hluta, fyrstu tíu mínúturnar og svo seinustu fimmtíu. Við byrjuðum ekki leikinn en þegar við förum í gang vorum við nokkuð sannfærandi út leikinn," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir 34-30 sigur á ÍR í Breiðholtinu í kvöld. „Við vorum góðir í fimmtíu mínútur, þeir fá 4 marka forskot á fyrstu mínútunum þannig við vinnum síðustu 50 mínútur leiksins nokkuð örugglega," Einar tók leikhlé og öskraði sína menn í gang eftir aðeins tæplega fimm mínútur. „Þetta var þetta týpíska, ekki tilbúnir þegar leikurinn byrjaði. Sóknarleikurinn var hægur og taktlaus og við hlupum illa til baka. Ég þurfti aðeins að skerpa á þessu og menn tóku vel við sér og svöruðu því." Markvarslan spilaði stórt hlutverk í sigri Fram í kvöld. „Í seinni hálfleik eru þeir að taka skotin sem við vildum að þeir tækju og Bjössi var að taka marga af þeim boltum og svo nokkra til viðbótar. Bjössi var góður í kvöld og mér fannst sóknarleikurinn flottur, við skoruðum 34 mörk í kvöld á erfiðum útivelli. Það hefði verið leiðinlegt að fá ekkert fyrir 34 mörk." Með sigrinum náðu þeir aðeins að komast frá botninum og blanda sér í baráttuna um sætin í úrslitakeppninni. „Við skoðum auðvitað bara einn leik í einu, við erum fyrst og fremst að hugsa um að halda okkur upp og bæta leik okkar jafnt og þétt í vetur. Ef þú vinnur tvo leiki eða tapar getur munað hvort þú sért í toppbaráttu eða botnbaráttu og ef þú spáir of mikið í þessu endaru bara með magasár," sagði Einar. Bjarki: Markvarslan verið hörmung undanfarið„Þetta er alveg það sama og áður, frammistaðan er alveg svart og hvítt," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR óánægður eftir leikinn. „Fyrstu tíu mínúturnar voru frábærar hjá okkur, varnarleikurinn var að lesa sóknarleikinn vel. Ég veit ekki hvaða hugsunarháttur það er, það virðist vera eins og leikmenn einfaldlega hætti þegar það er komin þriggja marka forysta." „Við gerðum okkur erfitt fyrir, Fram gekk á lagið og ná þriggja marka forskoti sem við náum að að jafna rétt fyrir hálfleik." Munurinn í seinni hálfleik var einfaldur, markvarslan hrökk í gang hjá gestunum á meðan allt virtist fara inn í netið hjá Breiðhyltingum. „Þetta er einfalt, markvarslan er og hefur verið hörmung undanfarið. Hún virðist ekki vera á uppleið." „Ég taldi mitt lið hafa lært á rassskellinguni sem við fengum í fyrri leik liðanna í vetur en það virðist hafa verið rangt. Leikgleðin var öll hjá þeim og var sigurinn einfaldlega sanngjarn," sagði Bjarki. Jóhann: Fer á fullri ferð í jólasteikina„Þetta var mjög sterkur sigur miðað við byrjunina og að þeir tapa varla hérna heima," sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram eftir leikinn. „Sóknin var mjög góð í kvöld, vörnin var léleg en Bjössi hélt okkur á floti. Við fundum sífellt glufur í sóknarleiknum en Bjössi innsiglaði þetta með markvörslunni." Eftir erfiða byrjun tóku Framarar við sér eftir fimm mínútur. „Það var mjög tímabært leikhlé, hefði þetta gengið á í nokkrar mínútur í viðbót hefðu þeir getað gert út um leikinn. Eftir leikhléið fórum við að skapa okkur meira pláss og byrjuðum að spila okkar leik." Markvarslan vó þungt í seinni hálfleik þegar Framarar sigldu fram úr ÍR-ingum. „Mér fannst þetta lengi vel eins og borðtennisleikur, alltaf skorað. Svo lokar Bjössi einfaldlega og við náum smá mun sem við höldum út." Fram fer með sigrinum yfir ÍR og eru í fínum málum á leiðinni inn í fríið sem er framundan. „Þetta var ótrúlega mikilvægt, við komumst í þennan pakka. Eftir fjóra tapleiki soguðumst við í botnbaráttuna en eftir tvo sigra er maður aftur komnir í keppni um sæti í úrslitakeppninni," Markmiðin voru einföld fyrir jólin hjá Jóhanni. „Bara að meiðast ekki og að fara á fullu í jólasteikina," sagði Jóhann léttur. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Framarar unnu í kvöld góðann 4 marka sigur á ÍR í N1 deild karla í Austurberginu en leiknum lauk með 30-34 sigri Framara. Eftir að hafa verið fjórum mörkum undir eftir fjórar mínútur litu gestirnir úr Safamýrinni aldrei aftur og unnu öruggan sigur. Gestirnir úr Safamýrinni vissu fyrir leikinn að myndu þeir tapa leiknum myndi bilið milli þeirra og sætanna í úrslitakeppninni vera töluvert. Þeir gátu með sigri hinsvegar jafnað ÍR-inga að stigum og blandað sér aftur í baráttuna um sætin í úrslitakeppninni. Fyrstu mínúturnar voru einfaldar, ÍR-ingar keyrðu yfir gestina og komust fljótlega í 5-1. Þá tók Einar Jónsson, þjálfari Fram leikhlé og lét sína menn heyra það og krafðist betri frammistöðu. Við það vöknuðu Framarar og náðu þeir undirtökunum í leiknum allt fram að lokum hálfleiksins þegar góð rispa ÍR-inga gerði þeim kleift að jafna metin, 15-15. Björn Viðar Björnsson átti eftir að spila stórann þátt í seinni hálfleik. Fyrstu mínúturnar var jafnræði með liðunum en þá tók við kafli þar sem Björn skipti sköpum. Trekk í trekk varði hann skot ÍR og náðu Framarar mest 6 marka forskoti sem ÍR-ingar náðu að saxa á en aldrei að brúa bilið að fullu. Leiknum lauk því með 4 marka sigri Framara. Sturla Ásgeirsson var atkvæðamestur í liði ÍR-inga með 12 mörk en í liði Fram skoruðu Jóhann Gunnar Einarsson og Sigurður Eggertsson 8 mark hvor. Einar: Einn leikur í einu„Þetta skiptist í tvo hluta, fyrstu tíu mínúturnar og svo seinustu fimmtíu. Við byrjuðum ekki leikinn en þegar við förum í gang vorum við nokkuð sannfærandi út leikinn," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir 34-30 sigur á ÍR í Breiðholtinu í kvöld. „Við vorum góðir í fimmtíu mínútur, þeir fá 4 marka forskot á fyrstu mínútunum þannig við vinnum síðustu 50 mínútur leiksins nokkuð örugglega," Einar tók leikhlé og öskraði sína menn í gang eftir aðeins tæplega fimm mínútur. „Þetta var þetta týpíska, ekki tilbúnir þegar leikurinn byrjaði. Sóknarleikurinn var hægur og taktlaus og við hlupum illa til baka. Ég þurfti aðeins að skerpa á þessu og menn tóku vel við sér og svöruðu því." Markvarslan spilaði stórt hlutverk í sigri Fram í kvöld. „Í seinni hálfleik eru þeir að taka skotin sem við vildum að þeir tækju og Bjössi var að taka marga af þeim boltum og svo nokkra til viðbótar. Bjössi var góður í kvöld og mér fannst sóknarleikurinn flottur, við skoruðum 34 mörk í kvöld á erfiðum útivelli. Það hefði verið leiðinlegt að fá ekkert fyrir 34 mörk." Með sigrinum náðu þeir aðeins að komast frá botninum og blanda sér í baráttuna um sætin í úrslitakeppninni. „Við skoðum auðvitað bara einn leik í einu, við erum fyrst og fremst að hugsa um að halda okkur upp og bæta leik okkar jafnt og þétt í vetur. Ef þú vinnur tvo leiki eða tapar getur munað hvort þú sért í toppbaráttu eða botnbaráttu og ef þú spáir of mikið í þessu endaru bara með magasár," sagði Einar. Bjarki: Markvarslan verið hörmung undanfarið„Þetta er alveg það sama og áður, frammistaðan er alveg svart og hvítt," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR óánægður eftir leikinn. „Fyrstu tíu mínúturnar voru frábærar hjá okkur, varnarleikurinn var að lesa sóknarleikinn vel. Ég veit ekki hvaða hugsunarháttur það er, það virðist vera eins og leikmenn einfaldlega hætti þegar það er komin þriggja marka forysta." „Við gerðum okkur erfitt fyrir, Fram gekk á lagið og ná þriggja marka forskoti sem við náum að að jafna rétt fyrir hálfleik." Munurinn í seinni hálfleik var einfaldur, markvarslan hrökk í gang hjá gestunum á meðan allt virtist fara inn í netið hjá Breiðhyltingum. „Þetta er einfalt, markvarslan er og hefur verið hörmung undanfarið. Hún virðist ekki vera á uppleið." „Ég taldi mitt lið hafa lært á rassskellinguni sem við fengum í fyrri leik liðanna í vetur en það virðist hafa verið rangt. Leikgleðin var öll hjá þeim og var sigurinn einfaldlega sanngjarn," sagði Bjarki. Jóhann: Fer á fullri ferð í jólasteikina„Þetta var mjög sterkur sigur miðað við byrjunina og að þeir tapa varla hérna heima," sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram eftir leikinn. „Sóknin var mjög góð í kvöld, vörnin var léleg en Bjössi hélt okkur á floti. Við fundum sífellt glufur í sóknarleiknum en Bjössi innsiglaði þetta með markvörslunni." Eftir erfiða byrjun tóku Framarar við sér eftir fimm mínútur. „Það var mjög tímabært leikhlé, hefði þetta gengið á í nokkrar mínútur í viðbót hefðu þeir getað gert út um leikinn. Eftir leikhléið fórum við að skapa okkur meira pláss og byrjuðum að spila okkar leik." Markvarslan vó þungt í seinni hálfleik þegar Framarar sigldu fram úr ÍR-ingum. „Mér fannst þetta lengi vel eins og borðtennisleikur, alltaf skorað. Svo lokar Bjössi einfaldlega og við náum smá mun sem við höldum út." Fram fer með sigrinum yfir ÍR og eru í fínum málum á leiðinni inn í fríið sem er framundan. „Þetta var ótrúlega mikilvægt, við komumst í þennan pakka. Eftir fjóra tapleiki soguðumst við í botnbaráttuna en eftir tvo sigra er maður aftur komnir í keppni um sæti í úrslitakeppninni," Markmiðin voru einföld fyrir jólin hjá Jóhanni. „Bara að meiðast ekki og að fara á fullu í jólasteikina," sagði Jóhann léttur.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira