Fótbolti

Íslenska kvennalandsliðið mætir Skotum 1. júní í æfingaleik

Margrét Lára Viðarsdóttir í landsleik á Laugardalsvelli.
Margrét Lára Viðarsdóttir í landsleik á Laugardalsvelli.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Skotlandi í vináttulandsleik sem fram fer á Laugardalsvelli þann 1. júní á næsta ári. Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Svíþjóð næsta sumar.

Ísland og Skotland hafa mæst sjö sinnum áður, fjórum sinnum hefur Ísland haft sigur, tveir leikir hafa endað með jafntefli og Skotar hafa einu sinni sigrað. Á styrkleikalista FIFA er Ísland í 15. sæti en Skotland í því 23.

Á vef KSÍ er greint frá því að stefnt sé að því að kvennalandsliðið leiki alls 7 leiki áður en úrslitakeppnin hefst í Svíþjóð. Ísland mun taka þátt á sterku æfingamóti á Algarve á Spáni í byrjun mars líkt og á undanförnum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×