Glitnismenn geta tekið refsinguna út með samfélagsþjónustu Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. desember 2012 14:49 Við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mynd/ GVA. Þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason munu ekki þurfa að sitja af sér refsingu vegna Vafningsdómsins í fangelsi. Í staðinn munu þeir geta tekið út refsinguna með samfélagsþjónustu. Þeir voru í dag dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Þrír mánuðir eru því óskilorðsbundir hjá hvorum þeirra. Í 28. grein laga um fullnustu refsinga kemur fram að þegar fangelsisrefsing er fullnustuð með samfélagsþjónustu jafngildir 40 klukkustunda samfélagsþjónusta eins mánaðar fangelsisrefsingu. Hafi gæsluvarðhald komið til frádráttar fangelsisrefsingu skuli taka tillit til þess við útreikning á fjölda klukkustunda. Hvorki Guðmundur né Lárus sættu gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stóð. Þeir munu því báðir þurfa að taka út 120 klukkustundir í samfélagsvinnu. Það samsvarar þremur fimm daga vinnuvikum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að menn geti dreift slíkri vinnu yfir á lengra tímabil. Þeir geti því til dæmis stundað vinnu á meðan samfélagsþjónustan fer fram. Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Hátt reitt til höggs "Það er alveg ljóst að það var hátt reitt til höggs,“ segir Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu. Guðmundur og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fengu í dag níu mánaða fangelsisdóm, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Guðmundur Hjaltason var ekki viðstaddur dómsuppsögu. Það var hins vegar Lárus Welding en hvorki hann né Óttar Pálsson, verjandi hans, vildu tjá sig um dómsuppsöguna. Þórður Bogason segir að niðurstaðan sýni að sérstakur saksóknari þurfi að fara í naflaskoðun á því hvernig hann vinnur hlutina. 28. desember 2012 14:23 Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06 Ríkið greiðir 20 milljónir vegna rannsakenda sem voru kærðir Íslenska ríkið þarf að greiða helminginn af málskostnaði lögfræðinga Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar, sem voru dæmdir fyrir umboðssvik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag með lánveitingu upp á rúma tíu milljarða til handa Vafningi sem var í raun lán til þess að greiða upp skuldir Milestone. 28. desember 2012 14:32 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason munu ekki þurfa að sitja af sér refsingu vegna Vafningsdómsins í fangelsi. Í staðinn munu þeir geta tekið út refsinguna með samfélagsþjónustu. Þeir voru í dag dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Þrír mánuðir eru því óskilorðsbundir hjá hvorum þeirra. Í 28. grein laga um fullnustu refsinga kemur fram að þegar fangelsisrefsing er fullnustuð með samfélagsþjónustu jafngildir 40 klukkustunda samfélagsþjónusta eins mánaðar fangelsisrefsingu. Hafi gæsluvarðhald komið til frádráttar fangelsisrefsingu skuli taka tillit til þess við útreikning á fjölda klukkustunda. Hvorki Guðmundur né Lárus sættu gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stóð. Þeir munu því báðir þurfa að taka út 120 klukkustundir í samfélagsvinnu. Það samsvarar þremur fimm daga vinnuvikum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að menn geti dreift slíkri vinnu yfir á lengra tímabil. Þeir geti því til dæmis stundað vinnu á meðan samfélagsþjónustan fer fram.
Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Hátt reitt til höggs "Það er alveg ljóst að það var hátt reitt til höggs,“ segir Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu. Guðmundur og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fengu í dag níu mánaða fangelsisdóm, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Guðmundur Hjaltason var ekki viðstaddur dómsuppsögu. Það var hins vegar Lárus Welding en hvorki hann né Óttar Pálsson, verjandi hans, vildu tjá sig um dómsuppsöguna. Þórður Bogason segir að niðurstaðan sýni að sérstakur saksóknari þurfi að fara í naflaskoðun á því hvernig hann vinnur hlutina. 28. desember 2012 14:23 Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06 Ríkið greiðir 20 milljónir vegna rannsakenda sem voru kærðir Íslenska ríkið þarf að greiða helminginn af málskostnaði lögfræðinga Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar, sem voru dæmdir fyrir umboðssvik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag með lánveitingu upp á rúma tíu milljarða til handa Vafningi sem var í raun lán til þess að greiða upp skuldir Milestone. 28. desember 2012 14:32 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Hátt reitt til höggs "Það er alveg ljóst að það var hátt reitt til höggs,“ segir Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu. Guðmundur og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fengu í dag níu mánaða fangelsisdóm, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Guðmundur Hjaltason var ekki viðstaddur dómsuppsögu. Það var hins vegar Lárus Welding en hvorki hann né Óttar Pálsson, verjandi hans, vildu tjá sig um dómsuppsöguna. Þórður Bogason segir að niðurstaðan sýni að sérstakur saksóknari þurfi að fara í naflaskoðun á því hvernig hann vinnur hlutina. 28. desember 2012 14:23
Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06
Ríkið greiðir 20 milljónir vegna rannsakenda sem voru kærðir Íslenska ríkið þarf að greiða helminginn af málskostnaði lögfræðinga Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar, sem voru dæmdir fyrir umboðssvik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag með lánveitingu upp á rúma tíu milljarða til handa Vafningi sem var í raun lán til þess að greiða upp skuldir Milestone. 28. desember 2012 14:32