Ríkið greiðir 20 milljónir vegna rannsakenda sem voru kærðir 28. desember 2012 14:32 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Íslenska ríkið þarf að greiða helminginn af málskostnaði lögfræðinga Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar, sem voru dæmdir fyrir umboðssvik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna lánveitingar upp á rúma tíu milljarða til handa Vafningi, sem var í raun lán til þess að greiða upp skuldir Milestone. Málskostnaðurinn sem fellur á skattgreiðendur er um 20 milljónir króna. Ástæðan, samkvæmt dómsorði, er meðal annars sú, eins og segir orðrétt í niðurstöðinni: „Tveir starfsmenn Embættis sérstaks saksóknara hafa sætt kæru í tengslum við störf sín fyrir skiptastjóra þrotabús Milestone ehf., en verjendum var nauðsynlegt að huga að réttarstöðu ákærðu með hliðsjón af upplýsingum um það efni." Þá er embætti sérstaks saksóknara sagt hafa tengt ákæruna við annað tjón, sem hafi orðið til þess að starf verjanda hafi orðið mun umfangsmeira en efni stóðu til að mati dómara. Eins og fyrr hefur komið fram hlutu þeir 9 mánaða fangelsisdóm en 6 mánuðir eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Þeir þurfa því að afplána þriggja mánaða refsingu með einum eða öðrum hætti fyrir brot sín. Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Hátt reitt til höggs "Það er alveg ljóst að það var hátt reitt til höggs,“ segir Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu. Guðmundur og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fengu í dag níu mánaða fangelsisdóm, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Guðmundur Hjaltason var ekki viðstaddur dómsuppsögu. Það var hins vegar Lárus Welding en hvorki hann né Óttar Pálsson, verjandi hans, vildu tjá sig um dómsuppsöguna. Þórður Bogason segir að niðurstaðan sýni að sérstakur saksóknari þurfi að fara í naflaskoðun á því hvernig hann vinnur hlutina. 28. desember 2012 14:23 Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að greiða helminginn af málskostnaði lögfræðinga Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar, sem voru dæmdir fyrir umboðssvik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna lánveitingar upp á rúma tíu milljarða til handa Vafningi, sem var í raun lán til þess að greiða upp skuldir Milestone. Málskostnaðurinn sem fellur á skattgreiðendur er um 20 milljónir króna. Ástæðan, samkvæmt dómsorði, er meðal annars sú, eins og segir orðrétt í niðurstöðinni: „Tveir starfsmenn Embættis sérstaks saksóknara hafa sætt kæru í tengslum við störf sín fyrir skiptastjóra þrotabús Milestone ehf., en verjendum var nauðsynlegt að huga að réttarstöðu ákærðu með hliðsjón af upplýsingum um það efni." Þá er embætti sérstaks saksóknara sagt hafa tengt ákæruna við annað tjón, sem hafi orðið til þess að starf verjanda hafi orðið mun umfangsmeira en efni stóðu til að mati dómara. Eins og fyrr hefur komið fram hlutu þeir 9 mánaða fangelsisdóm en 6 mánuðir eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Þeir þurfa því að afplána þriggja mánaða refsingu með einum eða öðrum hætti fyrir brot sín.
Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Hátt reitt til höggs "Það er alveg ljóst að það var hátt reitt til höggs,“ segir Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu. Guðmundur og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fengu í dag níu mánaða fangelsisdóm, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Guðmundur Hjaltason var ekki viðstaddur dómsuppsögu. Það var hins vegar Lárus Welding en hvorki hann né Óttar Pálsson, verjandi hans, vildu tjá sig um dómsuppsöguna. Þórður Bogason segir að niðurstaðan sýni að sérstakur saksóknari þurfi að fara í naflaskoðun á því hvernig hann vinnur hlutina. 28. desember 2012 14:23 Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hátt reitt til höggs "Það er alveg ljóst að það var hátt reitt til höggs,“ segir Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu. Guðmundur og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fengu í dag níu mánaða fangelsisdóm, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Guðmundur Hjaltason var ekki viðstaddur dómsuppsögu. Það var hins vegar Lárus Welding en hvorki hann né Óttar Pálsson, verjandi hans, vildu tjá sig um dómsuppsöguna. Þórður Bogason segir að niðurstaðan sýni að sérstakur saksóknari þurfi að fara í naflaskoðun á því hvernig hann vinnur hlutina. 28. desember 2012 14:23
Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06