Umhverfið kallar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 2. janúar 2012 14:30 Árið 2012 ber í sér frekari hækkun sjávarborðs um allan heim. Hún er nú um 3 mm á ári, eða nálægt 10 cm á þriðjungi langrar mannsævi. Það bætir heldur í hækkunina en hitt. Ef íhaldssamar spár ganga eftir og hlýnun veðurfars verður álíka og nú má búast við 50 til 100 cm hækkun í sjó áður en öldin er úti. Verkfræðingar og yfirmenn sjóvarna hvarvetna búa sig undir dýrar og flóknar aðgerðir til þess að hindra alvarleg sjávarflóð í byggð. Víða búast menn við að þurfa að flytja að heiman. Þegar hækkun sjávarborðs fer saman við mjög hvassan vind af sjó (eins og í Noregi nú um jólin), lágan loftþrýsting og stórstraumsflóð getur hækkun sjávar við þéttbýlar strendur orðið 2-8 metrar í nokkrar klukkustundir. Miklu munar um hvern tug sentimetra sem bætist við meðalsjávarstöðuna. Þetta ætti að vekja spurningar um sjávarflóðavarnir á Íslandi og um hugsanlega þátttöku Íslands í kapphlaupi um meiri olíuvinnslu á heimsvísu. Náttúruvá á Íslandi hefur aðallega snúist um eldgos, jarðskjálfta og snjóflóð og að nokkru leyti um ofsaveður með foktjóni. Þó eru hækkandi varnargarðar úr stórgrýti til marks um að sjávarflóð þröngvi sér hægt og bítandi upp á landsmenn. Það borgar sig að undirbúa okkur nú þegar enda þótt vandinn sé enn ekki knýjandi. Um leið verður að ræða í alvöru um hve langt við viljum ganga í að ýta sífellt undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, bæði með aukinni notkun kolefnaeldsneytis og frekari vinnslu þess. Heimsmet Íslendinga, t.d. í samgöngum og skipaútgerð (miðað við höfðatölu) eða í hráefna- og vörunotkun, eru ekki til eftirbreytni. Áhugi á olíuvinnslu á norðurslóðum samrýmist illa staðreyndum um magn koldíoxíðs í lofti. Það eykst að hraða og magni til með stærri skrefum en sjást í jökulís eða jarðlögum, 800.000 ár aftur í tímann. Mikið sjávardýpi víðast hvar, hætta af rekís og nauðsyn þess að minnka notkun kolefniseldsneytis gera þessa fyrirhuguðu olíuvinnslu úrelta. Ísland ætti að beita sér við að vinda ofan af olíukapphlaupinu í stað þess að ætla sér að vera einn af miðpunktum þess. Höfuðáhersla á ný eldsneyti er lífsnauðsyn. Vinnsla á nýjum olíusvæðum svipar helst til athæfis sem líkt hefur verið við að pissa í skóna til að ná svolitlum yl í aðsteðjandi frosti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Skoðun Skoðun Að lesa Biblíuna eins og Njálu Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Þora ekki í skólann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 ber í sér frekari hækkun sjávarborðs um allan heim. Hún er nú um 3 mm á ári, eða nálægt 10 cm á þriðjungi langrar mannsævi. Það bætir heldur í hækkunina en hitt. Ef íhaldssamar spár ganga eftir og hlýnun veðurfars verður álíka og nú má búast við 50 til 100 cm hækkun í sjó áður en öldin er úti. Verkfræðingar og yfirmenn sjóvarna hvarvetna búa sig undir dýrar og flóknar aðgerðir til þess að hindra alvarleg sjávarflóð í byggð. Víða búast menn við að þurfa að flytja að heiman. Þegar hækkun sjávarborðs fer saman við mjög hvassan vind af sjó (eins og í Noregi nú um jólin), lágan loftþrýsting og stórstraumsflóð getur hækkun sjávar við þéttbýlar strendur orðið 2-8 metrar í nokkrar klukkustundir. Miklu munar um hvern tug sentimetra sem bætist við meðalsjávarstöðuna. Þetta ætti að vekja spurningar um sjávarflóðavarnir á Íslandi og um hugsanlega þátttöku Íslands í kapphlaupi um meiri olíuvinnslu á heimsvísu. Náttúruvá á Íslandi hefur aðallega snúist um eldgos, jarðskjálfta og snjóflóð og að nokkru leyti um ofsaveður með foktjóni. Þó eru hækkandi varnargarðar úr stórgrýti til marks um að sjávarflóð þröngvi sér hægt og bítandi upp á landsmenn. Það borgar sig að undirbúa okkur nú þegar enda þótt vandinn sé enn ekki knýjandi. Um leið verður að ræða í alvöru um hve langt við viljum ganga í að ýta sífellt undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, bæði með aukinni notkun kolefnaeldsneytis og frekari vinnslu þess. Heimsmet Íslendinga, t.d. í samgöngum og skipaútgerð (miðað við höfðatölu) eða í hráefna- og vörunotkun, eru ekki til eftirbreytni. Áhugi á olíuvinnslu á norðurslóðum samrýmist illa staðreyndum um magn koldíoxíðs í lofti. Það eykst að hraða og magni til með stærri skrefum en sjást í jökulís eða jarðlögum, 800.000 ár aftur í tímann. Mikið sjávardýpi víðast hvar, hætta af rekís og nauðsyn þess að minnka notkun kolefniseldsneytis gera þessa fyrirhuguðu olíuvinnslu úrelta. Ísland ætti að beita sér við að vinda ofan af olíukapphlaupinu í stað þess að ætla sér að vera einn af miðpunktum þess. Höfuðáhersla á ný eldsneyti er lífsnauðsyn. Vinnsla á nýjum olíusvæðum svipar helst til athæfis sem líkt hefur verið við að pissa í skóna til að ná svolitlum yl í aðsteðjandi frosti.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar