Hrafn vill sjá meiri hraða hjá KR-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2012 07:00 Hrafn Kristjánsson Mynd/Stefán Það er óhætt að segja að KR-ingar mæti með gerbreytt lið á nýju ári því Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, fær nú það verkefni að koma þremur nýjum erlendum leikmönnum inn í leik KR-liðsins. KR-ingar hafa samið við tæplega tveggja metra háa serbneska skyttu, Dejan Sencanski, sem bætist við Bandaríkjamennina Josh Brown og Rob Ferguson sem eru byrjaðir að æfa með liðinu. „Þetta er ekki kjörstaða og ekki það sem lagt var upp með," segir Hrafn. Sencanski er 198 cm þriggja stiga skytta, Brown er 187 cm bakvörður og Ferguson er 203 cm kraftframherji. „Ég býst alveg við því að þetta verði svolítið stirt hjá okkur á fimmtudaginn. Vonandi erum við að stefna í hraðari leikstíl og um leið leikstíl sem við höfum viljað vera að spila í allan vetur," segir Hrafn. KR sat í 7. sæti deildarinnar yfir hátíðarnar og Íslandsmeistararnir voru ekki að hrífa marga í síðustu leikjum sínum fyrir jól. „Við erum ekkert að missa okkur því það eru bara fjögur stig í annað sætið. Það er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur á mánudaginn," segir Hrafn og er þar að tala um bikarleik á móti toppliði Grindavíkur. „Hann skiptir gríðarlega miklu máli varðandi það að gefa okkur smá vinnufrið til þess að kýla liðið saman fyrir lokaátökin. Við erum ekki í þessu til þess bara að vera með. Við teljum okkur vera að taka skref til þess að verja titilinn og það eru öll önnur lið að því," segir Hrafn sem býst við breytingum hjá mörgum liðum í Iceland Express-deildinni. „Það kæmi mér ekkert á óvart þó að það væri kominn inn aukamaður hjá helmingi liða deildarinnar ef ekki meira," sagði Hrafn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Það er óhætt að segja að KR-ingar mæti með gerbreytt lið á nýju ári því Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, fær nú það verkefni að koma þremur nýjum erlendum leikmönnum inn í leik KR-liðsins. KR-ingar hafa samið við tæplega tveggja metra háa serbneska skyttu, Dejan Sencanski, sem bætist við Bandaríkjamennina Josh Brown og Rob Ferguson sem eru byrjaðir að æfa með liðinu. „Þetta er ekki kjörstaða og ekki það sem lagt var upp með," segir Hrafn. Sencanski er 198 cm þriggja stiga skytta, Brown er 187 cm bakvörður og Ferguson er 203 cm kraftframherji. „Ég býst alveg við því að þetta verði svolítið stirt hjá okkur á fimmtudaginn. Vonandi erum við að stefna í hraðari leikstíl og um leið leikstíl sem við höfum viljað vera að spila í allan vetur," segir Hrafn. KR sat í 7. sæti deildarinnar yfir hátíðarnar og Íslandsmeistararnir voru ekki að hrífa marga í síðustu leikjum sínum fyrir jól. „Við erum ekkert að missa okkur því það eru bara fjögur stig í annað sætið. Það er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur á mánudaginn," segir Hrafn og er þar að tala um bikarleik á móti toppliði Grindavíkur. „Hann skiptir gríðarlega miklu máli varðandi það að gefa okkur smá vinnufrið til þess að kýla liðið saman fyrir lokaátökin. Við erum ekki í þessu til þess bara að vera með. Við teljum okkur vera að taka skref til þess að verja titilinn og það eru öll önnur lið að því," segir Hrafn sem býst við breytingum hjá mörgum liðum í Iceland Express-deildinni. „Það kæmi mér ekkert á óvart þó að það væri kominn inn aukamaður hjá helmingi liða deildarinnar ef ekki meira," sagði Hrafn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira