Meira kjöt á beinin Ari Trausti Guðmundsson skrifar 11. janúar 2012 06:00 Nafnabylgjan sem ríður yfir eftir fremur óljós orð forsetans um eigin stöðu og endurkjör í vor á eftir að hjaðna. Eflaust kristallast álitleg framboð úr henni seint í vetur. Líklegast er að 5 til 10 manns reyni söfnun meðmælenda og fjármuna, og skipuleggi snarpa framboðshrinu. Með það í huga verður að telja það galla, að ekki skuli að lokum kosið aftur og þá milli tveggja efstu frambjóðenda. Ég hef áður bent á, í blaðagrein, að núverandi forseti hefur ekki breytt forsetaembættinu til frambúðar; ekki frekar en forsetinn sem gegndi stöðunni í 16 ár, næst á undan honum. Sérhver forseti ákveður embættisfærslu sína innan stjórnarskrárrammans sem er auðvitað sá gamli, enn um sinn. Vilji nógu margir kjósendur aðrar áherslur en hjá núverandi forseta, eða þeim þar næsta á undan, geta þeir einfaldlega ráðið til um það. Ýmsir telja embættið stórpólitískt til frambúðar og auglýsa jafnvel eftir „sterka manninum” til að stjórna landinu. Þetta er tálsýn og fjarri lýðræðisreglum og -hefðum landsins. Sá veldur sem á heldur auk þess sem bæði núverandi stjórnarskrá og tillögur Stjórnlagaráðs eru langt frá einhvers konar forsetaræði. Forsetaframbjóðendur verða að svara mörgum lykilspurningum um mótaða afstöðu sína til samspils forseta, Alþingis og ríkisstjórnar, um helstu heimsmál og um menningu og mannlíf heima og heiman og þá duga ekki almennar, loðnar eða vinsælar yfirlýsingar. Á þetta má minna hér og nú og einnig á að menn, karlar og konur, dragi andann djúpt og komi framboðsmálum almennt upp úr hjólförum sem einkennast af sífelldri skimun eftir þekktum andlitum úr fjölmiðlum. Meira þarf til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Skoðun Skoðun Að lesa Biblíuna eins og Njálu Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Þora ekki í skólann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Nafnabylgjan sem ríður yfir eftir fremur óljós orð forsetans um eigin stöðu og endurkjör í vor á eftir að hjaðna. Eflaust kristallast álitleg framboð úr henni seint í vetur. Líklegast er að 5 til 10 manns reyni söfnun meðmælenda og fjármuna, og skipuleggi snarpa framboðshrinu. Með það í huga verður að telja það galla, að ekki skuli að lokum kosið aftur og þá milli tveggja efstu frambjóðenda. Ég hef áður bent á, í blaðagrein, að núverandi forseti hefur ekki breytt forsetaembættinu til frambúðar; ekki frekar en forsetinn sem gegndi stöðunni í 16 ár, næst á undan honum. Sérhver forseti ákveður embættisfærslu sína innan stjórnarskrárrammans sem er auðvitað sá gamli, enn um sinn. Vilji nógu margir kjósendur aðrar áherslur en hjá núverandi forseta, eða þeim þar næsta á undan, geta þeir einfaldlega ráðið til um það. Ýmsir telja embættið stórpólitískt til frambúðar og auglýsa jafnvel eftir „sterka manninum” til að stjórna landinu. Þetta er tálsýn og fjarri lýðræðisreglum og -hefðum landsins. Sá veldur sem á heldur auk þess sem bæði núverandi stjórnarskrá og tillögur Stjórnlagaráðs eru langt frá einhvers konar forsetaræði. Forsetaframbjóðendur verða að svara mörgum lykilspurningum um mótaða afstöðu sína til samspils forseta, Alþingis og ríkisstjórnar, um helstu heimsmál og um menningu og mannlíf heima og heiman og þá duga ekki almennar, loðnar eða vinsælar yfirlýsingar. Á þetta má minna hér og nú og einnig á að menn, karlar og konur, dragi andann djúpt og komi framboðsmálum almennt upp úr hjólförum sem einkennast af sífelldri skimun eftir þekktum andlitum úr fjölmiðlum. Meira þarf til.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar