Byggðaþróun og samgöngustefna Hjálmar Sveinsson skrifar 11. janúar 2012 06:00 Guðjón Baldursson læknir skrifaði tvær greinar milli jóla og nýárs í Fréttblaðið þar sem hann kallaði fyrirhugaða byggingu nýs spítala á Landspítalalóðinni við Hringbraut „stórslys 21. aldarinnar“. Það er ekki mitt að skipta mér af stílbrögðum annarra. En ég sé ekki betur en að Guðjón gefi sér forsendur, hvað varðar byggðaþróun og samgöngustefnu, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum og dragi af þeim stóryrtar ályktanir. Guðjón er ekki hrifinn af staðarvalinu, og hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða samgöngustefnu nýja spítalans. Sú stefna gerir kröfu um að þeim starfsmönnum spítalans sem koma gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum fari fjölgandi en þeim sem koma einir á einkabílum fækki. Umhverfis- og samgönguráð og skipulagsráð borgarinnar hafa lagt áherslu á að þessi stóri vinnustaður taki upp vistvæna samgöngustefnu. Guðjón spyr vantrúaður hvort vænta megi „byltingar í ferðamáta Íslendinga“ og hvort menn muni fara hér „hjólandi í öllum veðrum“? Guðjón fullyrðir að vegalengd milli heimilis og vinnustaðar muni aukast á næstum árum sem þýði að starfsfólk spítalans muni búa æ dreifðar í borginni. Byggðaþróunin, segir Guðjón, leiðir „augljóslega“ til að þess að borgin byggist í austur og norður. Það muni á endanum leiða til þess að Hringbrautin verði jaðarsvæði. Fullyrðing Guðjóns kann að vera nærtæk ef horft er til byggðaþróunar síðustu áratuga en hún er engu að síður röng. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sú endurskoðun hófst fyrir nokkrum misserum, er gert ráð fyrir að borgin hætti að þenjast út og vaxi þess í stað öll inn á við. Gert er ráð fyrir byggingu 14.500 íbúða til ársins 2030, þar af tæplega 12 þúsund í Vatnsmýri, við Mýrargötusvæði og í miðborg og inn við Elliðaárósa. Með öðrum orðum sagt: Það verða engin ný úthverfi skipulögð eða byggð í Reykjavík næstu áratugina. Við eigum nú þegar mikið af ágætum úthverfum. En síhækkandi bensínverð og gríðarlegur samfélagslegur kostnaður sem hlýst af dreifðri og gisinni byggð er þegar farinn að skapa mikla eftirspurn eftir íbúðum sem eru miðsvæðis í þéttri byggð. Byggðaþróunin verður sú að fjarlægðin milli heimilis og vinnustaðar minnkar frá því sem nú er. Hringbrautin er og verður þungamiðja í borginni. Raunar er það svo nú þegar að helmingurinn af starfsfólki Landspítalans býr í hjólafjarlægð (innan við 14 mínútur á hjóli) frá Landspítalanum og fjórðungur er innan við 14 mínútur á tveimur jafnfljótum. Því yrði ekki til að dreifa ef spítalinn yrði byggður í Keldnaholti eða við Vífilsstaði. Þangað þyrfti næstum hver einasti starfsmaður að koma á bíl. Starfsmennirnir munu vera um 4.500 Samkvæmt ítarlegri ferðavenjukönnun meðal starfsmanna Landspítalans sem gerð var í október og nóvember síðastliðnum finnst 87% starfsfólksins auðvelt að komast til og frá vinnu. 73% starfsmanna koma ein á bíl en þeir voru um 80% árið 2008. Um 60% starfsmanna geta hugsað sér að nota annan samgöngumáta, svo sem hjól, strætó eða vera fótgangandi. Þetta eru merkilegar tölur. Ég tel að sú samgöngustefna sem er verið að móta fyrir nýja Landspítalann svari kalli tímans og komi til móts við óskir 60% starfsmanna sem geta hugsað sér aðra samgöngumáta en að vera alltaf á sínum einkabíl. Ef borgaryfirvöld nýta ekki þetta tækifæri til að setja fram kröfur um vistvæna samgöngustefnu, verða öll orð um vistvænt skipulag i Reykjavík hjómið eitt. Ég minni líka á, að gefnu tilefni, að æ fleiri sérfræðingar á sviði lýðheilsu vekja athygli á því að vel skipulagt borgarumhverfi, aukin hreyfing og vistvænn ferðamáti bæta lýðheilsu. Það er því til mikils að vinna þegar samgöngustefna stærsta fyrirtækisins í borginni er mótuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Guðjón Baldursson læknir skrifaði tvær greinar milli jóla og nýárs í Fréttblaðið þar sem hann kallaði fyrirhugaða byggingu nýs spítala á Landspítalalóðinni við Hringbraut „stórslys 21. aldarinnar“. Það er ekki mitt að skipta mér af stílbrögðum annarra. En ég sé ekki betur en að Guðjón gefi sér forsendur, hvað varðar byggðaþróun og samgöngustefnu, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum og dragi af þeim stóryrtar ályktanir. Guðjón er ekki hrifinn af staðarvalinu, og hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða samgöngustefnu nýja spítalans. Sú stefna gerir kröfu um að þeim starfsmönnum spítalans sem koma gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum fari fjölgandi en þeim sem koma einir á einkabílum fækki. Umhverfis- og samgönguráð og skipulagsráð borgarinnar hafa lagt áherslu á að þessi stóri vinnustaður taki upp vistvæna samgöngustefnu. Guðjón spyr vantrúaður hvort vænta megi „byltingar í ferðamáta Íslendinga“ og hvort menn muni fara hér „hjólandi í öllum veðrum“? Guðjón fullyrðir að vegalengd milli heimilis og vinnustaðar muni aukast á næstum árum sem þýði að starfsfólk spítalans muni búa æ dreifðar í borginni. Byggðaþróunin, segir Guðjón, leiðir „augljóslega“ til að þess að borgin byggist í austur og norður. Það muni á endanum leiða til þess að Hringbrautin verði jaðarsvæði. Fullyrðing Guðjóns kann að vera nærtæk ef horft er til byggðaþróunar síðustu áratuga en hún er engu að síður röng. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sú endurskoðun hófst fyrir nokkrum misserum, er gert ráð fyrir að borgin hætti að þenjast út og vaxi þess í stað öll inn á við. Gert er ráð fyrir byggingu 14.500 íbúða til ársins 2030, þar af tæplega 12 þúsund í Vatnsmýri, við Mýrargötusvæði og í miðborg og inn við Elliðaárósa. Með öðrum orðum sagt: Það verða engin ný úthverfi skipulögð eða byggð í Reykjavík næstu áratugina. Við eigum nú þegar mikið af ágætum úthverfum. En síhækkandi bensínverð og gríðarlegur samfélagslegur kostnaður sem hlýst af dreifðri og gisinni byggð er þegar farinn að skapa mikla eftirspurn eftir íbúðum sem eru miðsvæðis í þéttri byggð. Byggðaþróunin verður sú að fjarlægðin milli heimilis og vinnustaðar minnkar frá því sem nú er. Hringbrautin er og verður þungamiðja í borginni. Raunar er það svo nú þegar að helmingurinn af starfsfólki Landspítalans býr í hjólafjarlægð (innan við 14 mínútur á hjóli) frá Landspítalanum og fjórðungur er innan við 14 mínútur á tveimur jafnfljótum. Því yrði ekki til að dreifa ef spítalinn yrði byggður í Keldnaholti eða við Vífilsstaði. Þangað þyrfti næstum hver einasti starfsmaður að koma á bíl. Starfsmennirnir munu vera um 4.500 Samkvæmt ítarlegri ferðavenjukönnun meðal starfsmanna Landspítalans sem gerð var í október og nóvember síðastliðnum finnst 87% starfsfólksins auðvelt að komast til og frá vinnu. 73% starfsmanna koma ein á bíl en þeir voru um 80% árið 2008. Um 60% starfsmanna geta hugsað sér að nota annan samgöngumáta, svo sem hjól, strætó eða vera fótgangandi. Þetta eru merkilegar tölur. Ég tel að sú samgöngustefna sem er verið að móta fyrir nýja Landspítalann svari kalli tímans og komi til móts við óskir 60% starfsmanna sem geta hugsað sér aðra samgöngumáta en að vera alltaf á sínum einkabíl. Ef borgaryfirvöld nýta ekki þetta tækifæri til að setja fram kröfur um vistvæna samgöngustefnu, verða öll orð um vistvænt skipulag i Reykjavík hjómið eitt. Ég minni líka á, að gefnu tilefni, að æ fleiri sérfræðingar á sviði lýðheilsu vekja athygli á því að vel skipulagt borgarumhverfi, aukin hreyfing og vistvænn ferðamáti bæta lýðheilsu. Það er því til mikils að vinna þegar samgöngustefna stærsta fyrirtækisins í borginni er mótuð.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun