Kynhvöt karla og kvenna Teitur Guðmundsson skrifar 21. janúar 2012 06:00 Kynhvötin er ein af grunnhvötum beggja kynja og einn af drifkröftunum í samskiptum þeirra. Væntanlega munu flestir vera því sammála að hún sé nauðsynleg, á stundum óáreiðanleg og ekki til staðar, en á hjá sumum jafnvel yfirdrifin. Hægt er að skilgreina kynhvöt sem tilfinningu eða líðan sem byggir á flóknu samspili andlegra, líkamlegra og samfélagslegra þátta sem leiða af sér líffræðilegar, hugrænar og hegðunarlegar breytingar hjá einstaklingum þar sem markmiðið er einhvers konar fullnæging. Ekki skal lagt sérstaklega mat á það hvað er eðlilegt í sjálfu sér, enda engin mælistika til um það. Einstaklingar eru mismunandi eins og þeir eru margir og spila aldur, aðstæður, sjúkdómar, lyf og margt fleira hér auðvitað stórt hlutverk. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvaða þættir hafa áhrif á og draga úr kynhvöt og þar af leiðandi samlífi einstaklinga. Þetta eru gjarnan mjög persónuleg mál og ekki á borð borin alla jafna í samtölum milli vina og kunningja, jafnvel ekki milli aðila í sambandi eða hjá hjónum. Við læknar og heilbrigðisstarfsfólk sem eigum samskipti við einstaklinginn í trúnaði og á bak við luktar dyr fáum oft að heyra um slík vandamál, ekki síst þegar erfiðleikar steðja að í samböndum og lífi fólks en einnig t.d. sem aukaverkun við lyfi sem hefur verið ávísað. Það getur reynst fólki erfitt að tjá sig og stundum þarf að brjóta ísinn og opna umræðuna til þess að fá fram orsakir og afleiðingar. Þá er kynhvöt á stundum ruglað saman við kyngetu sem er allt annars eðlis þó þar geti verið samhengi á milli. Mjög mikilvægt er að fá fram góða sögu og nálgast vandann út frá kyni og aldri einstaklings auk þess sem taka þarf tillit til aðstæðna og umhverfis viðkomandi. Rannsóknir sýna að stór hópur kvenna, sérstaklega eftir tíðahvörf, finnur fyrir því sem á fagmáli er kallað FSD (Female Sexual Dysfunction) sem mætti lauslega þýða sem kynlífs- eða kynhvatartruflun. Það er þó umtalsverður hluti kvenna fyrir tíðahvörf sem hefur svipaðar kvartanir og er almenna reglan að þetta er vangreint vandamál hjá báðum hópum og þar af leiðandi vanmeðhöndlað. Algengast er að karlmenn eftir miðjan aldur finni fyrir ristruflun þar sem vandinn getur verið líkamlegur jafnt sem andlegur, yngri menn geta lýst svipuðum einkennum en orsakir þeirra eru sjaldnar líkamlegar. Hér er svipaða sögu að segja eins og með konurnar, nema umræðan er orðin opnari gagnvart þessum vanda eldri karla eins og ávísanir stinningarlyfja bera með sér. Hvað er þá það sem ber að hugsa um finni einstaklingar til minnkaðrar kynhvatar? Alþekkt er að andleg og líkamleg þreyta, svefnleysi, streita, áhyggjur, vanlíðan og samskiptaörðugleikar hvers kyns eru stórir áhrifaþættir hjá báðum kynjum. Áfengi og vímuefni losa um hömlur en dempa skilningarvitin og samskipti, þannig dregur úr kynhvöt og ánægju af samlífi. Dæmi um lyf sem geta haft áhrif á kynhvöt eru háþrýstingslyf, þunglyndislyf, ofnæmislyf, krabbameinslyf, getnaðarvarna- og hormónalyf. Mikilvægt er að átta sig á líkamlegum orsökum og gæta að andlegu jafnvægi en í grundvallaratriðum verður að huga að nánd, trausti, opnum og heiðarlegum samskiptum milli aðila auk þess að virða þau mörk sem hver einstaklingur setur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kynhvötin er ein af grunnhvötum beggja kynja og einn af drifkröftunum í samskiptum þeirra. Væntanlega munu flestir vera því sammála að hún sé nauðsynleg, á stundum óáreiðanleg og ekki til staðar, en á hjá sumum jafnvel yfirdrifin. Hægt er að skilgreina kynhvöt sem tilfinningu eða líðan sem byggir á flóknu samspili andlegra, líkamlegra og samfélagslegra þátta sem leiða af sér líffræðilegar, hugrænar og hegðunarlegar breytingar hjá einstaklingum þar sem markmiðið er einhvers konar fullnæging. Ekki skal lagt sérstaklega mat á það hvað er eðlilegt í sjálfu sér, enda engin mælistika til um það. Einstaklingar eru mismunandi eins og þeir eru margir og spila aldur, aðstæður, sjúkdómar, lyf og margt fleira hér auðvitað stórt hlutverk. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvaða þættir hafa áhrif á og draga úr kynhvöt og þar af leiðandi samlífi einstaklinga. Þetta eru gjarnan mjög persónuleg mál og ekki á borð borin alla jafna í samtölum milli vina og kunningja, jafnvel ekki milli aðila í sambandi eða hjá hjónum. Við læknar og heilbrigðisstarfsfólk sem eigum samskipti við einstaklinginn í trúnaði og á bak við luktar dyr fáum oft að heyra um slík vandamál, ekki síst þegar erfiðleikar steðja að í samböndum og lífi fólks en einnig t.d. sem aukaverkun við lyfi sem hefur verið ávísað. Það getur reynst fólki erfitt að tjá sig og stundum þarf að brjóta ísinn og opna umræðuna til þess að fá fram orsakir og afleiðingar. Þá er kynhvöt á stundum ruglað saman við kyngetu sem er allt annars eðlis þó þar geti verið samhengi á milli. Mjög mikilvægt er að fá fram góða sögu og nálgast vandann út frá kyni og aldri einstaklings auk þess sem taka þarf tillit til aðstæðna og umhverfis viðkomandi. Rannsóknir sýna að stór hópur kvenna, sérstaklega eftir tíðahvörf, finnur fyrir því sem á fagmáli er kallað FSD (Female Sexual Dysfunction) sem mætti lauslega þýða sem kynlífs- eða kynhvatartruflun. Það er þó umtalsverður hluti kvenna fyrir tíðahvörf sem hefur svipaðar kvartanir og er almenna reglan að þetta er vangreint vandamál hjá báðum hópum og þar af leiðandi vanmeðhöndlað. Algengast er að karlmenn eftir miðjan aldur finni fyrir ristruflun þar sem vandinn getur verið líkamlegur jafnt sem andlegur, yngri menn geta lýst svipuðum einkennum en orsakir þeirra eru sjaldnar líkamlegar. Hér er svipaða sögu að segja eins og með konurnar, nema umræðan er orðin opnari gagnvart þessum vanda eldri karla eins og ávísanir stinningarlyfja bera með sér. Hvað er þá það sem ber að hugsa um finni einstaklingar til minnkaðrar kynhvatar? Alþekkt er að andleg og líkamleg þreyta, svefnleysi, streita, áhyggjur, vanlíðan og samskiptaörðugleikar hvers kyns eru stórir áhrifaþættir hjá báðum kynjum. Áfengi og vímuefni losa um hömlur en dempa skilningarvitin og samskipti, þannig dregur úr kynhvöt og ánægju af samlífi. Dæmi um lyf sem geta haft áhrif á kynhvöt eru háþrýstingslyf, þunglyndislyf, ofnæmislyf, krabbameinslyf, getnaðarvarna- og hormónalyf. Mikilvægt er að átta sig á líkamlegum orsökum og gæta að andlegu jafnvægi en í grundvallaratriðum verður að huga að nánd, trausti, opnum og heiðarlegum samskiptum milli aðila auk þess að virða þau mörk sem hver einstaklingur setur.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar