Evrópusambandið í hart gegn Írönum 24. janúar 2012 00:00 Á markaði í Teheran Íranar hafa til þessa selt um fimmtung olíu sinnar til Evrópusambandsríkjanna, en þurfa nú að finna aðra kaupendur.nordicphotos/AFP Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að öll olíuviðskipti við Íran verði bönnuð. Jafnframt verða eignir íranska seðlabankans í aðildarríkjum ESB frystar. Þetta er gert til að þrýsta á írönsk stjórnvöld um að hefja aftur viðræður um kjarnorkuáform sín. Sjálfir segjast Íranar eingöngu ætla að nota kjarnorkuna til að uppfylla orkuþarfir landsins, en stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ísrael og fleiri löndum telja sig hafa rökstuddan grun um að þeir stefni á að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins vísa í nýlega skýrslu frá Alþjóðlega kjarnorkueftirlitinu, þar sem segir að Íranar hafi neitað að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og leyfa ekki fullan aðgang alþjóðlegra eftirlitsmanna. Íranar framleiða um það bil fjórar milljónir olíutunna á dag og hafa selt um fimmtung þeirra til Evrópusambandsríkjanna. Olíukaupin frá Íran nema þó ekki nema sex prósentum af heildarolíukaupum Evrópusambandsríkjanna. Tveir íranskir þingmenn brugðust við tíðindunum í gær með því að rifja upp hótanir um að loka Hormússundi, sem er þröngt sund milli Írans og Arabíuskaga. Sigla þarf um Hormússund til að komast inn á Persaflóa, og um sundið er fluttur um fimmtungur af allri þeirri olíu sem seld er á heimsmarkaði. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ætla að endurskoða ákvörðun sína í vor, meðal annars með tilliti til þess hvaða áhrif viðskiptabannið getur haft á Evrópuríki, og þá ekki síst Grikkland, sem á í miklum efnahagsörðugleikum og treystir mjög á að fá ódýra olíu keypta frá Íran. Um fjórðungur af þeirri olíu sem Grikkir kaupa kemur frá Íran. Olíuverð hefur hækkað nokkuð vegna þeirrar spennu sem refsiaðgerðir ESB hafa aukið enn frekar. Íranska fréttastofan IRNA hefur það eftir embættismanni í íranska utanríkisráðuneytinu að refsiaðgerðirnar muni bitna mest á Evrópusambandsríkjunum sjálfum. Þá sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að refsiaðgerðir Evrópusambandsins myndu ekki liðka fyrir lausn málsins. Þess í stað hvatti hann til þess að viðræður hæfust að nýju. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að öll olíuviðskipti við Íran verði bönnuð. Jafnframt verða eignir íranska seðlabankans í aðildarríkjum ESB frystar. Þetta er gert til að þrýsta á írönsk stjórnvöld um að hefja aftur viðræður um kjarnorkuáform sín. Sjálfir segjast Íranar eingöngu ætla að nota kjarnorkuna til að uppfylla orkuþarfir landsins, en stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ísrael og fleiri löndum telja sig hafa rökstuddan grun um að þeir stefni á að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins vísa í nýlega skýrslu frá Alþjóðlega kjarnorkueftirlitinu, þar sem segir að Íranar hafi neitað að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og leyfa ekki fullan aðgang alþjóðlegra eftirlitsmanna. Íranar framleiða um það bil fjórar milljónir olíutunna á dag og hafa selt um fimmtung þeirra til Evrópusambandsríkjanna. Olíukaupin frá Íran nema þó ekki nema sex prósentum af heildarolíukaupum Evrópusambandsríkjanna. Tveir íranskir þingmenn brugðust við tíðindunum í gær með því að rifja upp hótanir um að loka Hormússundi, sem er þröngt sund milli Írans og Arabíuskaga. Sigla þarf um Hormússund til að komast inn á Persaflóa, og um sundið er fluttur um fimmtungur af allri þeirri olíu sem seld er á heimsmarkaði. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ætla að endurskoða ákvörðun sína í vor, meðal annars með tilliti til þess hvaða áhrif viðskiptabannið getur haft á Evrópuríki, og þá ekki síst Grikkland, sem á í miklum efnahagsörðugleikum og treystir mjög á að fá ódýra olíu keypta frá Íran. Um fjórðungur af þeirri olíu sem Grikkir kaupa kemur frá Íran. Olíuverð hefur hækkað nokkuð vegna þeirrar spennu sem refsiaðgerðir ESB hafa aukið enn frekar. Íranska fréttastofan IRNA hefur það eftir embættismanni í íranska utanríkisráðuneytinu að refsiaðgerðirnar muni bitna mest á Evrópusambandsríkjunum sjálfum. Þá sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að refsiaðgerðir Evrópusambandsins myndu ekki liðka fyrir lausn málsins. Þess í stað hvatti hann til þess að viðræður hæfust að nýju. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira