Engin efnisleg rök fyrir afturköllun 27. janúar 2012 06:00 Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, og Helgi Magnús Gunnarsson varasaksóknari sátu fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. fréttablaðið/gva Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir engar forsendur hafa breyst í málinu gegn Geir H. Haarde sem styðji afturköllun ákæru á hendur honum. Það sé hins vegar Alþingis að taka þá ákvörðun og ef það, sem ákæruaðili, hafi skipt um skoðun í málinu, hafi vissulega orðið veigamikil breyting. Sigríður sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnkerfis- og eftirlitsnefndar í gær ásamt Helga Magnúsi Gunnarssyni aðstoðarsaksóknara. Sigríður sagði skýrt í þeirra huga að engar forsendur hafi breyst í málinu. „Í þingsályktunartillögunni er talað um að að það hafi verið vísað frá einhverjum höfuðákæruliðum. Við erum ekki sammála því að þannig sé staðan. Málið hefur ekkert breyst í sjálfu sér út af því. Og það að þetta kosti einhverja peninga eða tefji Hæstarétt, það eru ekki efnisrök í málinu heldur. Og að það hafi bara verið einn ákærður, en ekki fjórir eða þrír eða hvernig menn vildu hafa það, var ekki brot á jafnræðisreglunni. Það er búið að fjalla um það í dómi Landsdóms og það var svo sem vitað fyrirfram. Þetta gerist nú í sakamálum þegar tekin er ákvörðun um að ákæra einn en ekki annan, hvernig sem mönnum líður svo með það.“ Helgi Magnús tók undir að engar efnislegar forsendur hefðu breyst. Ef ákærandinn efaðist hins vegar um að ákæran væri rétt væru það vissulega breyttar forsendur. Saksóknararnir lögðu þó áherslu á að Alþingi færi með ákæruvaldið og gæti hvenær sem er dregið ákæruna til baka. Þau sögðust ekki sammála túlkunum á aðra lund, svo sem frá Ólafi Jóhannessyni, enda ættu þær sér enga stoð í lögum. Sigríður sagði mikilvægt að fá á hreint hvaða örlög tillaga Bjarna fær sem fyrst, en vitnaleiðslur eru fyrirhugaðar 5. mars. Mjög óþægilegt væri að halda saksókn áfram meðan óvissa ríkti um hvort ákæra yrði afturkölluð. Erfitt væri um vik með að hnika vitnaleiðslum í svo yfirgripsmiklu máli. kolbeinn@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir engar forsendur hafa breyst í málinu gegn Geir H. Haarde sem styðji afturköllun ákæru á hendur honum. Það sé hins vegar Alþingis að taka þá ákvörðun og ef það, sem ákæruaðili, hafi skipt um skoðun í málinu, hafi vissulega orðið veigamikil breyting. Sigríður sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnkerfis- og eftirlitsnefndar í gær ásamt Helga Magnúsi Gunnarssyni aðstoðarsaksóknara. Sigríður sagði skýrt í þeirra huga að engar forsendur hafi breyst í málinu. „Í þingsályktunartillögunni er talað um að að það hafi verið vísað frá einhverjum höfuðákæruliðum. Við erum ekki sammála því að þannig sé staðan. Málið hefur ekkert breyst í sjálfu sér út af því. Og það að þetta kosti einhverja peninga eða tefji Hæstarétt, það eru ekki efnisrök í málinu heldur. Og að það hafi bara verið einn ákærður, en ekki fjórir eða þrír eða hvernig menn vildu hafa það, var ekki brot á jafnræðisreglunni. Það er búið að fjalla um það í dómi Landsdóms og það var svo sem vitað fyrirfram. Þetta gerist nú í sakamálum þegar tekin er ákvörðun um að ákæra einn en ekki annan, hvernig sem mönnum líður svo með það.“ Helgi Magnús tók undir að engar efnislegar forsendur hefðu breyst. Ef ákærandinn efaðist hins vegar um að ákæran væri rétt væru það vissulega breyttar forsendur. Saksóknararnir lögðu þó áherslu á að Alþingi færi með ákæruvaldið og gæti hvenær sem er dregið ákæruna til baka. Þau sögðust ekki sammála túlkunum á aðra lund, svo sem frá Ólafi Jóhannessyni, enda ættu þær sér enga stoð í lögum. Sigríður sagði mikilvægt að fá á hreint hvaða örlög tillaga Bjarna fær sem fyrst, en vitnaleiðslur eru fyrirhugaðar 5. mars. Mjög óþægilegt væri að halda saksókn áfram meðan óvissa ríkti um hvort ákæra yrði afturkölluð. Erfitt væri um vik með að hnika vitnaleiðslum í svo yfirgripsmiklu máli. kolbeinn@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira