Engin efnisleg rök fyrir afturköllun 27. janúar 2012 06:00 Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, og Helgi Magnús Gunnarsson varasaksóknari sátu fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. fréttablaðið/gva Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir engar forsendur hafa breyst í málinu gegn Geir H. Haarde sem styðji afturköllun ákæru á hendur honum. Það sé hins vegar Alþingis að taka þá ákvörðun og ef það, sem ákæruaðili, hafi skipt um skoðun í málinu, hafi vissulega orðið veigamikil breyting. Sigríður sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnkerfis- og eftirlitsnefndar í gær ásamt Helga Magnúsi Gunnarssyni aðstoðarsaksóknara. Sigríður sagði skýrt í þeirra huga að engar forsendur hafi breyst í málinu. „Í þingsályktunartillögunni er talað um að að það hafi verið vísað frá einhverjum höfuðákæruliðum. Við erum ekki sammála því að þannig sé staðan. Málið hefur ekkert breyst í sjálfu sér út af því. Og það að þetta kosti einhverja peninga eða tefji Hæstarétt, það eru ekki efnisrök í málinu heldur. Og að það hafi bara verið einn ákærður, en ekki fjórir eða þrír eða hvernig menn vildu hafa það, var ekki brot á jafnræðisreglunni. Það er búið að fjalla um það í dómi Landsdóms og það var svo sem vitað fyrirfram. Þetta gerist nú í sakamálum þegar tekin er ákvörðun um að ákæra einn en ekki annan, hvernig sem mönnum líður svo með það.“ Helgi Magnús tók undir að engar efnislegar forsendur hefðu breyst. Ef ákærandinn efaðist hins vegar um að ákæran væri rétt væru það vissulega breyttar forsendur. Saksóknararnir lögðu þó áherslu á að Alþingi færi með ákæruvaldið og gæti hvenær sem er dregið ákæruna til baka. Þau sögðust ekki sammála túlkunum á aðra lund, svo sem frá Ólafi Jóhannessyni, enda ættu þær sér enga stoð í lögum. Sigríður sagði mikilvægt að fá á hreint hvaða örlög tillaga Bjarna fær sem fyrst, en vitnaleiðslur eru fyrirhugaðar 5. mars. Mjög óþægilegt væri að halda saksókn áfram meðan óvissa ríkti um hvort ákæra yrði afturkölluð. Erfitt væri um vik með að hnika vitnaleiðslum í svo yfirgripsmiklu máli. kolbeinn@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir engar forsendur hafa breyst í málinu gegn Geir H. Haarde sem styðji afturköllun ákæru á hendur honum. Það sé hins vegar Alþingis að taka þá ákvörðun og ef það, sem ákæruaðili, hafi skipt um skoðun í málinu, hafi vissulega orðið veigamikil breyting. Sigríður sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnkerfis- og eftirlitsnefndar í gær ásamt Helga Magnúsi Gunnarssyni aðstoðarsaksóknara. Sigríður sagði skýrt í þeirra huga að engar forsendur hafi breyst í málinu. „Í þingsályktunartillögunni er talað um að að það hafi verið vísað frá einhverjum höfuðákæruliðum. Við erum ekki sammála því að þannig sé staðan. Málið hefur ekkert breyst í sjálfu sér út af því. Og það að þetta kosti einhverja peninga eða tefji Hæstarétt, það eru ekki efnisrök í málinu heldur. Og að það hafi bara verið einn ákærður, en ekki fjórir eða þrír eða hvernig menn vildu hafa það, var ekki brot á jafnræðisreglunni. Það er búið að fjalla um það í dómi Landsdóms og það var svo sem vitað fyrirfram. Þetta gerist nú í sakamálum þegar tekin er ákvörðun um að ákæra einn en ekki annan, hvernig sem mönnum líður svo með það.“ Helgi Magnús tók undir að engar efnislegar forsendur hefðu breyst. Ef ákærandinn efaðist hins vegar um að ákæran væri rétt væru það vissulega breyttar forsendur. Saksóknararnir lögðu þó áherslu á að Alþingi færi með ákæruvaldið og gæti hvenær sem er dregið ákæruna til baka. Þau sögðust ekki sammála túlkunum á aðra lund, svo sem frá Ólafi Jóhannessyni, enda ættu þær sér enga stoð í lögum. Sigríður sagði mikilvægt að fá á hreint hvaða örlög tillaga Bjarna fær sem fyrst, en vitnaleiðslur eru fyrirhugaðar 5. mars. Mjög óþægilegt væri að halda saksókn áfram meðan óvissa ríkti um hvort ákæra yrði afturkölluð. Erfitt væri um vik með að hnika vitnaleiðslum í svo yfirgripsmiklu máli. kolbeinn@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira