Erum við verri en annað fólk? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. febrúar 2012 06:00 Ég hef fengið tækifæri til að búa í nokkrum ólíkum löndum og kynnast öðrum þjóðum. Í grófum dráttum er stóri lærdómurinn af því sá að fólk er nokkurn veginn eins hvar sem það elur manninn. Aðstæðurnar eru að vísu ólíkar en ég held að hlutfallið af alls kyns frávikum sé álíka. Þess vegna er erfitt að trúa því að fólk með glæpahneigð sé fleira á Íslandi en í öðrum löndum. Ég trúi ekki að við séum verri en annað fólk. Við höfum samt búið til hlutfallslega stærsta saksóknaraembætti í heimi. Saksóknarinn grunar hundruð karla og kvenna um alvarlega glæpi. Ef grunsemdirnar reynast réttar sýnist mér að átt hafi sér stað stökkbreyting í almennri glæpahneigð, sem varla á sér hliðstæðu í mannlegu samfélagi. Ef rétt reynist held ég að úrlausnarefnið sé aðeins að litlum hluta lögfræðilegt. Það er miklu frekar á sviði mannfræði, sálfræði, stjórnmálafræði, félagsfræði, sagnfræði, hagfræði, heimspeki, faraldsfræði, geðlæknisfræði eða slíkra greina. Hvað veldur þessu mikla fráviki? Hvernig gat það gerst að allt í einu varð til stór hluti heillar kynslóðar menntafólks, sem daglega framdi glæpi í vinnunni? Fólkið af kynslóðinni sem fékk öll tækifærin. Kunni fræðin og talaði tungumálin. Ég held að dómstólar búi ekki yfir sérstakri þekkingu til að svara þessum spurningum svo að gagni komi. Þegar ég bjó í Afríku kynntist ég mannfræðingum. Þeir leituðust við að varpa ljósi á hið stóra samhengi hlutanna í framandi umhverfi. Þeir reyndu að greina menninguna og varpa ljósi á það óvenjulega – frávikin, og sjá hvað olli þeim. Þetta fólk byggði fræðandi og skemmtileg samtöl um hversdagsleg mál í umhverfinu á rannsóknum á einstaklingum, hópum og heilum samfélögum. Síðan raðaði það saman trúverðugri heildarmynd. Ég ímynda mér að þeirra aðferðir gætu hjálpað til við að greina það sem gerðist á Íslandi. Þau gætu fyllt upp í hluta þeirrar brotakenndu myndar sem við okkur blasir. Þannig gætum við lært af mistökunum og deilt lærdóminum með umheiminum. Bankar hrundu í löndunum allt í kringum okkur. Flestum var að vísu bjargað í krafti stærðar heimalanda sinna. Útlend bankakerfi voru ekki vaxin heimahagkerfum yfir höfuð eins og á Íslandi þó að litlu munaði sums staðar. Innan veggja útlendu bankanna voru, eins og á Íslandi, augljóslega teknar margar kolrangar ákvarðanir. Þess vegna fór sem fór. Samt hef ég ekki orðið vör við að fólkið sem vann í þessum útlendu bönkum sé á sakamannabekk í stórum stíl. Drögum úr lögreglurannsóknar- og dómstólaþrasi, sem er allt að drepa úr heift og leiðindum. Verjum kröftunum þess í stað í að átta okkur á hvað fór úrskeiðis í raun og veru og fáum til þess fólk sem er sérhæft í að kryfja samfélagið og mannlega hegðun. Vinna saksóknarans getur orðið hluti af þessu verkefni. Það getur ekki verið að allt í einu hafi fjöldi glæpamanna á Íslandi margfaldast og lausnin felist í að dæma sem flesta til tugthúsvistar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ég hef fengið tækifæri til að búa í nokkrum ólíkum löndum og kynnast öðrum þjóðum. Í grófum dráttum er stóri lærdómurinn af því sá að fólk er nokkurn veginn eins hvar sem það elur manninn. Aðstæðurnar eru að vísu ólíkar en ég held að hlutfallið af alls kyns frávikum sé álíka. Þess vegna er erfitt að trúa því að fólk með glæpahneigð sé fleira á Íslandi en í öðrum löndum. Ég trúi ekki að við séum verri en annað fólk. Við höfum samt búið til hlutfallslega stærsta saksóknaraembætti í heimi. Saksóknarinn grunar hundruð karla og kvenna um alvarlega glæpi. Ef grunsemdirnar reynast réttar sýnist mér að átt hafi sér stað stökkbreyting í almennri glæpahneigð, sem varla á sér hliðstæðu í mannlegu samfélagi. Ef rétt reynist held ég að úrlausnarefnið sé aðeins að litlum hluta lögfræðilegt. Það er miklu frekar á sviði mannfræði, sálfræði, stjórnmálafræði, félagsfræði, sagnfræði, hagfræði, heimspeki, faraldsfræði, geðlæknisfræði eða slíkra greina. Hvað veldur þessu mikla fráviki? Hvernig gat það gerst að allt í einu varð til stór hluti heillar kynslóðar menntafólks, sem daglega framdi glæpi í vinnunni? Fólkið af kynslóðinni sem fékk öll tækifærin. Kunni fræðin og talaði tungumálin. Ég held að dómstólar búi ekki yfir sérstakri þekkingu til að svara þessum spurningum svo að gagni komi. Þegar ég bjó í Afríku kynntist ég mannfræðingum. Þeir leituðust við að varpa ljósi á hið stóra samhengi hlutanna í framandi umhverfi. Þeir reyndu að greina menninguna og varpa ljósi á það óvenjulega – frávikin, og sjá hvað olli þeim. Þetta fólk byggði fræðandi og skemmtileg samtöl um hversdagsleg mál í umhverfinu á rannsóknum á einstaklingum, hópum og heilum samfélögum. Síðan raðaði það saman trúverðugri heildarmynd. Ég ímynda mér að þeirra aðferðir gætu hjálpað til við að greina það sem gerðist á Íslandi. Þau gætu fyllt upp í hluta þeirrar brotakenndu myndar sem við okkur blasir. Þannig gætum við lært af mistökunum og deilt lærdóminum með umheiminum. Bankar hrundu í löndunum allt í kringum okkur. Flestum var að vísu bjargað í krafti stærðar heimalanda sinna. Útlend bankakerfi voru ekki vaxin heimahagkerfum yfir höfuð eins og á Íslandi þó að litlu munaði sums staðar. Innan veggja útlendu bankanna voru, eins og á Íslandi, augljóslega teknar margar kolrangar ákvarðanir. Þess vegna fór sem fór. Samt hef ég ekki orðið vör við að fólkið sem vann í þessum útlendu bönkum sé á sakamannabekk í stórum stíl. Drögum úr lögreglurannsóknar- og dómstólaþrasi, sem er allt að drepa úr heift og leiðindum. Verjum kröftunum þess í stað í að átta okkur á hvað fór úrskeiðis í raun og veru og fáum til þess fólk sem er sérhæft í að kryfja samfélagið og mannlega hegðun. Vinna saksóknarans getur orðið hluti af þessu verkefni. Það getur ekki verið að allt í einu hafi fjöldi glæpamanna á Íslandi margfaldast og lausnin felist í að dæma sem flesta til tugthúsvistar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar