Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í í kvöld og þar á meðal er leikur bikarmeistara Keflavíkur og Snæfells í Keflavík.
Keflavík vann dramatískan 115-113 sigur í framlengingu í Hólminum og það má því búast við æsispennandi leik í kvöld. Keflvíkingar fóru alla leið niður í fimmta sætið eftir tap fyrir Þór í síðasta leik. Snæfell er í 6. sæti, fjórum stigum á eftir Keflavík.
Hinir leikir kvöldsins eru Tindastóll-Haukar á Sauðárkróki og Stjarnan-Njarðvík í Garðabæ. Njarðvíkingar unnu 105-98 gegn lærisveinum Teits Örlygssonar og geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni með sigri.
