Stórhækkun orkuverðs er nú boðuð Einar K. Guðfinnsson skrifar 1. mars 2012 06:00 Hægt og hljótt, en ákveðið og örugglega, er verið að leggja drög að tvöföldun raforkuverðs hér á landi og 50% hækkun innkaupaverðs almenna markaðarins. Þessi skýra stefnumörkun stjórnvalda kom fram í svari Oddnýjar G. Harðardóttur, starfandi iðnaðarráðherra, við fyrirspurn minni á Alþingi sl. mánudag. Þetta mun að óbreyttu hafa gríðarleg áhrif á afkomu heimilanna og þyngja byrðar atvinnulífsins. Spurning mín til ráðherrans var svohljóðandi: Hver verður þróun raforkuverðs á næstu árum, á almennum markaði, miðað við áform Landsvirkjunar um aukna arðsemi og að orkuverð fyrirtækisins fylgi þróun orkuverðs í Evrópu? Svar ráðherrans var skýrt og rímar við það sem fram kemur í skýrslu iðnaðarráðherra um heildstæða orkustefnu fyrir Ísland, sem lögð var fyrir Alþingi fyrr á þessu þingi. En orðrétt sagði ráðherrann í svari sínu til mín: „Hlutdeild orkukostnaðar í rafmagnsreikningi heimilanna er rétt undir 50%. Hin 50% eru vegna kostnaðar við dreifingu og flutning auk 12 aura orkuskatts. Því mun almenn 100% hækkun orkuhlutans valda tæplega 50% hækkun innkaupsverðs almenna markaðarins". Horfið frá núgildandi stefnuHér er verið að hverfa frá stefnu sem gilt hefur áratugum saman. Hún hefur falist í því að láta almenna notendur og atvinnulífið njóta þess að við eigum hér mikla endurnýjanlega orku sem hægt er að selja við lægra verði en þekkist víðast í Evrópu. Þessi stefnumörkun hefur verið mjög til hagsbóta fyrir almennt atvinnulíf og almenning. Þannig höfum við fært arðinn af orkuframkvæmdum okkar til fólksins í landinu. Nú er ætlunin að gera breytingu á. Stjórnvöld hyggjast stuðla að mjög mikilli hækkun raforkuverðs og sjá síðan til þess að það fylgi almennri verðþróun í Evrópu. Þar er áætlað að orkuverð tvöfaldist á næstu 20 árum. Vel má vera að þessar hækkanir verði enn stórkarlalegri. Þróun olíuverðs að undanförnu gefa að minnsta kosti ekki miklar vonir um að það fari lækkandi. Og svo vill nú til að jarðefniseldsneyti er ráðandi á orkumarkaði í öðrum löndum. Verðlagsþróun á þeim markaði mun því hafa mjög stefnumarkandi áhrif á verðþróun hér á landi. Ákall um lægra verð til almennings og atvinnurekstursÞað er því af sú tíð, þegar við Íslendingar kepptumst við að leggja af olíu sem orkugjafa til heimila, til þess meðal annars að lækka útgjöld þeirra. Nú mun orkuverðið fylgja þeirri verðþróun sem í Evrópu verður. Á sama tíma og stjórnvöld boða þessa miklu hækkun raforkuverðsins, heyrum við ákall stórra raforkukaupenda eins og garðyrkjunnar um lægra orkuverð. Og stjórnskipuð nefnd hefur skilað tillögum um lækkun húshitunarkostnaðar, sem er mjög brýnt mál. Hætt er við að sú lækkun hverfi fljótt þegar verðstefna stjórnvalda fer að bera ávöxt. Eða trúir einhver því að pólitískar ráðstafanir dugi til þess til langframa að halda niðri orkuverði, t.d. til húshitunar á svo kölluðum köldum svæðum, eftir að búið er að hækka verð orkuhlutans um 100%; tvöfalda það sem sagt? Þessi spurning svarar sér sjálf. Er hækkun orkuverðsins tilfærsla á milli vasa?Því er haldið fram að þessi nýja stefna sé góð fyrir almennt atvinnulíf í landinu og heimilin vegna þess að arðurinn af hærra raforkuverði renni inn í sameiginlegan sjóð okkar, ríkissjóð. Þetta sé eins konar tilfærsla á milli vasa! En er það svo? Er ekki skynsamlegra að gæta hófs í verðlagningunni og gefa atvinnulífinu og heimilunum betra svigrúm? Er það ekki líklegra til þess að bæta hér lífskjör og styrkja samfélagslegar forsendur okkar? Það er brýnt að ræða þessi mál, með efnislegum hætti. Svona stórpólitískar ákvarðanir, sem hafa munu miklar afleiðingar í för með sér, á ekki að taka án þess að mönnum sé ljóst til hvers þær muni leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Hægt og hljótt, en ákveðið og örugglega, er verið að leggja drög að tvöföldun raforkuverðs hér á landi og 50% hækkun innkaupaverðs almenna markaðarins. Þessi skýra stefnumörkun stjórnvalda kom fram í svari Oddnýjar G. Harðardóttur, starfandi iðnaðarráðherra, við fyrirspurn minni á Alþingi sl. mánudag. Þetta mun að óbreyttu hafa gríðarleg áhrif á afkomu heimilanna og þyngja byrðar atvinnulífsins. Spurning mín til ráðherrans var svohljóðandi: Hver verður þróun raforkuverðs á næstu árum, á almennum markaði, miðað við áform Landsvirkjunar um aukna arðsemi og að orkuverð fyrirtækisins fylgi þróun orkuverðs í Evrópu? Svar ráðherrans var skýrt og rímar við það sem fram kemur í skýrslu iðnaðarráðherra um heildstæða orkustefnu fyrir Ísland, sem lögð var fyrir Alþingi fyrr á þessu þingi. En orðrétt sagði ráðherrann í svari sínu til mín: „Hlutdeild orkukostnaðar í rafmagnsreikningi heimilanna er rétt undir 50%. Hin 50% eru vegna kostnaðar við dreifingu og flutning auk 12 aura orkuskatts. Því mun almenn 100% hækkun orkuhlutans valda tæplega 50% hækkun innkaupsverðs almenna markaðarins". Horfið frá núgildandi stefnuHér er verið að hverfa frá stefnu sem gilt hefur áratugum saman. Hún hefur falist í því að láta almenna notendur og atvinnulífið njóta þess að við eigum hér mikla endurnýjanlega orku sem hægt er að selja við lægra verði en þekkist víðast í Evrópu. Þessi stefnumörkun hefur verið mjög til hagsbóta fyrir almennt atvinnulíf og almenning. Þannig höfum við fært arðinn af orkuframkvæmdum okkar til fólksins í landinu. Nú er ætlunin að gera breytingu á. Stjórnvöld hyggjast stuðla að mjög mikilli hækkun raforkuverðs og sjá síðan til þess að það fylgi almennri verðþróun í Evrópu. Þar er áætlað að orkuverð tvöfaldist á næstu 20 árum. Vel má vera að þessar hækkanir verði enn stórkarlalegri. Þróun olíuverðs að undanförnu gefa að minnsta kosti ekki miklar vonir um að það fari lækkandi. Og svo vill nú til að jarðefniseldsneyti er ráðandi á orkumarkaði í öðrum löndum. Verðlagsþróun á þeim markaði mun því hafa mjög stefnumarkandi áhrif á verðþróun hér á landi. Ákall um lægra verð til almennings og atvinnurekstursÞað er því af sú tíð, þegar við Íslendingar kepptumst við að leggja af olíu sem orkugjafa til heimila, til þess meðal annars að lækka útgjöld þeirra. Nú mun orkuverðið fylgja þeirri verðþróun sem í Evrópu verður. Á sama tíma og stjórnvöld boða þessa miklu hækkun raforkuverðsins, heyrum við ákall stórra raforkukaupenda eins og garðyrkjunnar um lægra orkuverð. Og stjórnskipuð nefnd hefur skilað tillögum um lækkun húshitunarkostnaðar, sem er mjög brýnt mál. Hætt er við að sú lækkun hverfi fljótt þegar verðstefna stjórnvalda fer að bera ávöxt. Eða trúir einhver því að pólitískar ráðstafanir dugi til þess til langframa að halda niðri orkuverði, t.d. til húshitunar á svo kölluðum köldum svæðum, eftir að búið er að hækka verð orkuhlutans um 100%; tvöfalda það sem sagt? Þessi spurning svarar sér sjálf. Er hækkun orkuverðsins tilfærsla á milli vasa?Því er haldið fram að þessi nýja stefna sé góð fyrir almennt atvinnulíf í landinu og heimilin vegna þess að arðurinn af hærra raforkuverði renni inn í sameiginlegan sjóð okkar, ríkissjóð. Þetta sé eins konar tilfærsla á milli vasa! En er það svo? Er ekki skynsamlegra að gæta hófs í verðlagningunni og gefa atvinnulífinu og heimilunum betra svigrúm? Er það ekki líklegra til þess að bæta hér lífskjör og styrkja samfélagslegar forsendur okkar? Það er brýnt að ræða þessi mál, með efnislegum hætti. Svona stórpólitískar ákvarðanir, sem hafa munu miklar afleiðingar í för með sér, á ekki að taka án þess að mönnum sé ljóst til hvers þær muni leiða.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun