Hjólin snúast Steingrímur J. Sigfússon skrifar 9. mars 2012 06:00 Nýjar tölur Hagstofu Íslands um 3,1% vöxt á landsframleiðslu á árinu 2011 gefa sterka vísbendingu um að nú sé tekið við nýtt tímabil í efnahagslífi landsins eftir kreppu hrunáranna. Er þessi vöxtur meiri en flestir greinendur gerðu ráð fyrir. Vöxtur sem er jafn kröftugur og þessi stuðlar að bættum lífskjörum, aukinni atvinnu, frekari fjárfestingu og ekki síst skapar hann forsendur til að takast á við mörg þau vandasömu verkefni er hrunið hefur skilið eftir sig. Til að mynda stuðlar þetta að bættum rekstri ríkissjóðs í formi aukinna tekna og möguleika til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Eftir hrun fjölgaði stórkostlega í hópi úrtöluradda og það verulega á hlut bjartsýnisspámanna góðæristímans. Báðar fylkingar eiga það þó sammerkt að málflutningur þeirra er oft einsleitur og innihaldsrýr. Þannig hafa fulltrúar úrtölumanna amast við því að hjól atvinnulífsins fari ekki í gang og hér sé enginn hagvöxtur. Nú er raunin önnur eins og tölur Hagstofunnar sýna en þá tekur við nýr sálmur sömu manna um að hagvöxturinn sé ekki sú tegund af hagvexti sem þeir helst kjósa þar sem hann sé drifinn af einkaneyslu. Þó að rétt sé að einkaneyslan hafi aukist dróst hún verulega saman á árunum 2009 og 2010. Þegar rýnt er í tölurnar sést að einkaneyslan skýrir ekki vöxtinn í hagkerfinu ein og sér heldur hefur útflutningur reynst kraftmeiri og fjárfesting aukist verulega. Hagvaxtarhorfur á yfirstandandi ári eru vel viðunandi, ekki síst þegar horft er til hins alþjóðlega ástands. Vöxtur hagkerfisins á Íslandi er athyglisverður í alþjóðlegum samanburði. Þannig eykst landsframleiðslan um 4,4% á þriðja ársfjórðungi og um 1,9% á fjórða ársfjórðungi en báðir þessir ársfjórðungar eru hærri en í öllum löndum ESB, Noregi, Sviss, Bandaríkjunum og Japan. Bendir þetta til þess að á meðan Ísland er að ná sér út úr kreppunni eru mörg ríki enn að kljást við neikvæð hagvaxtaráhrif hennar. Þó ber að hafa í huga að viðvarandi kreppa í helstu viðskiptalöndum okkar getur haft neikvæð áhrif á þróun mála hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýjar tölur Hagstofu Íslands um 3,1% vöxt á landsframleiðslu á árinu 2011 gefa sterka vísbendingu um að nú sé tekið við nýtt tímabil í efnahagslífi landsins eftir kreppu hrunáranna. Er þessi vöxtur meiri en flestir greinendur gerðu ráð fyrir. Vöxtur sem er jafn kröftugur og þessi stuðlar að bættum lífskjörum, aukinni atvinnu, frekari fjárfestingu og ekki síst skapar hann forsendur til að takast á við mörg þau vandasömu verkefni er hrunið hefur skilið eftir sig. Til að mynda stuðlar þetta að bættum rekstri ríkissjóðs í formi aukinna tekna og möguleika til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Eftir hrun fjölgaði stórkostlega í hópi úrtöluradda og það verulega á hlut bjartsýnisspámanna góðæristímans. Báðar fylkingar eiga það þó sammerkt að málflutningur þeirra er oft einsleitur og innihaldsrýr. Þannig hafa fulltrúar úrtölumanna amast við því að hjól atvinnulífsins fari ekki í gang og hér sé enginn hagvöxtur. Nú er raunin önnur eins og tölur Hagstofunnar sýna en þá tekur við nýr sálmur sömu manna um að hagvöxturinn sé ekki sú tegund af hagvexti sem þeir helst kjósa þar sem hann sé drifinn af einkaneyslu. Þó að rétt sé að einkaneyslan hafi aukist dróst hún verulega saman á árunum 2009 og 2010. Þegar rýnt er í tölurnar sést að einkaneyslan skýrir ekki vöxtinn í hagkerfinu ein og sér heldur hefur útflutningur reynst kraftmeiri og fjárfesting aukist verulega. Hagvaxtarhorfur á yfirstandandi ári eru vel viðunandi, ekki síst þegar horft er til hins alþjóðlega ástands. Vöxtur hagkerfisins á Íslandi er athyglisverður í alþjóðlegum samanburði. Þannig eykst landsframleiðslan um 4,4% á þriðja ársfjórðungi og um 1,9% á fjórða ársfjórðungi en báðir þessir ársfjórðungar eru hærri en í öllum löndum ESB, Noregi, Sviss, Bandaríkjunum og Japan. Bendir þetta til þess að á meðan Ísland er að ná sér út úr kreppunni eru mörg ríki enn að kljást við neikvæð hagvaxtaráhrif hennar. Þó ber að hafa í huga að viðvarandi kreppa í helstu viðskiptalöndum okkar getur haft neikvæð áhrif á þróun mála hér.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar