Valur og Fram mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í N1 deild kvenna en leikurinn fer fram í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.30.
Fram vann fyrri deildarleik liðanna á heimavelli, er með tveggja stiga forskot á Val og nægir jafntefli. Fram hefur unnið 13 deildarleiki í röð þar á meðal 26-21 heimasigur á Val.
Valskonur hafa ekki tapað síðan í Safamýrinni í byrjun janúar og eru búnar að vinna 23 leiki í röð í Vodafone-höllinni þar af 6 þeirra á móti Fram. Fram var síðasta liðið til að vinna Val á Hlíðarenda en það var 23. apríl 2010 eða fyrir 705 dögum.
Titill í boði á Hlíðarenda í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti



Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn

Komnir með þrettán stiga forskot
Enski boltinn

Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni
Fótbolti


Lögreglumaður var fótboltabulla í felum
Enski boltinn
