Pressan er á Grindavík og KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2012 06:00 KR-ingar fagna hér titlinum sem þeir unnu síðast vor. Mynd/Anton Úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum þar sem tvö efstu lið deildarkeppninnar, Grindavík og KR, fá Njarðvík og Tindastól í heimsókn. Það búast allir við því að Grindavík og KR komist áfram án mikilla vandræða og fari langt í úrslitakeppninni í ár. Pressan er ekki auðveld viðureignar og undanfarin tvö ár hafa hvorki deildarmeistararnir né Íslandsmeistararnir komist alla leið í úrslitaeinvígið. Grindvíkingar hafa verið í nokkrum sérflokki í deildinni í vetur, tryggðu sér deildarmeistaratitilinn þegar fjórir leikir voru eftir og enduðu með átta stigum meira en næsta lið. Grindavík mætir nágrönnum sínum í Njarðvík í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar unnu báða leikina við Njarðvík, þar af þann seinni með 22 stiga mun í Ljónagryfjunni fyrir aðeins tíu dögum. Sá sigur kom eftir smá hikst en liðið tapaði tveimur leikjum í röð eftir að deildarmeistaratitillinn var í höfn. Það hefur verið beðið lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum í Grindavík en liðið hefur lent fjórum sinnum í öðru sæti síðan félag vann sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil árið 1996. Þetta er í fjórða sinn sem Grindvíkingar mæta í úrslitakeppnina sem deildarmeistarar og heimavallarrétt út alla keppnina. Það hefur ekki skilað Íslandsmeistaratitli í hin þrjú skiptin og liðið féll meira segja út í átta liða úrslitum sem deildarmeistari árið 1998.KR - Grindavík Powerade-bikar karla körfubolti karfa bikarinnDeildarmeistaratitillinn er líka langt frá því að vera ávísun á stóra titilinn því aðeins þrír af síðustu tíu deildarmeisturum hafa orðið Íslandsmeistarar. KR-ingar fá Tindastól í átta liða úrslitunum. KR-ingar eru núverandi Íslandsmeistarar en þurfa að brjóta blað í sögu félagsins ætli þeir að verja titilinn. KR hefur aldrei unnið titilinn tvö ár í röð eftir að úrslitakeppnin var sett á laggirnar og vann síðast tvö ár í röð árið 1979. Reyndar hefur ekki bara KR-ingum gengið illa að verja Íslandsmeistaratitilinn í karlakörfunni því það hefur ekki gerst síðan Keflvíkingar unnu þrjú ár í röð frá 2003 til 2005. KR-ingar lentu í miklum vandræðum í átta liða úrslitunum á árunum 2006 til 2008 og féllu þeir óvænt úr leik á móti ÍR vorið 2008. Síðan þá hafa KR-ingar unnið alla sex leiki sína í átta liða úrslitunum. Það verður ekki auðvelt að sækja sigur á Króknum enda hafa Stólarnir unnið fimm síðustu heimaleiki sína í úrslitakeppni og töpuðu síðast í Síkinu í úrslitakeppni fyrir tíu árum. Eitt af sárustu töpum KR-liðsins í vetur kom einmitt á móti Tindastól á Króknum í undanúrslitaleik bikarsins í febrúarbyrjun. KR-ingar hafa þegar unnið Stólanna einu sinni örugglega eftir það en sá leikur fór fram í DHL-höllinni. Nú bíða margir spenntir eftir því hvernig titilpressan fer í Grindvíkinga og KR-inga að þessu sinni. Liðin hafa allt til alls til að komast langt í ár og sumir sjá í hillingum úrslitaeinvígi eins og það hjá liðunum fyrir þremur árum þegar KR-ingar unnu á síðustu sekúndu í oddaleik. Átta liða úrslitin reyna oft mikið á einbeitingu „betri" liðanna enda þarf bara að vinna tvo leiki og með því að stela sigri í fyrsta leiknum er pressan á hærra skrifaða liðið orðin gífurleg. Hvort það verða óvænt úrslit í kvöld verður hins vegar að koma í ljós. Dominos-deild karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum þar sem tvö efstu lið deildarkeppninnar, Grindavík og KR, fá Njarðvík og Tindastól í heimsókn. Það búast allir við því að Grindavík og KR komist áfram án mikilla vandræða og fari langt í úrslitakeppninni í ár. Pressan er ekki auðveld viðureignar og undanfarin tvö ár hafa hvorki deildarmeistararnir né Íslandsmeistararnir komist alla leið í úrslitaeinvígið. Grindvíkingar hafa verið í nokkrum sérflokki í deildinni í vetur, tryggðu sér deildarmeistaratitilinn þegar fjórir leikir voru eftir og enduðu með átta stigum meira en næsta lið. Grindavík mætir nágrönnum sínum í Njarðvík í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar unnu báða leikina við Njarðvík, þar af þann seinni með 22 stiga mun í Ljónagryfjunni fyrir aðeins tíu dögum. Sá sigur kom eftir smá hikst en liðið tapaði tveimur leikjum í röð eftir að deildarmeistaratitillinn var í höfn. Það hefur verið beðið lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum í Grindavík en liðið hefur lent fjórum sinnum í öðru sæti síðan félag vann sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil árið 1996. Þetta er í fjórða sinn sem Grindvíkingar mæta í úrslitakeppnina sem deildarmeistarar og heimavallarrétt út alla keppnina. Það hefur ekki skilað Íslandsmeistaratitli í hin þrjú skiptin og liðið féll meira segja út í átta liða úrslitum sem deildarmeistari árið 1998.KR - Grindavík Powerade-bikar karla körfubolti karfa bikarinnDeildarmeistaratitillinn er líka langt frá því að vera ávísun á stóra titilinn því aðeins þrír af síðustu tíu deildarmeisturum hafa orðið Íslandsmeistarar. KR-ingar fá Tindastól í átta liða úrslitunum. KR-ingar eru núverandi Íslandsmeistarar en þurfa að brjóta blað í sögu félagsins ætli þeir að verja titilinn. KR hefur aldrei unnið titilinn tvö ár í röð eftir að úrslitakeppnin var sett á laggirnar og vann síðast tvö ár í röð árið 1979. Reyndar hefur ekki bara KR-ingum gengið illa að verja Íslandsmeistaratitilinn í karlakörfunni því það hefur ekki gerst síðan Keflvíkingar unnu þrjú ár í röð frá 2003 til 2005. KR-ingar lentu í miklum vandræðum í átta liða úrslitunum á árunum 2006 til 2008 og féllu þeir óvænt úr leik á móti ÍR vorið 2008. Síðan þá hafa KR-ingar unnið alla sex leiki sína í átta liða úrslitunum. Það verður ekki auðvelt að sækja sigur á Króknum enda hafa Stólarnir unnið fimm síðustu heimaleiki sína í úrslitakeppni og töpuðu síðast í Síkinu í úrslitakeppni fyrir tíu árum. Eitt af sárustu töpum KR-liðsins í vetur kom einmitt á móti Tindastól á Króknum í undanúrslitaleik bikarsins í febrúarbyrjun. KR-ingar hafa þegar unnið Stólanna einu sinni örugglega eftir það en sá leikur fór fram í DHL-höllinni. Nú bíða margir spenntir eftir því hvernig titilpressan fer í Grindvíkinga og KR-inga að þessu sinni. Liðin hafa allt til alls til að komast langt í ár og sumir sjá í hillingum úrslitaeinvígi eins og það hjá liðunum fyrir þremur árum þegar KR-ingar unnu á síðustu sekúndu í oddaleik. Átta liða úrslitin reyna oft mikið á einbeitingu „betri" liðanna enda þarf bara að vinna tvo leiki og með því að stela sigri í fyrsta leiknum er pressan á hærra skrifaða liðið orðin gífurleg. Hvort það verða óvænt úrslit í kvöld verður hins vegar að koma í ljós.
Dominos-deild karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum