Einvígi góðkunningjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2012 07:00 Sigurður Ingimundarson. Mynd/Stefán Seinni tvö einvígin í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla hefjast í kvöld og það er óhætt að segja þjálfarar liðanna þekkist vel. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur og Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eru tveir af reyndustu og sigursælustu mönnunum í sögu úrslitakeppninnar og hafa þegar mæst tíu sinnum í úrslitakeppni. Hinum megin mætast aftur á móti æskuvinirnir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells sem hafa báðir gert lið að meisturunum síðustu þrjú ár. Staðan er 5-5Sigurður Ingimundarson og Teitur Örlygsson mætast í kvöld í ellefta sinn í úrslitakeppni ýmist sem leikmenn eða þjálfarar og staðan er jöfn 5-5 fyrir þetta einvígi. Þetta er þó bara í annað skiptið sem þeir félagar mætast sem þjálfarar því það gerðist í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum fyrir tveimur árum. Stjörnumenn voru þá í sömu stöðu og nú en töpuðu þá í oddaleik á móti lærisveinum Sigurðar í Njarðvík. Síðan Sigurður lagði skóna á hilluna hefur hann unnið þrjú af fimm einvígum þeirra Teits, þar af tvö þau síðustu. Stjörnumenn eru mættir þriðja árið í röð í einvígi liðanna í 4. og 5. sæti en hin einvígin fóru bæði í oddaleik sem vannst í bæði skiptin á útivelli. Það hefur hallað á liðið í fjórða sæti undanfarin ár enda hefur lið númer 5 unnið tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Stjörnumenn hafa farið illa með Keflvíkinga í vetur og unnið þá bæði með glimrandi sóknarleik (107-91 sigur í fyrri leiknum í Garðabæ) og með frábærum varnarleik (94-69 sigur í seinni leiknum í Keflavík). Bæði unnu liðin 14 leiki og því má búast við einvígi tveggja jafnra liða en innbyrðisviðureignirnar benda til þess að Stjörnumenn hafi forskot í því hvernig liðin vega upp á móti hvoru öðru. 1972-þjálfaraárangurinn í KRBenedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru báðir fæddir árið 1972 og aldir upp í KR en svo skemmtilega vill til að þjálfarar síðustu þriggja Íslandsmeistara eiga það allir sameiginlegt að vera úr 1972-árganginum í KR. Hrafn Kristjánsson, þjálfari núverandi Íslandsmeistara KR er einnig úr þeim öfluga þjálfaraárgangi úr Vesturbænum. Innbyrðisleikir Þórs og Snæfells voru æsispennandi, Snæfell vann þann fyrri í Hólminum í framlengingu þar sem Hólmarar jöfnuðu í lokin en Þór vann þann seinni í Þorlákshöfn á flautukörfu. Fyrstu skrefin hjá ÞórNýliðar Þórs úr Þorlákshöfn verða í kvöld átjánda félagið sem tekur þátt í úrslitakeppninni en það er ekki hægt að segja að það sé algengt að félag vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. Það hefur sem dæmi aðeins gerst einu sinni frá árinu 1995 og svo skemmtilega vill til að þjálfari Fjölnismanna, sem unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni vorið 2005, var einmitt Benedikt Guðmundsson, núverandi þjálfari Þórsliðsins. Hin átta liðin sem hafa stigið sín fyrstu skref í úrslitakeppni undanfarin 17 ár hafa öll tapað sínum fyrsta leik. Snæfell varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum en þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum síðan þá á liðið í ár það sameiginlegt með 2010-liðinu að koma inn í úrslitakeppnina í sjötta sæti. Sjötta sætið reyndist vel síðastÞað boðar þó kannski ekki gott fyrir nokkra aðra en Snæfellinga því ekkert annað lið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa komið inn í sjötta sætinu. Ingi Þór Steinþórsson er jafnframt eini þjálfarinn sem hefur gert lið að Íslandsmeisturum án þess að hafa heimavallarrétt í átta liða úrslitunum. Ingi var einnig þjálfari KR-liðsins sem varð meistari vorið 2000 eftir að hafa komið inn í fimmta sæti. Það verður örugglega erfitt hjá þjálfurunum fjórum að koma hverjum öðrum mikið á óvart í komandi leikjum en það má búast við spennandi leikjum þar sem öll fjögur liðin telja sig eiga mjög góða möguleika á að komast áfram í undanúrslitin. Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Seinni tvö einvígin í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla hefjast í kvöld og það er óhætt að segja þjálfarar liðanna þekkist vel. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur og Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eru tveir af reyndustu og sigursælustu mönnunum í sögu úrslitakeppninnar og hafa þegar mæst tíu sinnum í úrslitakeppni. Hinum megin mætast aftur á móti æskuvinirnir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells sem hafa báðir gert lið að meisturunum síðustu þrjú ár. Staðan er 5-5Sigurður Ingimundarson og Teitur Örlygsson mætast í kvöld í ellefta sinn í úrslitakeppni ýmist sem leikmenn eða þjálfarar og staðan er jöfn 5-5 fyrir þetta einvígi. Þetta er þó bara í annað skiptið sem þeir félagar mætast sem þjálfarar því það gerðist í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum fyrir tveimur árum. Stjörnumenn voru þá í sömu stöðu og nú en töpuðu þá í oddaleik á móti lærisveinum Sigurðar í Njarðvík. Síðan Sigurður lagði skóna á hilluna hefur hann unnið þrjú af fimm einvígum þeirra Teits, þar af tvö þau síðustu. Stjörnumenn eru mættir þriðja árið í röð í einvígi liðanna í 4. og 5. sæti en hin einvígin fóru bæði í oddaleik sem vannst í bæði skiptin á útivelli. Það hefur hallað á liðið í fjórða sæti undanfarin ár enda hefur lið númer 5 unnið tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Stjörnumenn hafa farið illa með Keflvíkinga í vetur og unnið þá bæði með glimrandi sóknarleik (107-91 sigur í fyrri leiknum í Garðabæ) og með frábærum varnarleik (94-69 sigur í seinni leiknum í Keflavík). Bæði unnu liðin 14 leiki og því má búast við einvígi tveggja jafnra liða en innbyrðisviðureignirnar benda til þess að Stjörnumenn hafi forskot í því hvernig liðin vega upp á móti hvoru öðru. 1972-þjálfaraárangurinn í KRBenedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru báðir fæddir árið 1972 og aldir upp í KR en svo skemmtilega vill til að þjálfarar síðustu þriggja Íslandsmeistara eiga það allir sameiginlegt að vera úr 1972-árganginum í KR. Hrafn Kristjánsson, þjálfari núverandi Íslandsmeistara KR er einnig úr þeim öfluga þjálfaraárgangi úr Vesturbænum. Innbyrðisleikir Þórs og Snæfells voru æsispennandi, Snæfell vann þann fyrri í Hólminum í framlengingu þar sem Hólmarar jöfnuðu í lokin en Þór vann þann seinni í Þorlákshöfn á flautukörfu. Fyrstu skrefin hjá ÞórNýliðar Þórs úr Þorlákshöfn verða í kvöld átjánda félagið sem tekur þátt í úrslitakeppninni en það er ekki hægt að segja að það sé algengt að félag vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. Það hefur sem dæmi aðeins gerst einu sinni frá árinu 1995 og svo skemmtilega vill til að þjálfari Fjölnismanna, sem unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni vorið 2005, var einmitt Benedikt Guðmundsson, núverandi þjálfari Þórsliðsins. Hin átta liðin sem hafa stigið sín fyrstu skref í úrslitakeppni undanfarin 17 ár hafa öll tapað sínum fyrsta leik. Snæfell varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum en þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum síðan þá á liðið í ár það sameiginlegt með 2010-liðinu að koma inn í úrslitakeppnina í sjötta sæti. Sjötta sætið reyndist vel síðastÞað boðar þó kannski ekki gott fyrir nokkra aðra en Snæfellinga því ekkert annað lið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa komið inn í sjötta sætinu. Ingi Þór Steinþórsson er jafnframt eini þjálfarinn sem hefur gert lið að Íslandsmeisturum án þess að hafa heimavallarrétt í átta liða úrslitunum. Ingi var einnig þjálfari KR-liðsins sem varð meistari vorið 2000 eftir að hafa komið inn í fimmta sæti. Það verður örugglega erfitt hjá þjálfurunum fjórum að koma hverjum öðrum mikið á óvart í komandi leikjum en það má búast við spennandi leikjum þar sem öll fjögur liðin telja sig eiga mjög góða möguleika á að komast áfram í undanúrslitin.
Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira