Hittust fyrst rétt fyrir leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2012 09:00 hárprúður í stað hairston Joseph Henley átti góða innkomu í leik Þórs og KR þrátt fyrir að hafa lent í Keflavík rúmum tveimur tímum fyrir leik.mynd/jón björn Bandaríkjamaðurinn Joseph Henley var búinn að vera á landinu í rúmar tvær klukkustundir þegar hann spilaði í leik Þórs frá Þorlákshöfn og KR á fimmtudagskvöldið. "Ekki óskastaða fyrir neitt félag,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Það ráku margir upp stór augu þegar Bandaríkjamaðurinn Joseph Henley birtist allt í einu á gólfi Icelandic Glacial-hallarinnar í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöldið, klæddur í Þórsbúninginn og klár í slaginn í mikilvægan leik gegn KR í úrslitakeppninni í Iceland Express-deild karla. Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, hafði þá fengið Henley til landsins með skömmum fyrirvara en hann fékk þær fréttir daginn fyrir leik að Matthew Hairston myndi ekki spila meira á tímabilinu. „Þá voru góð ráð dýr. Ég settist niður fyrir framan tölvuna og reyndi að redda einhverju. Ég vissi af þessum strák og þremur tímum síðar var hann búinn að samþykkja að koma," sagði Benedikt. Henley lenti á Keflavíkurflugvelli laust fyrir klukkan fimm í gær og var kominn til Þorlákshafnar um sexleytið. Hann hitti þjálfarann í fyrsta sinn 45 mínútum fyrir leikinn sem Þórsarar svo unnu örugglega. „Það var ágætt að hann komst til landsins í tæka tíð en það var ekki haft neitt sérstaklega fyrir því. Ef hann hefði ekki komist hefði þurft að hafa það – við hinir vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir leikinn," segir Benedikt. Hairston hefur haft mikilvægu hlutverki að gegna í vetur en meiðsli hafa verið að plaga hann síðastliðnar vikur. Hann reyndi þó að þrauka fyrsta leikinn í einvígi KR og Þórs. „Hann hafði meiðst illa á hælnum og bæklunarlæknir sagði að meiðslin væru orðin það slæm að sprautumeðferð myndi engu bjarga. Hann þyrfti einfaldlega að hvíla í um átta vikur," segir Benedikt. „Henley var að spila með liði í Þýskalandi en tímabilinu hans þar var lokið. Hann vildi koma – aðallega til að sanna sig fyrir næsta ár. Ég sagði honum því bara að drífa sig og að við skyldum skoða hann í úrslitakeppninni." Henley skilaði sínu. Hann skoraði þrettán stig og tók sex fráköst á 26 mínútum sem er nánast sama tölfræði og hann hafði að meðaltali í Þýskalandi í vetur. „Okkur gekk vel í leiknum og því gat ég leyft honum að vera lengur inni á en ég hafði annars gert. Ég var þó ekki að stóla á hann en hann studdi vel við aðra leikmenn og gerði sitt vel." KR-ingar taka svo á móti lærisveinum Benedikts á heimavelli sínum annað kvöld og vill þjálfarinn ekki segja hvaða væntingar hann hafi til Henley. „Ég sé kannski betur á fyrstu æfingunni hans í kvöld hvað hann hefur fram að færa," sagði Benedikt í léttum dúr en viðtalið var tekið fyrir æfinguna í gær. Staðan í rimmu KR og Þórs er jöfn, 1-1. „Við vorum nálægt sigrinum í fyrsta leiknum, tókum þá í næsta leik og við höfum ekkert að óttast fyrir þriðja leikinn. Ég þarf bara að passa upp á að menn haldi ekki að þeir séu orðnir betri en KR-ingarnir. Þeir eru með stóra liðið í seríunni og langflestir sem reikna með sigri þeirra. Við þurfum bara að halda okkur við það sem við höfum gert." Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Joseph Henley var búinn að vera á landinu í rúmar tvær klukkustundir þegar hann spilaði í leik Þórs frá Þorlákshöfn og KR á fimmtudagskvöldið. "Ekki óskastaða fyrir neitt félag,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Það ráku margir upp stór augu þegar Bandaríkjamaðurinn Joseph Henley birtist allt í einu á gólfi Icelandic Glacial-hallarinnar í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöldið, klæddur í Þórsbúninginn og klár í slaginn í mikilvægan leik gegn KR í úrslitakeppninni í Iceland Express-deild karla. Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, hafði þá fengið Henley til landsins með skömmum fyrirvara en hann fékk þær fréttir daginn fyrir leik að Matthew Hairston myndi ekki spila meira á tímabilinu. „Þá voru góð ráð dýr. Ég settist niður fyrir framan tölvuna og reyndi að redda einhverju. Ég vissi af þessum strák og þremur tímum síðar var hann búinn að samþykkja að koma," sagði Benedikt. Henley lenti á Keflavíkurflugvelli laust fyrir klukkan fimm í gær og var kominn til Þorlákshafnar um sexleytið. Hann hitti þjálfarann í fyrsta sinn 45 mínútum fyrir leikinn sem Þórsarar svo unnu örugglega. „Það var ágætt að hann komst til landsins í tæka tíð en það var ekki haft neitt sérstaklega fyrir því. Ef hann hefði ekki komist hefði þurft að hafa það – við hinir vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir leikinn," segir Benedikt. Hairston hefur haft mikilvægu hlutverki að gegna í vetur en meiðsli hafa verið að plaga hann síðastliðnar vikur. Hann reyndi þó að þrauka fyrsta leikinn í einvígi KR og Þórs. „Hann hafði meiðst illa á hælnum og bæklunarlæknir sagði að meiðslin væru orðin það slæm að sprautumeðferð myndi engu bjarga. Hann þyrfti einfaldlega að hvíla í um átta vikur," segir Benedikt. „Henley var að spila með liði í Þýskalandi en tímabilinu hans þar var lokið. Hann vildi koma – aðallega til að sanna sig fyrir næsta ár. Ég sagði honum því bara að drífa sig og að við skyldum skoða hann í úrslitakeppninni." Henley skilaði sínu. Hann skoraði þrettán stig og tók sex fráköst á 26 mínútum sem er nánast sama tölfræði og hann hafði að meðaltali í Þýskalandi í vetur. „Okkur gekk vel í leiknum og því gat ég leyft honum að vera lengur inni á en ég hafði annars gert. Ég var þó ekki að stóla á hann en hann studdi vel við aðra leikmenn og gerði sitt vel." KR-ingar taka svo á móti lærisveinum Benedikts á heimavelli sínum annað kvöld og vill þjálfarinn ekki segja hvaða væntingar hann hafi til Henley. „Ég sé kannski betur á fyrstu æfingunni hans í kvöld hvað hann hefur fram að færa," sagði Benedikt í léttum dúr en viðtalið var tekið fyrir æfinguna í gær. Staðan í rimmu KR og Þórs er jöfn, 1-1. „Við vorum nálægt sigrinum í fyrsta leiknum, tókum þá í næsta leik og við höfum ekkert að óttast fyrir þriðja leikinn. Ég þarf bara að passa upp á að menn haldi ekki að þeir séu orðnir betri en KR-ingarnir. Þeir eru með stóra liðið í seríunni og langflestir sem reikna með sigri þeirra. Við þurfum bara að halda okkur við það sem við höfum gert."
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira