Körfubolti

Þriðji oddaleikurinn á 4 árum?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Salbjörg Sævarsdóttir berjast hér um boltann í leik 3.fréttablaðið/hag
Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Salbjörg Sævarsdóttir berjast hér um boltann í leik 3.fréttablaðið/hag
Njarðvíkurkonur fá í dag annað tækifæri til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni þegar þær heimsækja Hauka í Schenker-höllinni á Ásvöllum.

Leikurinn hefst klukkan 16.00 en staðan í úrslitaeinvíginu er 2-1 fyrir Njarðvík eftir dramatískan endurkomusigur Haukakvenna í Ljónagryfjunni á miðvikudaginn var. Njarðvík vann tvo fyrstu leikina með því að eiga frábæran lokaleikhluta og það hefur því verið spenna í öllum leikjunum.

Njarðvíkurkonur töpuðu 3-0 í úrslitunum í fyrra en eru á góðri leið með að breyta silfri í gull og þær ættu að eiga góðar minningar frá Ásvöllum þar sem þær hafa unnið þrjá nokkuð sannfærandi sigra á þessu tímabili.

Haukasigur þýðir oddaleik í Ljónagryfjunni á þriðjudaginn kemur en það yrði þá þriðji oddaleikurinn um Íslandsmeistaratitil kvenna á síðustu fjórum árum. Haukakonur unnu KR í oddaleik 2009 og KR-konur unnu Hamar í oddaleik árið eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×