Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja langt komin! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 17. apríl 2012 06:00 Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins er fróðleg samantekt um fyrirtækjaumhverfið á Íslandi. Hún staðfestir sem betur fer að umtalsverð breyting til batnaðar hefur orðið nú síðustu misserin við endurskipulagningu 120 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi. Þannig voru bankarnir með ráðandi stöðu í 27% af þessum fyrirtækjum nú í ársbyrjun 2012 samanborið við 68% árið 2009 og 46% í upphafi árs 2011. Mikið hefur því gerst á tiltölulega stuttum tíma og það er gleðilegt. Enn er þó vitaskuld talsvert óunnið í þessum efnum. Með sama áframhaldi ætti þetta hlutfall þó að verða komið enn neðar í lok ársins og við að nálgast hreint borð. Bein ítök bankanna minnka þá enn frekar án þess að með því sé sagt að lánardrottnar þeirra eigi ekki áfram að veita þeim aðhald. Þótt jákvætt sé að ítök bankanna séu að minnka bendir Samkeppniseftirlitið réttilega á að skuldsetning fyrirtækjanna sé að meðaltali enn há í alþjóðlegum samanburði. Skuldamargfaldarar eru þó nokkuð mismunandi eftir atvinnugreinum eins og gengur. Of mikil skuldsetning getur dregið kraftinn úr fyrirtækjunum og gert þau viðkvæmari fyrir áföllum. Það er því mikilvægt fyrir bankana að útskrifa ekki fyrirtækin eftir endurskipulagningu óhóflega skuldsett. Slíkt gæti reynst skammgóður vermir, skaðað bankana sjálfa til lengdar og orðið dragbítur á hagvöxt.Lykilfyrirtæki standa mörg sterkt Sem betur fer eru mörg burðarfyrirtæki í mikilvægum atvinnugreinum að ná vopnum sínum og að komast í þá stöðu að geta fjárfest og vaxið. Því fylgir að þau þessara fyrirtækja sem á því þurfa að halda geta betur fjármagnað sig hjá erlendum bönkum. Slíkt er nauðsynlegt fyrir stór útflutnings- og framleiðslufyrirtæki með alþjóðlega starfsemi. Mörg þekkingar- og sprotafyrirtæki eru á mikilli siglingu og hafa nýtt sér vel lágt gengi krónunnar og meira olnbogarými en á árunum fyrir hrun. Ljóst er að fjárhagsstaða margra stærstu og almennt vel rekinna sjávarútvegsfyrirtækja hefur batnað til mikilla muna síðustu þrjú árin. Hvað mestur er þó krafturinn í ferðaþjónustutengdum greinum nú um stundir. Fjölmörg önnur mikilvæg fyrirtæki í verslun, þjónustu og iðnaði hafa einnig farið í gegnum endurskipulagningu og eru að komast í rekstrarhæft form á nýjan leik. Almennt miðar því í rétta átt í þessum efnum og aukinn skriðþungi hefur komist á fjárhagslega endurskipulagningu atvinnulífsins sl. ár. Mjög fróðlegt væri að fá greiningu af svipuðum toga frá Samkeppniseftirlitinu hvað snertir skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja og árangrinum af „beinu brautinni" svokölluðu. Ekki svo að skilja að standi á Samkeppniseftirlitinu í þeim efnum ef fjármunir væru til staðar.Litlar breytingar á skipulagi markaða áhyggjuefni Innan við 10% af 120 stærstu fyrirtækjunum hafa farið í gegnum gjaldþrot eða nauðasamninga samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt kemur fram að einungis eitt fyrirtæki af þessum 120 er ekki lengur til sem slíkt í dag. Það er athyglisverð staðreynd í ljósi hrunsins 2008 og þess hversu skelfilega laskaður fjárhagur velflestra fyrirtækjanna þá var. Áhersla bankanna hefur því augljóslega verið á að endurskipuleggja fjárhagslega þau fyrirtæki sem lentu í kröggum frekar en að setja þau í þrot. Á þessu geta verið ýmsar hliðar sé horft til samkeppnissjónarmiða, en enginn vafi er á því í huga undirritaðs að með þessu hafa bjargast mikil verðmæti og ófá störf. Í ljósi þess að íslenskt viðskiptalíf hefur lengi einkennst af fákeppni á mörgum sviðum er þó ástæða til að slá ýmsa varnagla. Auðvitað skýrist það meðal annars af fámenninu, landfræðilegum aðstæðum o.fl. en breytir ekki um eðli við það. Tengsl stórfyrirtækja, sérhagsmunahópa og stjórnmála hafa auk þess verið of mikil á síðustu árum og áratugum og hollt að minnast þess hvert slíkt getur leitt, sbr. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Í því ljósi m.a. hefur það ýmsa kosti að erlend fyrirtæki hasli sér frekari völl hér á landi til að efla samkeppni og slá á kunningja- og hagsmunatengslin. Þetta sjáum við tekið að gerast eins og dæmin um Bauhaus, Bygma, MP banka og EasyJet sanna. Í sama anda gæti það verið áhugavert ef t.d. einn af stóru bönkunum kæmist í eignatengsl við traust erlent fjármálafyrirtæki á næstunni. Að öllu samanlögðu má því segja að ferskari vindar séu teknir að blása um efnahagslífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins er fróðleg samantekt um fyrirtækjaumhverfið á Íslandi. Hún staðfestir sem betur fer að umtalsverð breyting til batnaðar hefur orðið nú síðustu misserin við endurskipulagningu 120 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi. Þannig voru bankarnir með ráðandi stöðu í 27% af þessum fyrirtækjum nú í ársbyrjun 2012 samanborið við 68% árið 2009 og 46% í upphafi árs 2011. Mikið hefur því gerst á tiltölulega stuttum tíma og það er gleðilegt. Enn er þó vitaskuld talsvert óunnið í þessum efnum. Með sama áframhaldi ætti þetta hlutfall þó að verða komið enn neðar í lok ársins og við að nálgast hreint borð. Bein ítök bankanna minnka þá enn frekar án þess að með því sé sagt að lánardrottnar þeirra eigi ekki áfram að veita þeim aðhald. Þótt jákvætt sé að ítök bankanna séu að minnka bendir Samkeppniseftirlitið réttilega á að skuldsetning fyrirtækjanna sé að meðaltali enn há í alþjóðlegum samanburði. Skuldamargfaldarar eru þó nokkuð mismunandi eftir atvinnugreinum eins og gengur. Of mikil skuldsetning getur dregið kraftinn úr fyrirtækjunum og gert þau viðkvæmari fyrir áföllum. Það er því mikilvægt fyrir bankana að útskrifa ekki fyrirtækin eftir endurskipulagningu óhóflega skuldsett. Slíkt gæti reynst skammgóður vermir, skaðað bankana sjálfa til lengdar og orðið dragbítur á hagvöxt.Lykilfyrirtæki standa mörg sterkt Sem betur fer eru mörg burðarfyrirtæki í mikilvægum atvinnugreinum að ná vopnum sínum og að komast í þá stöðu að geta fjárfest og vaxið. Því fylgir að þau þessara fyrirtækja sem á því þurfa að halda geta betur fjármagnað sig hjá erlendum bönkum. Slíkt er nauðsynlegt fyrir stór útflutnings- og framleiðslufyrirtæki með alþjóðlega starfsemi. Mörg þekkingar- og sprotafyrirtæki eru á mikilli siglingu og hafa nýtt sér vel lágt gengi krónunnar og meira olnbogarými en á árunum fyrir hrun. Ljóst er að fjárhagsstaða margra stærstu og almennt vel rekinna sjávarútvegsfyrirtækja hefur batnað til mikilla muna síðustu þrjú árin. Hvað mestur er þó krafturinn í ferðaþjónustutengdum greinum nú um stundir. Fjölmörg önnur mikilvæg fyrirtæki í verslun, þjónustu og iðnaði hafa einnig farið í gegnum endurskipulagningu og eru að komast í rekstrarhæft form á nýjan leik. Almennt miðar því í rétta átt í þessum efnum og aukinn skriðþungi hefur komist á fjárhagslega endurskipulagningu atvinnulífsins sl. ár. Mjög fróðlegt væri að fá greiningu af svipuðum toga frá Samkeppniseftirlitinu hvað snertir skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja og árangrinum af „beinu brautinni" svokölluðu. Ekki svo að skilja að standi á Samkeppniseftirlitinu í þeim efnum ef fjármunir væru til staðar.Litlar breytingar á skipulagi markaða áhyggjuefni Innan við 10% af 120 stærstu fyrirtækjunum hafa farið í gegnum gjaldþrot eða nauðasamninga samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt kemur fram að einungis eitt fyrirtæki af þessum 120 er ekki lengur til sem slíkt í dag. Það er athyglisverð staðreynd í ljósi hrunsins 2008 og þess hversu skelfilega laskaður fjárhagur velflestra fyrirtækjanna þá var. Áhersla bankanna hefur því augljóslega verið á að endurskipuleggja fjárhagslega þau fyrirtæki sem lentu í kröggum frekar en að setja þau í þrot. Á þessu geta verið ýmsar hliðar sé horft til samkeppnissjónarmiða, en enginn vafi er á því í huga undirritaðs að með þessu hafa bjargast mikil verðmæti og ófá störf. Í ljósi þess að íslenskt viðskiptalíf hefur lengi einkennst af fákeppni á mörgum sviðum er þó ástæða til að slá ýmsa varnagla. Auðvitað skýrist það meðal annars af fámenninu, landfræðilegum aðstæðum o.fl. en breytir ekki um eðli við það. Tengsl stórfyrirtækja, sérhagsmunahópa og stjórnmála hafa auk þess verið of mikil á síðustu árum og áratugum og hollt að minnast þess hvert slíkt getur leitt, sbr. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Í því ljósi m.a. hefur það ýmsa kosti að erlend fyrirtæki hasli sér frekari völl hér á landi til að efla samkeppni og slá á kunningja- og hagsmunatengslin. Þetta sjáum við tekið að gerast eins og dæmin um Bauhaus, Bygma, MP banka og EasyJet sanna. Í sama anda gæti það verið áhugavert ef t.d. einn af stóru bönkunum kæmist í eignatengsl við traust erlent fjármálafyrirtæki á næstunni. Að öllu samanlögðu má því segja að ferskari vindar séu teknir að blása um efnahagslífið.
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar