Þórsarar eru engir venjulegir nýliðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2012 06:00 Darrin Govens hefur skorað 27,7 stig í leik og hitt úr 60 prósentum af þriggja stiga skotum sínum (12 af 20) í þremur fyrstu leikjum einvígisins á móti KR. Mynd/Valli Þórsarar úr Þorlákshöfn halda áfram að skrifa söguna á sínu fyrsta ári í úrslitakeppni karla en þeir eru komnir í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í undanúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Í kvöld er sæti í lokaúrslitunum í boði þegar KR-ingar þurfa að berjast fyrir lífi sínu í Icelandic Glacial-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. KR vann fyrsta leikinn en Þórsliðið hefur unnið tvo síðustu leikina örugglega. Með því urðu lærisveinarnir hans Benedikts Guðmundssonar fyrstu nýliðarnir í sögu úrslitakeppni karla til þess að vinna tvo leiki í röð í úrslitakeppni. Þeir voru einnig fyrstir til þess að vinna leik í undanúrslitum síðan úrslitakeppnin varð að átta liða keppni árið 1994 en auk þess að vera nýliðar þá er þetta einnig í fyrsta sinn frá upphafi sem Þórsarar eiga lið í úrslitakeppninni. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsliðsins, var reyndar nálægt því að afreka þetta með Fjölni fyrir sjö árum. Fjölnir vann þá oddaleik á móti Skallagrími í átta liða úrslitunum en tapaði síðan í framlengingu á móti Snæfelli í fyrsta leik í undanúrslitum. Nú er Benedikt á góðri leið með að slá út sína gömlu lærisveina í KR. Tapi KR-ingar í kvöld eru þeir komnir í sumarfrí en þeir yrðu þá fjórðu Íslandsmeistararnir í röð sem detta út úr undanúrslitunum árið eftir. Íslandsmeistarar hafa ekki komist í lokaúrslitin árið eftir síðan Njarðvíkingar gerðu það 2007 en síðastir til að verja Íslandsmeisaratitilinn voru Keflvíkingar þegar þeir unnu þrjú ár í röð frá 2003 til 2005. Sigurleikir nýliða og næsti leikur á eftir:Mynd/ValliÍA Undanúrslit 1994 91-80 sigur á Grindavík í framlenginu í leik tvö Næsti: 77-94 tap fyrir Grindavík í oddaleikBreiðablik 8 liða úrslit 2002 73-70 sigur á Njarðvík í leik tvö Næsti: 92-99 tap fyrir Njarðvík í oddaleikFjölnir 8 liða úrslit 2005 76-74 sigur á Skallagrími í leik eitt Næsti: 81-93 tap fyrir Skallagrími í leik tvöSkallagrímur 8 liða úrslit 2005 93-81 sigur á Fjölni í leik tvö Næsti: 70-72 tap fyrir Fjölni í oddaleikFjölnir 8 liða úrslit 2005 72-70 sigur á Skallagrími í oddaleik Næsti: 101-103 tap fyrir Snæfelli í framlengdum leik eitt í undanúrslitumHaukar 8 liða úrslit 2011 77-67 sigur á Snæfelli í leik tvö Næsti: 73-87 tap fyrir Snæfelli í oddaleikÞór Þorlákshöfn 8 liða úrslit 2012 82-77 sigur á Snæfelli í leik eitt Næsti: 84-94 tap fyrir Snæfelli í leik tvöÞór Þorlákshöfn 8 liða úrslit 2012 72-65 sigur á Snæfelli í oddaleik Næsti: 79-82 tap fyrir KR í leik eitt í undanúrslitumÞór Þorlákshöfn Undanúrslit 2012 94-76 sigur á KR í leik tvö Næsti: 100-86 sigur á KR í leik þrjú Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Þórsarar úr Þorlákshöfn halda áfram að skrifa söguna á sínu fyrsta ári í úrslitakeppni karla en þeir eru komnir í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í undanúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Í kvöld er sæti í lokaúrslitunum í boði þegar KR-ingar þurfa að berjast fyrir lífi sínu í Icelandic Glacial-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. KR vann fyrsta leikinn en Þórsliðið hefur unnið tvo síðustu leikina örugglega. Með því urðu lærisveinarnir hans Benedikts Guðmundssonar fyrstu nýliðarnir í sögu úrslitakeppni karla til þess að vinna tvo leiki í röð í úrslitakeppni. Þeir voru einnig fyrstir til þess að vinna leik í undanúrslitum síðan úrslitakeppnin varð að átta liða keppni árið 1994 en auk þess að vera nýliðar þá er þetta einnig í fyrsta sinn frá upphafi sem Þórsarar eiga lið í úrslitakeppninni. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsliðsins, var reyndar nálægt því að afreka þetta með Fjölni fyrir sjö árum. Fjölnir vann þá oddaleik á móti Skallagrími í átta liða úrslitunum en tapaði síðan í framlengingu á móti Snæfelli í fyrsta leik í undanúrslitum. Nú er Benedikt á góðri leið með að slá út sína gömlu lærisveina í KR. Tapi KR-ingar í kvöld eru þeir komnir í sumarfrí en þeir yrðu þá fjórðu Íslandsmeistararnir í röð sem detta út úr undanúrslitunum árið eftir. Íslandsmeistarar hafa ekki komist í lokaúrslitin árið eftir síðan Njarðvíkingar gerðu það 2007 en síðastir til að verja Íslandsmeisaratitilinn voru Keflvíkingar þegar þeir unnu þrjú ár í röð frá 2003 til 2005. Sigurleikir nýliða og næsti leikur á eftir:Mynd/ValliÍA Undanúrslit 1994 91-80 sigur á Grindavík í framlenginu í leik tvö Næsti: 77-94 tap fyrir Grindavík í oddaleikBreiðablik 8 liða úrslit 2002 73-70 sigur á Njarðvík í leik tvö Næsti: 92-99 tap fyrir Njarðvík í oddaleikFjölnir 8 liða úrslit 2005 76-74 sigur á Skallagrími í leik eitt Næsti: 81-93 tap fyrir Skallagrími í leik tvöSkallagrímur 8 liða úrslit 2005 93-81 sigur á Fjölni í leik tvö Næsti: 70-72 tap fyrir Fjölni í oddaleikFjölnir 8 liða úrslit 2005 72-70 sigur á Skallagrími í oddaleik Næsti: 101-103 tap fyrir Snæfelli í framlengdum leik eitt í undanúrslitumHaukar 8 liða úrslit 2011 77-67 sigur á Snæfelli í leik tvö Næsti: 73-87 tap fyrir Snæfelli í oddaleikÞór Þorlákshöfn 8 liða úrslit 2012 82-77 sigur á Snæfelli í leik eitt Næsti: 84-94 tap fyrir Snæfelli í leik tvöÞór Þorlákshöfn 8 liða úrslit 2012 72-65 sigur á Snæfelli í oddaleik Næsti: 79-82 tap fyrir KR í leik eitt í undanúrslitumÞór Þorlákshöfn Undanúrslit 2012 94-76 sigur á KR í leik tvö Næsti: 100-86 sigur á KR í leik þrjú
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira