Talsamband við útlönd Katrín Jakobsdóttir skrifar 7. maí 2012 06:00 Mér finnst gaman að vera kominn hingað, en það veit enginn um þennan stað," sagði hinn heimsfrægi djasstónlistarmaður Chick Corea á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu á dögunum. Hann var nokkuð hissa á húsinu og landinu. Listamaðurinn tók vissulega nokkuð djúpt í árinni en víst er Ísland lítið land og alls ekki sjálfgefið að hinn stóri heimur viti af okkur hér í hafinu, jafnvel þó um sé að ræða víðsýnt fólk. Ísland hefur ýmislegt fram að færa. Skal þar fyrst telja náttúruna sem við verðum að standa vörð um fyrir komandi kynslóðir, gesti okkar og okkur sjálf. Nálægðin við óbeislaða náttúru, sjávarsíðuna, víðerni og fjallaloft má svo sannarlega flokka til forréttinda á nýrri öld. Eftirspurnin eftir því að koma til Íslands er einnig til staðar, það sést best á þeirri fjölgun erlendra ferðamanna sem orðið hefur á undanförnum árum og þeim fjölgar enn. Stoðirnar sem ferðaþjónustan byggir á eru nokkrar. Flugsamgöngur þurfa að vera tryggar og aðstaða til að taka á móti gestunum til staðar. Reynslan af heimsókninni þarf að vera ánægjuleg og upplifunin þannig að gesturinn greini frá henni þegar heim er komið. Þeir sem ferðast um landið hafa frá ýmsu að segja en dvölin veltur hins vegar á tveimur atriðum, náttúru og menningu. Menningarlífið á Íslandi er öflugt og í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hefur það náð að standa af sér áföll og niðurskurð. Stuðning við menningarstofnanir og listir í landinu þarf þó að byggja upp aftur til framtíðar. Rökin fyrir því er fyrst og fremst að finna í menningunni sjálfri sem veitir okkur lífsfyllingu og ánægju en listir og menning treysta einnig fjölbreytt atvinnulíf þar sem sköpun verður sífellt mikilvægari þáttur. Kynning á íslenskum listumHvað menningu varðar er einkar mikilvægt að við látum vita af okkur úti í hinum stóra heimi, enda höfum við margt fram að færa. Alþjóðlegt samstarf og samskipti eru mikilvæg svo að þeir sem starfa á vettvangi menningar og lista fái erlendan samanburð til að þroskast og dafna. Nefna má fjölmörg dæmi um að íslenskir listamenn nái góðum árangri með verkum sínum erlendis þessi misserin. Útgáfa á íslenskum samtímabókmenntum er með miklum blóma, tónlistarmenn vekja athygli og aðdáun og ferðast um heiminn til að syngja og leika, myndlistarmenn ná í auknum mæli að byggja tengslanet sín við erlenda sýningarsali og hátíðir og þannig mætti lengi telja. Stuðningur stjórnvalda skiptir miklu máli í þessu sambandi og hann hefur einkum farið fram í gegnum kynningarmiðstöðvar listgreinanna sem komist hafa á laggirnar á undanförnum árum. Kvikmyndamiðstöð Íslands ýtir undir markaðssetningu og kynningu á kvikmyndum, ÚTÓN hefur eflt útflutning á íslenskri tónlist, Hönnunarmiðstöð hefur náð að byggja upp HönnunarMars í Reykjavík sem vakið hefur alþjóðlega athygli og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar hefur haldið vel utan um þátttöku Íslands á myndlistartvíæringnum í Feneyjum, svo ágæt dæmi séu nefnd. Stuðning við kynningu á íslenskum bókmenntum stendur til að efla með tilkomu nýrrar miðstöðvar um þær og einnig er í frumvarpi til sviðslistalaga gert ráð fyrir stofnun kynningarmiðstöðvar um íslenskar sviðslistir. Mikilvægt er að kanna hvort þessum aðilum kunni að reynast betur til framtíðar að hafa með sér samstarf eða nánari samvinnu því að listgreinarnar styðja hvor aðra eins og menn vita. Stuðningur stjórnvalda við kynningu á íslenskum listum á erlendri grund þarf að vera byggður á faglegum forsendum og þar gegnir þekking þeirra sem stýra miðstöðvunum lykilmáli. Þær þarf að efla um leið og tryggt er að stuðningurinn sé í takt við þá fjölbreytni og kraft sem finna má í íslensku menningarlífi. Verkefnið skiptir ekki aðeins listamenn máli, heldur okkur öll. Menning og listir leggja til sjálfsmyndar þjóðarinnar og efla sköpunarkraft með henni, veita okkur og gestum okkar ánægju og innblástur. Veröldin er stór, þjóðirnar margar og möguleikarnir endalausir. Látum fleiri vita af okkur og okkar kraftmiklu listum. Íslenskar listir eiga erindi við heimsbyggðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Mér finnst gaman að vera kominn hingað, en það veit enginn um þennan stað," sagði hinn heimsfrægi djasstónlistarmaður Chick Corea á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu á dögunum. Hann var nokkuð hissa á húsinu og landinu. Listamaðurinn tók vissulega nokkuð djúpt í árinni en víst er Ísland lítið land og alls ekki sjálfgefið að hinn stóri heimur viti af okkur hér í hafinu, jafnvel þó um sé að ræða víðsýnt fólk. Ísland hefur ýmislegt fram að færa. Skal þar fyrst telja náttúruna sem við verðum að standa vörð um fyrir komandi kynslóðir, gesti okkar og okkur sjálf. Nálægðin við óbeislaða náttúru, sjávarsíðuna, víðerni og fjallaloft má svo sannarlega flokka til forréttinda á nýrri öld. Eftirspurnin eftir því að koma til Íslands er einnig til staðar, það sést best á þeirri fjölgun erlendra ferðamanna sem orðið hefur á undanförnum árum og þeim fjölgar enn. Stoðirnar sem ferðaþjónustan byggir á eru nokkrar. Flugsamgöngur þurfa að vera tryggar og aðstaða til að taka á móti gestunum til staðar. Reynslan af heimsókninni þarf að vera ánægjuleg og upplifunin þannig að gesturinn greini frá henni þegar heim er komið. Þeir sem ferðast um landið hafa frá ýmsu að segja en dvölin veltur hins vegar á tveimur atriðum, náttúru og menningu. Menningarlífið á Íslandi er öflugt og í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hefur það náð að standa af sér áföll og niðurskurð. Stuðning við menningarstofnanir og listir í landinu þarf þó að byggja upp aftur til framtíðar. Rökin fyrir því er fyrst og fremst að finna í menningunni sjálfri sem veitir okkur lífsfyllingu og ánægju en listir og menning treysta einnig fjölbreytt atvinnulíf þar sem sköpun verður sífellt mikilvægari þáttur. Kynning á íslenskum listumHvað menningu varðar er einkar mikilvægt að við látum vita af okkur úti í hinum stóra heimi, enda höfum við margt fram að færa. Alþjóðlegt samstarf og samskipti eru mikilvæg svo að þeir sem starfa á vettvangi menningar og lista fái erlendan samanburð til að þroskast og dafna. Nefna má fjölmörg dæmi um að íslenskir listamenn nái góðum árangri með verkum sínum erlendis þessi misserin. Útgáfa á íslenskum samtímabókmenntum er með miklum blóma, tónlistarmenn vekja athygli og aðdáun og ferðast um heiminn til að syngja og leika, myndlistarmenn ná í auknum mæli að byggja tengslanet sín við erlenda sýningarsali og hátíðir og þannig mætti lengi telja. Stuðningur stjórnvalda skiptir miklu máli í þessu sambandi og hann hefur einkum farið fram í gegnum kynningarmiðstöðvar listgreinanna sem komist hafa á laggirnar á undanförnum árum. Kvikmyndamiðstöð Íslands ýtir undir markaðssetningu og kynningu á kvikmyndum, ÚTÓN hefur eflt útflutning á íslenskri tónlist, Hönnunarmiðstöð hefur náð að byggja upp HönnunarMars í Reykjavík sem vakið hefur alþjóðlega athygli og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar hefur haldið vel utan um þátttöku Íslands á myndlistartvíæringnum í Feneyjum, svo ágæt dæmi séu nefnd. Stuðning við kynningu á íslenskum bókmenntum stendur til að efla með tilkomu nýrrar miðstöðvar um þær og einnig er í frumvarpi til sviðslistalaga gert ráð fyrir stofnun kynningarmiðstöðvar um íslenskar sviðslistir. Mikilvægt er að kanna hvort þessum aðilum kunni að reynast betur til framtíðar að hafa með sér samstarf eða nánari samvinnu því að listgreinarnar styðja hvor aðra eins og menn vita. Stuðningur stjórnvalda við kynningu á íslenskum listum á erlendri grund þarf að vera byggður á faglegum forsendum og þar gegnir þekking þeirra sem stýra miðstöðvunum lykilmáli. Þær þarf að efla um leið og tryggt er að stuðningurinn sé í takt við þá fjölbreytni og kraft sem finna má í íslensku menningarlífi. Verkefnið skiptir ekki aðeins listamenn máli, heldur okkur öll. Menning og listir leggja til sjálfsmyndar þjóðarinnar og efla sköpunarkraft með henni, veita okkur og gestum okkar ánægju og innblástur. Veröldin er stór, þjóðirnar margar og möguleikarnir endalausir. Látum fleiri vita af okkur og okkar kraftmiklu listum. Íslenskar listir eiga erindi við heimsbyggðina.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun