Hvað skal með „stóra kvótamálið“? Ólína Þorvarðardóttir skrifar 8. maí 2012 06:00 Mikið er í húfi að vel takist til við umfjöllun frumvarpanna tveggja sem Alþingi hefur nú til meðferðar og kölluð eru „kvótafrumvörpin“. Annað lýtur að stjórn fiskveiða (kvótakerfinu) en hitt að gjaldtökunni fyrir nýtingu auðlindarinnar (veiðigjaldinu). Bæði hafa þau vakið hörð viðbrögð, og ekki er allt frómt sem sagt hefur verið um þau til þessa. Ég vil því gera nánari grein fyrir meginþáttum frumvarpanna og velta upp þeim breytingum á þeim sem ég tel að yrðu til bóta. Lítum fyrst á frumvarp um stjórn fiskveiða. Verði það að lögum mun eftirfarandi gerast: a) Allar aflaheimildir verða innkallaðar á einu bretti, og þeim úthlutað að nýju til afmarkaðs tíma gegn gjaldi. Þetta er „hluti I“ (nýtingarhlutinn). Með honum er rofinn sá ótímabundni eignarréttur sem útgerðin hefur slegið á aflaheimildirnar í tíð núverandi kvótakerfis. Nýtingin verður einskorðuð við 20 ár. Nái þetta fram að ganga er hraðar farið í þá grundvallarbreytingu sem Samfylkingin boðaði fyrir síðustu kosningar, þ.e. að fyrna aflaheimildir um 5% á ári og koma auðlindinni þannig í hendur þjóðarinnar á 20 árum. b) Til hliðar við nýtingarhlutann verður til „hluti II“ sem samanstendur af nokkrum pottum (leigupottur, byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar). Stærstur og þýðingarmestur þeirra er leigupotturinn, opinn og almennur leigumarkaður með aflaheimildir þar sem hægt verður að leigja aflaheimildir frá ári til árs á grundvelli tilboða á kvótaþingi. Þessi leigupottur verður ekki á forræði ráðherra, hann verður ekki háður neinni pólitískri stýringu eins og t.d. byggðakvótinn og hann verður ekki á vegum núverandi kvótahafa heldur einungis opinn markaður með aflaheimildir. Upphafsstaðan í leigupottinum verður samkvæmt frumvarpinu 20 þúsund tonn en gert er ráð fyrir að hann stækki verulega, komi til aflaaukningar: Fari aflamark yfir 202 þúsund tonn í þorski eiga 40% aukningarinnar að renna í leigupottinn, auk annars sem til fellur. Þessi tvö veigamiklu atriði koma til móts við kröfuna um að aflaheimildirnar séu í reynd eign þjóðarinnar, að nýting auðlindarinnar byggist ekki á eignarhaldi einstakra aðila heldur sé þar um að ræða tímabundinn rétt gegn gjaldi í þjóðarbúið. Enn fremur að allir eigi möguleika á að leigja til sín aflaheimildir á grundvelli jafnræðis- og atvinnufrelsissjónarmiða á opnum leigumarkaði. Mikilvægt er að leigupotturinn verði nægilega stór til þess að bera uppi eðlilega verðmyndun og tryggja aðgengi með nægu framboði aflaheimilda. Að svo miklu leyti sem ástæða er til að breyta kerfinu frekar en frumvarpið gerir ráð fyrir tel ég brýnt að horft verði til stærðar leigupottsins, að hann eigi möguleika á að vaxa enn frekar og verða stöðugri. Þá virðist mér óhjákvæmilegt að aðskilja veiðar og vinnslu, og tryggja það að óunninn afli fari á íslenskan markað. Enn fremur að inntak nýtingarleyfanna verði skilgreint betur í sjálfum lagatextanum, t.d. með áskilnaði um löglega kjarasamninga þar sem við á, skattskil, umgengni við auðlindina og aðra löghlýðni. Þessum breytingum mun ég beita mér fyrir. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þjóðin njóti eðlilegs arðs af auðlind sinni. Veiðigjaldafrumvarpið, sem er hinn angi þessa máls, tekur á þeim þætti. Gjaldstofn hins sérstaka veiðigjalds er sá umframarður sem til verður í greininni þegar búið er að draga frá allan rekstrarkostnað og gefa greininni svigrúm til ríflegrar ávöxtunar. Notuð er svokölluð árgreiðsluaðferð sem Hagstofan hefur notast við í fjölda ára til þess að greina raunafkomu í sjávarútvegi. Veiðigjaldsfrumvarpið hefur vakið mjög hörð viðbrögð svo ljóst er að atvinnuveganefnd þingsins mun taka það frumvarp til ítarlegrar athugunar. Sjálfsagt er að skoða vel alla þætti þess máls, án þess þó að hvika frá kröfunni um að sjávarútvegurinn leggi sinn sanngjarna skerf í þjóðarbúið. Miklu varðar að sjávarútvegurinn fái risið undir nafni sem undirstöðuatvinnugrein, bæði í sýnd og reynd. Sem burðargrein í íslensku atvinnulífi þarf hann að koma að endurreisn efnahagslífsins og miðla samfélaginu af þeim gæðum sem þjóðarauðlindin gefur. Þau gæði eru gríðarleg og arðurinn af útvegnum svo mikill að hleypur á tugum milljarða hin síðari ár. Af þessu þarf þjóðin að fá sinn sanngjarna skerf enda er það íslenskt samfélag sem hefur fóstrað þessa mikilvægu atvinnugrein frá öndverðu, og stundum kostað miklu til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er í húfi að vel takist til við umfjöllun frumvarpanna tveggja sem Alþingi hefur nú til meðferðar og kölluð eru „kvótafrumvörpin“. Annað lýtur að stjórn fiskveiða (kvótakerfinu) en hitt að gjaldtökunni fyrir nýtingu auðlindarinnar (veiðigjaldinu). Bæði hafa þau vakið hörð viðbrögð, og ekki er allt frómt sem sagt hefur verið um þau til þessa. Ég vil því gera nánari grein fyrir meginþáttum frumvarpanna og velta upp þeim breytingum á þeim sem ég tel að yrðu til bóta. Lítum fyrst á frumvarp um stjórn fiskveiða. Verði það að lögum mun eftirfarandi gerast: a) Allar aflaheimildir verða innkallaðar á einu bretti, og þeim úthlutað að nýju til afmarkaðs tíma gegn gjaldi. Þetta er „hluti I“ (nýtingarhlutinn). Með honum er rofinn sá ótímabundni eignarréttur sem útgerðin hefur slegið á aflaheimildirnar í tíð núverandi kvótakerfis. Nýtingin verður einskorðuð við 20 ár. Nái þetta fram að ganga er hraðar farið í þá grundvallarbreytingu sem Samfylkingin boðaði fyrir síðustu kosningar, þ.e. að fyrna aflaheimildir um 5% á ári og koma auðlindinni þannig í hendur þjóðarinnar á 20 árum. b) Til hliðar við nýtingarhlutann verður til „hluti II“ sem samanstendur af nokkrum pottum (leigupottur, byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar). Stærstur og þýðingarmestur þeirra er leigupotturinn, opinn og almennur leigumarkaður með aflaheimildir þar sem hægt verður að leigja aflaheimildir frá ári til árs á grundvelli tilboða á kvótaþingi. Þessi leigupottur verður ekki á forræði ráðherra, hann verður ekki háður neinni pólitískri stýringu eins og t.d. byggðakvótinn og hann verður ekki á vegum núverandi kvótahafa heldur einungis opinn markaður með aflaheimildir. Upphafsstaðan í leigupottinum verður samkvæmt frumvarpinu 20 þúsund tonn en gert er ráð fyrir að hann stækki verulega, komi til aflaaukningar: Fari aflamark yfir 202 þúsund tonn í þorski eiga 40% aukningarinnar að renna í leigupottinn, auk annars sem til fellur. Þessi tvö veigamiklu atriði koma til móts við kröfuna um að aflaheimildirnar séu í reynd eign þjóðarinnar, að nýting auðlindarinnar byggist ekki á eignarhaldi einstakra aðila heldur sé þar um að ræða tímabundinn rétt gegn gjaldi í þjóðarbúið. Enn fremur að allir eigi möguleika á að leigja til sín aflaheimildir á grundvelli jafnræðis- og atvinnufrelsissjónarmiða á opnum leigumarkaði. Mikilvægt er að leigupotturinn verði nægilega stór til þess að bera uppi eðlilega verðmyndun og tryggja aðgengi með nægu framboði aflaheimilda. Að svo miklu leyti sem ástæða er til að breyta kerfinu frekar en frumvarpið gerir ráð fyrir tel ég brýnt að horft verði til stærðar leigupottsins, að hann eigi möguleika á að vaxa enn frekar og verða stöðugri. Þá virðist mér óhjákvæmilegt að aðskilja veiðar og vinnslu, og tryggja það að óunninn afli fari á íslenskan markað. Enn fremur að inntak nýtingarleyfanna verði skilgreint betur í sjálfum lagatextanum, t.d. með áskilnaði um löglega kjarasamninga þar sem við á, skattskil, umgengni við auðlindina og aðra löghlýðni. Þessum breytingum mun ég beita mér fyrir. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þjóðin njóti eðlilegs arðs af auðlind sinni. Veiðigjaldafrumvarpið, sem er hinn angi þessa máls, tekur á þeim þætti. Gjaldstofn hins sérstaka veiðigjalds er sá umframarður sem til verður í greininni þegar búið er að draga frá allan rekstrarkostnað og gefa greininni svigrúm til ríflegrar ávöxtunar. Notuð er svokölluð árgreiðsluaðferð sem Hagstofan hefur notast við í fjölda ára til þess að greina raunafkomu í sjávarútvegi. Veiðigjaldsfrumvarpið hefur vakið mjög hörð viðbrögð svo ljóst er að atvinnuveganefnd þingsins mun taka það frumvarp til ítarlegrar athugunar. Sjálfsagt er að skoða vel alla þætti þess máls, án þess þó að hvika frá kröfunni um að sjávarútvegurinn leggi sinn sanngjarna skerf í þjóðarbúið. Miklu varðar að sjávarútvegurinn fái risið undir nafni sem undirstöðuatvinnugrein, bæði í sýnd og reynd. Sem burðargrein í íslensku atvinnulífi þarf hann að koma að endurreisn efnahagslífsins og miðla samfélaginu af þeim gæðum sem þjóðarauðlindin gefur. Þau gæði eru gríðarleg og arðurinn af útvegnum svo mikill að hleypur á tugum milljarða hin síðari ár. Af þessu þarf þjóðin að fá sinn sanngjarna skerf enda er það íslenskt samfélag sem hefur fóstrað þessa mikilvægu atvinnugrein frá öndverðu, og stundum kostað miklu til.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun