Verðvernd er rökleysa Ólafur Hauksson skrifar 14. maí 2012 09:00 Verðvernd verslana er fullkomin rökleysa. Þeir sem auglýsa verðvernd bjóða nefnilega ekki lægsta verðið hjá sjálfum sér, heldur hjá öðrum – hjá keppinautum sínum. Ómerkilegri auglýsingabrella er vandfundin. Sá sem býður verðvernd getur þess vegna verið með hæsta verðið. Eina loforðið sem felst í verðvernd er að ef viðskiptavinur finnur lægra verð annars staðar þá fær hann mismuninn kannski endurgreiddan. Verðvernd er ódýr markaðssetning, því fólk hefur sjaldnast ávinning af ómældri fyrirhöfn sinni. Dæmi: Viðskiptavinur kaupir vöru á 6.000 kr. í verðverndarverslun og finnur sambærilega vöru á 5.500 kr. í annarri. Hann þarf þá að útvega sönnun fyrir ódýrari vörunni, hún má ekki vera á tímabundnu tilboði og ekki til sölu á netinu. Með kvittun eða auglýsingu í hönd þarf viðskiptavinurinn að fara aftur í verðverndarverslunina. Ef krafa hans er samþykkt (sem er alls ekki víst), þá fær viðskiptavinurinn 500 kr. mismuninn endurgreiddan og svo til viðbótar 10-12% af lægri upphæðinni. Samtals rúmlega þúsund krónur. Hugsanlega, en varla þó, dugar peningurinn fyrir bensíninu í þessar viðbótarferðir. Tímakaup: núll krónur. Það getur seint talist hagkvæmt fyrir fólk að fara þrjár ferðir til að fá lægsta verðið. Að því leyti stríðir verðvernd gegn markmiðum samkeppnislaga um að vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Eina skynsamlega verðverndin er auðvitað að neytendur beri saman verð milli verslana áður en þeir kaupa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Verðvernd verslana er fullkomin rökleysa. Þeir sem auglýsa verðvernd bjóða nefnilega ekki lægsta verðið hjá sjálfum sér, heldur hjá öðrum – hjá keppinautum sínum. Ómerkilegri auglýsingabrella er vandfundin. Sá sem býður verðvernd getur þess vegna verið með hæsta verðið. Eina loforðið sem felst í verðvernd er að ef viðskiptavinur finnur lægra verð annars staðar þá fær hann mismuninn kannski endurgreiddan. Verðvernd er ódýr markaðssetning, því fólk hefur sjaldnast ávinning af ómældri fyrirhöfn sinni. Dæmi: Viðskiptavinur kaupir vöru á 6.000 kr. í verðverndarverslun og finnur sambærilega vöru á 5.500 kr. í annarri. Hann þarf þá að útvega sönnun fyrir ódýrari vörunni, hún má ekki vera á tímabundnu tilboði og ekki til sölu á netinu. Með kvittun eða auglýsingu í hönd þarf viðskiptavinurinn að fara aftur í verðverndarverslunina. Ef krafa hans er samþykkt (sem er alls ekki víst), þá fær viðskiptavinurinn 500 kr. mismuninn endurgreiddan og svo til viðbótar 10-12% af lægri upphæðinni. Samtals rúmlega þúsund krónur. Hugsanlega, en varla þó, dugar peningurinn fyrir bensíninu í þessar viðbótarferðir. Tímakaup: núll krónur. Það getur seint talist hagkvæmt fyrir fólk að fara þrjár ferðir til að fá lægsta verðið. Að því leyti stríðir verðvernd gegn markmiðum samkeppnislaga um að vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Eina skynsamlega verðverndin er auðvitað að neytendur beri saman verð milli verslana áður en þeir kaupa.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar