Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Sighvatur Björgvinsson skrifar 21. maí 2012 06:00 Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? Er það aðkoman, bílastæðin, steinsteypumagnið, hæð bygginga, niðurgrafna kjallararýmið, fækkun starfsstöðva, ávöxtunarvandi lífeyrissjóða, þarfir byggingariðnaðar, arkitektúr, grennndarsjónarmið, útsýni – eða að láta skuldsetta þjóð kosta sína dýrustu framkvæmd með 100% lánum eins og komið hafa þúsundum heimila sömu þjóðar í þrot? Ekkert af þessu er kjarni málsins – þó mikilvægt sé. Kjarninn er í fyrsta lagi: Hvað er ætlunin að byggja? Í öðru lagi: Hver er áætlaður kostnaður við framkvæmdina; fjárfesting, mönnun, búnaður OG REKSTUR? Í þriðja lagi: Hvaða áhrif á aðra heilbrigðisþjónustu munu áformaðar framkvæmdir hafa? Hvað á að byggja?1. Hvað á að byggja? Í 1.mgr. 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, sem sett voru á bóluárið 2007 segir: „Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús". HÁSKÓLASJÚKRAHÚS? Slíkt heiti höfum við ekki áður séð í landslögum. Er ætlunin að byggja slíkt sjúkrahús? Er vinsamlega hægt að fá svar við því? 2. Hvað er háskólasjúkrahús? Samkvæmt sömu lögum á slíkt sjúkrahús að vera: „Sjúkrahús, sem veitir þjónustu í nær öllum viðurkenndum sérgreinum í læknisfræði og hjúkrunarfræði með áherslu á rannsóknir, þróun og kennslu." Slíkt sjúkrahús höfum við ekki á Íslandi. Er ráðgert að byggja utan um slíka stofnun? Er vinsamlegast hægt að fá svar við því? 3. Í sömu ákvæðum sömu laga er sagt, að þetta háskólasjúkrahús eigi jafnframt „að veita háskólamenntuðum starfsmönnum sérmenntun í heilbrigðisgeirum." Við höfum þurft að sækja langa og dýra sérmenntun í flestum sérgreinum heilbrigðisþjónustu til útlanda. Samkvæmt tilvitnuðum lögum á að sjá fyrir þeim þörfum hér innanlands. Eru það umbúðir utan um slíka starfsemi, sem á að reisa? Er vinsamlegast hægt að fá svar við því? Hverju þarf til að kosta?Fáist svörin og séu þau í anda laganna þá vakna að sjálfsögðu spurningar í framhaldi af því – spurningar, sem eðlilegt er að fá svör við. Áætlanir um sjálfan byggingakostnaðinn liggja fyrir og hafa verið birtar. Ég hef enga þekkingu til að gagnrýna þær. Tek þær sem trúverðugar. En hvað um kostnaðinn við að koma á fót stofnun eins og þeirri, sem landslögin ákveða? 1. Núverandi tækjabúnaður Lsp er sagður vera úreltur og að hruni kominn. Mestallan þann búnað þarf því að endurnýja auk þess sem kaupa þarf mikið af dýrum viðbótarbúnaði eigi sjúkrahús, sem veita á þjónustu í nær öllum sérgreinum í læknisfræði, að standa undir nafni. Hafa verið gerðar áætlanir um þann búnað? Hver er kostnaðurinn? Á líka að taka 100% lán til þeirra? Varla er ætlunin að láta alla steinsteypuna standa tóma. 2. Mikil fækkun hefur orðið í starfsliði Lsp vegna skorts á fjármunum til þess að borga laun. Með risi stofnunar, sem á að sinna þjónustu í nær öllum sérgreinum læknisfræði og hjúkrunarfræði auk framhaldsmenntunar sérfræðinga í þessum greinum verður að fjölga mjög starfsliði. Hvaða áætlanir liggja fyrir um mannaflaþörf og hvað mun það kosta? Varla á steinsteypan að standa bæði tóm og mannlaus. Á kannski líka að taka 100% lán fyrir því? 3. Sú þumalfingursregla er sögð gilda, að á bak við stofnun af því tagi sem lögin frá 2007 mæla fyrir um þurfi eina milljón manns. Nú eru á Íslandi aðeins búandi um 1/3 hluti þess mannafla. Á þá að koma tilætluðu innihaldi í steinkistuna í áföngum meðan beðið er eftir að þjóðin fjölgi sér þrefalt? Hver verða áhrifin?Hvað sem því líður þá er morgun-ljóst, að vegna umfangsins mun stofnunin frá upphafi þurfa á öllum sjúklingum að halda, sem þarfnast aðgerðameðferðar á sjúkrahúsi. Hvað er þá ætlunin að gert verði við sjúkrahúsin á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Sauðárkróki, á Blönduósi, á Akureyri, á Húsavík og í Neskaupstað? Er þeim öllum saman ætlað að enda eins og Jósefsspítalinn í Hafnarfirði? Í auðn og tómi? Slíkt hlýtur að vera óhjákvæmilegt – ella er ekkert vit í áætlunargerðinni. Einhver áform þessu viðvíkjandi hljóta að vera til í viðkomandi ráðuneyti. Í anda slíkra áforma hljóta menn að vera að starfa. Þarf ekki að segja frá því áður en öll steinsteypan hefur verið keypt því eftir það er engu hægt að breyta? Þessar spurningar eru kjarni málsins að mínu viti. Ýmis önnur atriði eru mikilvæg – en þetta er kjarninn. Má biðja þess að um hann sé líka rætt – eða setur menn áfram hljóða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? Er það aðkoman, bílastæðin, steinsteypumagnið, hæð bygginga, niðurgrafna kjallararýmið, fækkun starfsstöðva, ávöxtunarvandi lífeyrissjóða, þarfir byggingariðnaðar, arkitektúr, grennndarsjónarmið, útsýni – eða að láta skuldsetta þjóð kosta sína dýrustu framkvæmd með 100% lánum eins og komið hafa þúsundum heimila sömu þjóðar í þrot? Ekkert af þessu er kjarni málsins – þó mikilvægt sé. Kjarninn er í fyrsta lagi: Hvað er ætlunin að byggja? Í öðru lagi: Hver er áætlaður kostnaður við framkvæmdina; fjárfesting, mönnun, búnaður OG REKSTUR? Í þriðja lagi: Hvaða áhrif á aðra heilbrigðisþjónustu munu áformaðar framkvæmdir hafa? Hvað á að byggja?1. Hvað á að byggja? Í 1.mgr. 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, sem sett voru á bóluárið 2007 segir: „Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús". HÁSKÓLASJÚKRAHÚS? Slíkt heiti höfum við ekki áður séð í landslögum. Er ætlunin að byggja slíkt sjúkrahús? Er vinsamlega hægt að fá svar við því? 2. Hvað er háskólasjúkrahús? Samkvæmt sömu lögum á slíkt sjúkrahús að vera: „Sjúkrahús, sem veitir þjónustu í nær öllum viðurkenndum sérgreinum í læknisfræði og hjúkrunarfræði með áherslu á rannsóknir, þróun og kennslu." Slíkt sjúkrahús höfum við ekki á Íslandi. Er ráðgert að byggja utan um slíka stofnun? Er vinsamlegast hægt að fá svar við því? 3. Í sömu ákvæðum sömu laga er sagt, að þetta háskólasjúkrahús eigi jafnframt „að veita háskólamenntuðum starfsmönnum sérmenntun í heilbrigðisgeirum." Við höfum þurft að sækja langa og dýra sérmenntun í flestum sérgreinum heilbrigðisþjónustu til útlanda. Samkvæmt tilvitnuðum lögum á að sjá fyrir þeim þörfum hér innanlands. Eru það umbúðir utan um slíka starfsemi, sem á að reisa? Er vinsamlegast hægt að fá svar við því? Hverju þarf til að kosta?Fáist svörin og séu þau í anda laganna þá vakna að sjálfsögðu spurningar í framhaldi af því – spurningar, sem eðlilegt er að fá svör við. Áætlanir um sjálfan byggingakostnaðinn liggja fyrir og hafa verið birtar. Ég hef enga þekkingu til að gagnrýna þær. Tek þær sem trúverðugar. En hvað um kostnaðinn við að koma á fót stofnun eins og þeirri, sem landslögin ákveða? 1. Núverandi tækjabúnaður Lsp er sagður vera úreltur og að hruni kominn. Mestallan þann búnað þarf því að endurnýja auk þess sem kaupa þarf mikið af dýrum viðbótarbúnaði eigi sjúkrahús, sem veita á þjónustu í nær öllum sérgreinum í læknisfræði, að standa undir nafni. Hafa verið gerðar áætlanir um þann búnað? Hver er kostnaðurinn? Á líka að taka 100% lán til þeirra? Varla er ætlunin að láta alla steinsteypuna standa tóma. 2. Mikil fækkun hefur orðið í starfsliði Lsp vegna skorts á fjármunum til þess að borga laun. Með risi stofnunar, sem á að sinna þjónustu í nær öllum sérgreinum læknisfræði og hjúkrunarfræði auk framhaldsmenntunar sérfræðinga í þessum greinum verður að fjölga mjög starfsliði. Hvaða áætlanir liggja fyrir um mannaflaþörf og hvað mun það kosta? Varla á steinsteypan að standa bæði tóm og mannlaus. Á kannski líka að taka 100% lán fyrir því? 3. Sú þumalfingursregla er sögð gilda, að á bak við stofnun af því tagi sem lögin frá 2007 mæla fyrir um þurfi eina milljón manns. Nú eru á Íslandi aðeins búandi um 1/3 hluti þess mannafla. Á þá að koma tilætluðu innihaldi í steinkistuna í áföngum meðan beðið er eftir að þjóðin fjölgi sér þrefalt? Hver verða áhrifin?Hvað sem því líður þá er morgun-ljóst, að vegna umfangsins mun stofnunin frá upphafi þurfa á öllum sjúklingum að halda, sem þarfnast aðgerðameðferðar á sjúkrahúsi. Hvað er þá ætlunin að gert verði við sjúkrahúsin á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Sauðárkróki, á Blönduósi, á Akureyri, á Húsavík og í Neskaupstað? Er þeim öllum saman ætlað að enda eins og Jósefsspítalinn í Hafnarfirði? Í auðn og tómi? Slíkt hlýtur að vera óhjákvæmilegt – ella er ekkert vit í áætlunargerðinni. Einhver áform þessu viðvíkjandi hljóta að vera til í viðkomandi ráðuneyti. Í anda slíkra áforma hljóta menn að vera að starfa. Þarf ekki að segja frá því áður en öll steinsteypan hefur verið keypt því eftir það er engu hægt að breyta? Þessar spurningar eru kjarni málsins að mínu viti. Ýmis önnur atriði eru mikilvæg – en þetta er kjarninn. Má biðja þess að um hann sé líka rætt – eða setur menn áfram hljóða?
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun