Spurningar áréttaðar Þórólfur Matthíasson skrifar 24. maí 2012 06:00 Í grein hér í blaðinu þann 3ja maí síðastliðinn spurði ég forystu Bændasamtaka Íslands, að gefnu tilefni, nokkurra spurninga. Nú eru liðnar þrjár vikur frá birtingu greinarinnar og í millitíðinni hefur málgagn Bændasamtakanna, Bændablaðið, komið út. Bændaforystan ætti því að hafa haft bæði tíma og tækifæri til að svara spurningum mínum. En fyrir utan ósannindi og dylgjur hafa þeir hvorki gert tilraun til að upplýsa almenning og félagsmenn sína um skuldamál og fjárreiður samtakanna og fyrirtækja í eigu Bændasamtakanna. Reyndar hafa óbreyttir bændur verið furðu þögulir og ekki þjakað forystu sína með fyrirspurnum. Þögn forystumanna bænda og Bændablaðsins er afhjúpandi. Hún segir okkur að forystumennirnir og Bændablaðið telji hvorki félagsmenn sína né almenning (sem borgar drjúgan part af kostnaði við rekstur samtakanna) eigi kröfu á skýringum á milljarða halla á hótelrekstri samtakanna. Hún segir okkur að Bændablaðið annað hvort getur ekki eða vill ekki sjá og fjalla um bjálkana í auga bændasamtakanna (en leiðaraskríbent þess blaðs er annars fundvís á flísar í augum meginlandsbúa). Þögn forystumanna bænda og Bændablaðsins segir okkur að þessir aðilar telji að skattgreiðendur eigi enga heimtingu á skýringum á meðferð geymslufjár, en geymslufé er skattfé sem Bændasamtökunum er falið að greiða til bænda. Þögn Bændasamtakanna er í anda útrásarvíkingsins sem sagði: Ég á þetta, ég má þetta, þetta kemur þér ekki við. Er það virkilega svo að þessi afstaða endurspegli hug allra bænda á Íslandi? Telja forystumenn bænda að það sé sjálfsagt mál að til þeirra sé ausið fé úr ríkissjóði án þess að á móti komi greinargerð til skattgreiðenda um ráðstöfun fjárins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein hér í blaðinu þann 3ja maí síðastliðinn spurði ég forystu Bændasamtaka Íslands, að gefnu tilefni, nokkurra spurninga. Nú eru liðnar þrjár vikur frá birtingu greinarinnar og í millitíðinni hefur málgagn Bændasamtakanna, Bændablaðið, komið út. Bændaforystan ætti því að hafa haft bæði tíma og tækifæri til að svara spurningum mínum. En fyrir utan ósannindi og dylgjur hafa þeir hvorki gert tilraun til að upplýsa almenning og félagsmenn sína um skuldamál og fjárreiður samtakanna og fyrirtækja í eigu Bændasamtakanna. Reyndar hafa óbreyttir bændur verið furðu þögulir og ekki þjakað forystu sína með fyrirspurnum. Þögn forystumanna bænda og Bændablaðsins er afhjúpandi. Hún segir okkur að forystumennirnir og Bændablaðið telji hvorki félagsmenn sína né almenning (sem borgar drjúgan part af kostnaði við rekstur samtakanna) eigi kröfu á skýringum á milljarða halla á hótelrekstri samtakanna. Hún segir okkur að Bændablaðið annað hvort getur ekki eða vill ekki sjá og fjalla um bjálkana í auga bændasamtakanna (en leiðaraskríbent þess blaðs er annars fundvís á flísar í augum meginlandsbúa). Þögn forystumanna bænda og Bændablaðsins segir okkur að þessir aðilar telji að skattgreiðendur eigi enga heimtingu á skýringum á meðferð geymslufjár, en geymslufé er skattfé sem Bændasamtökunum er falið að greiða til bænda. Þögn Bændasamtakanna er í anda útrásarvíkingsins sem sagði: Ég á þetta, ég má þetta, þetta kemur þér ekki við. Er það virkilega svo að þessi afstaða endurspegli hug allra bænda á Íslandi? Telja forystumenn bænda að það sé sjálfsagt mál að til þeirra sé ausið fé úr ríkissjóði án þess að á móti komi greinargerð til skattgreiðenda um ráðstöfun fjárins?
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun