Norðurlönd á norðurskautssvæðinu 25. maí 2012 14:00 Norðurskautssvæðin hafa flust nær miðju heimsstjórnmálanna og munu fá aukið vægi í framtíðinni. Saman geta norrænu ríkin haft áhrif á þróun norðurskautssvæðisins og unnið á jákvæðan hátt í Norðurskautsráðinu. Við í Norðurlandaráði lýsum því eftir sameiginlegri norrænni stefnu sem getur verið undirstaða uppbyggilegrar norrænnar samvinnu. Norrænu ríkin eru lítil hvert um sig, en saman geta þau haft umtalsverð og jákvæð áhrif á þróun norðurskautssvæðanna og starfið í Norðurskautsráðinu. Sameiginlegar aðgerðir eru nauðsynlegar þar sem margir alþjóðlegir aðilar sýna norðurskautssvæðunum áhuga og við það verða til nýjar heimspólitískar áskoranir. Hlýnun jarðar skapar ný tækifæri fyrir efnahagsþróun á norðurskautssvæðunum með nýjum siglingaleiðum, námarekstri og olíu- og gasvinnslu. Þetta getur verið jákvætt fyrir mörg samfélög á svæðinu, en hefur einnig í för með sér hættu á alvarlegum slysum. Hlýnunin hefur einnig neikvæð áhrif á margar hefðbundnar atvinnugreinar og búsetuskilyrði. Þess vegna er þörf fyrir jafnvægi í þróun, þar sem nýjar aðgerðir til að skapa hagvöxt verða að taka tillit til íbúa svæðisins og viðkvæmrar náttúru. Jafnframt verður að takmarka losun gróðushúsalofttegunda á heimsvísu og samfélögin verða að vera það sterk að þau geti tekist á við afleiðingar óhjákvæmilegra loftslagsbreytinga. Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, lagði í skýrslu sinni frá 2009 til margvíslegar sameiginlegar aðgerðir á sviði utanríkis- og varnarstefnu með áherslu á Norður-Atlantshaf, þar á meðal sameiginlega loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa brugðist við tillögunum á jákvæðan hátt og þetta dæmi sýnir að norrænu ríkin geta unnið saman að þróun nyrstu svæðanna. Gagnsemi sameiginlegrar rammaáætlunar um formennsku þriggja norrænna ríkja (Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar) í Norðurskautsráðinu á árunum 2007 til 2013 hefur sannað sig. Þar var fjallað um sameiginleg markmið og forgangsröðun sem leiddi til þess að sett var á stofn skrifstofa fyrir Norðurskautsráðið. Norðurlandaráð telur mikilvægt að dragast ekki aftur úr þegar Kanadamenn taka við formennsku árið 2013. Norðurlönd eiga áfram að sýna frumkvæði og gegna sameiningarhlutverki í samstarfi á norðurskautssvæðunum. Norðurlandaráð samþykkti því á vorþingi sínu í Reykjavík í mars síðastliðnum tillögu um að ríkisstjórnir Norðurlandanna ynnu sameiginlega stefnu um norrænt samstarf til að takast á við áskoranir norðurskautssvæðisins. Markmiðið ætti að vera að ná pólitískri fótfestu í stefnumálum eins og nýtingu náttúruauðlinda, fiskveiðum, umhverfisvernd, siglingaleiðum, vöktun og björgun á hafi, flutningum og innviðum og sjálfbærri efnahagsþróun sem gagnast íbúum norðurskautssvæðisins. Við verðum að byggja á því sem við erum sammála um og þróa þessa samstöðu þannig að hún nái til eins margra stefnumála og mögulegt er. Með sameiginlegri stefnu geta norrænu ríkin lagt áherslu á sameiginleg markmið og sett í forgang sameiginlegar aðferðir til að koma þeim á framfæri. Stefnan getur styrkt enn betur hlutverk Norðurlanda sem mikilvægs sameiningarafls fyrir íbúa, umhverfi og öryggi á norðurskautssvæðinu. Hugmyndin er ekki að mynda norrænan hóp í Norðurskautsráðinu. Þvert á móti viljum við styðja við og efla Norðurskautsráðið með því að norrænu ríkin leggi í auknum mæli sitt af mörkum sem þróttmikill aðili í Norðurskautsráðinu.Kimmo Sasi, forseti Norðurlandaráðs, FinnlandiHelgi Hjörvar, ÍslandiBendiks H. Arnesen, NoregiBertel Haarder, DanmörkuKarin Åström, Svíþjóð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Norðurskautssvæðin hafa flust nær miðju heimsstjórnmálanna og munu fá aukið vægi í framtíðinni. Saman geta norrænu ríkin haft áhrif á þróun norðurskautssvæðisins og unnið á jákvæðan hátt í Norðurskautsráðinu. Við í Norðurlandaráði lýsum því eftir sameiginlegri norrænni stefnu sem getur verið undirstaða uppbyggilegrar norrænnar samvinnu. Norrænu ríkin eru lítil hvert um sig, en saman geta þau haft umtalsverð og jákvæð áhrif á þróun norðurskautssvæðanna og starfið í Norðurskautsráðinu. Sameiginlegar aðgerðir eru nauðsynlegar þar sem margir alþjóðlegir aðilar sýna norðurskautssvæðunum áhuga og við það verða til nýjar heimspólitískar áskoranir. Hlýnun jarðar skapar ný tækifæri fyrir efnahagsþróun á norðurskautssvæðunum með nýjum siglingaleiðum, námarekstri og olíu- og gasvinnslu. Þetta getur verið jákvætt fyrir mörg samfélög á svæðinu, en hefur einnig í för með sér hættu á alvarlegum slysum. Hlýnunin hefur einnig neikvæð áhrif á margar hefðbundnar atvinnugreinar og búsetuskilyrði. Þess vegna er þörf fyrir jafnvægi í þróun, þar sem nýjar aðgerðir til að skapa hagvöxt verða að taka tillit til íbúa svæðisins og viðkvæmrar náttúru. Jafnframt verður að takmarka losun gróðushúsalofttegunda á heimsvísu og samfélögin verða að vera það sterk að þau geti tekist á við afleiðingar óhjákvæmilegra loftslagsbreytinga. Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, lagði í skýrslu sinni frá 2009 til margvíslegar sameiginlegar aðgerðir á sviði utanríkis- og varnarstefnu með áherslu á Norður-Atlantshaf, þar á meðal sameiginlega loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa brugðist við tillögunum á jákvæðan hátt og þetta dæmi sýnir að norrænu ríkin geta unnið saman að þróun nyrstu svæðanna. Gagnsemi sameiginlegrar rammaáætlunar um formennsku þriggja norrænna ríkja (Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar) í Norðurskautsráðinu á árunum 2007 til 2013 hefur sannað sig. Þar var fjallað um sameiginleg markmið og forgangsröðun sem leiddi til þess að sett var á stofn skrifstofa fyrir Norðurskautsráðið. Norðurlandaráð telur mikilvægt að dragast ekki aftur úr þegar Kanadamenn taka við formennsku árið 2013. Norðurlönd eiga áfram að sýna frumkvæði og gegna sameiningarhlutverki í samstarfi á norðurskautssvæðunum. Norðurlandaráð samþykkti því á vorþingi sínu í Reykjavík í mars síðastliðnum tillögu um að ríkisstjórnir Norðurlandanna ynnu sameiginlega stefnu um norrænt samstarf til að takast á við áskoranir norðurskautssvæðisins. Markmiðið ætti að vera að ná pólitískri fótfestu í stefnumálum eins og nýtingu náttúruauðlinda, fiskveiðum, umhverfisvernd, siglingaleiðum, vöktun og björgun á hafi, flutningum og innviðum og sjálfbærri efnahagsþróun sem gagnast íbúum norðurskautssvæðisins. Við verðum að byggja á því sem við erum sammála um og þróa þessa samstöðu þannig að hún nái til eins margra stefnumála og mögulegt er. Með sameiginlegri stefnu geta norrænu ríkin lagt áherslu á sameiginleg markmið og sett í forgang sameiginlegar aðferðir til að koma þeim á framfæri. Stefnan getur styrkt enn betur hlutverk Norðurlanda sem mikilvægs sameiningarafls fyrir íbúa, umhverfi og öryggi á norðurskautssvæðinu. Hugmyndin er ekki að mynda norrænan hóp í Norðurskautsráðinu. Þvert á móti viljum við styðja við og efla Norðurskautsráðið með því að norrænu ríkin leggi í auknum mæli sitt af mörkum sem þróttmikill aðili í Norðurskautsráðinu.Kimmo Sasi, forseti Norðurlandaráðs, FinnlandiHelgi Hjörvar, ÍslandiBendiks H. Arnesen, NoregiBertel Haarder, DanmörkuKarin Åström, Svíþjóð
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar