Þetta er að verða betra og betra hjá okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2012 07:00 Zlatan Ibrahimovic bjó til tvö mörk fyrir Svía á fyrstu 14 mínútunum. Hér er hann í baráttunni við Hallgrím Jónasson. Mynd/AFP Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti í gær að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð þegar liðið tapaði á móti Svíum í Gautaborg aðeins þremur dögum eftir að liðið missti niður 2-0 forystu á móti Frökkum. Íslenska liðið missti frá sér leikinn á móti Frökkum á lokasprettinum en að þessu sinni var það slæm byrjun sem fór með möguleika íslenska liðsins. Svíarnir voru komnir í 2-0 eftir fjórtán mínútur en Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn á 26. mínútu með flottu skallamarki. Hallgrímur Jónasson minnkaði síðan muninn í 3-2 með síðustu spyrnu leiksins þegar hann skallaði inn horn Gylfa Þórs Sigurðssonar eftir að Svíar höfðu komist í 3-1 á 77. mínútu. „Við vorum alltof passívir í upphafi leiksins og gáfum þeim alltof mikinn tíma og of stór svæði til að vinna á. Þetta er samt að verða betra og betra hjá okkur en ég þarf bara að ýta aðeins á strákana til að vera grimmari varnarlega," sagði Lars Lagerbäck og bætti við: „Liðið var að spila vel fram að því að þeir skora þriðja markið. Við gáfum það mark og megum bara ekki gera svona mistök ef við ætlum okkur að vinna einhverja leiki. Eins og ég talaði um eftir Frakkaleikinn þá hafa þetta verið mjög góðir dagar fyrir okkur. Strákarnir eru búnir að leggja sig mikið fram og hafa rétta hugarfarið. Ég var aðeins vonsvikinn með fyrstu fimmtán mínúturnar," sagði Lars. Íslenska liðið hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck en liðið er að sýna flotta spilakafla á stórum köflum og er búið að skora í öllum leikjunum, þar af fjögur mörk í síðustu tveimur leikjunum. „Leikmennirnir eiga mikið hrós skilið eftir þessa fjóra erfiðu vináttulandsleiki og við munum nýta okkur þá þegar við byrjum undankeppni HM í september. Við erum að skora í öllum leikjum og við erum að skora falleg mörk. Fyrsta markið okkar kom eftir frábæra sókn og mjög góða fyrirgjöf. Kolbeinn var síðan réttur maður á réttum stað eins og hann á að vera. Við skorum síðan seinna markið eftir horn sem við ætlum að nýta okkur. Leikmenn eiga hrós skilið fyrir að skora flott mörk," sagði Lars sem sér liðið vera á réttri leið. „Við megum ekki líta framhjá því að við vorum að spila við mjög sterka andstæðinga og líka á útivelli. Ég get verið ánægður með margt í þessum leikjum og við erum búnir að taka fyrstu skrefin í átt til þess að vera mun betra lið en þegar ég tók við," sagði Lars. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti í gær að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð þegar liðið tapaði á móti Svíum í Gautaborg aðeins þremur dögum eftir að liðið missti niður 2-0 forystu á móti Frökkum. Íslenska liðið missti frá sér leikinn á móti Frökkum á lokasprettinum en að þessu sinni var það slæm byrjun sem fór með möguleika íslenska liðsins. Svíarnir voru komnir í 2-0 eftir fjórtán mínútur en Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn á 26. mínútu með flottu skallamarki. Hallgrímur Jónasson minnkaði síðan muninn í 3-2 með síðustu spyrnu leiksins þegar hann skallaði inn horn Gylfa Þórs Sigurðssonar eftir að Svíar höfðu komist í 3-1 á 77. mínútu. „Við vorum alltof passívir í upphafi leiksins og gáfum þeim alltof mikinn tíma og of stór svæði til að vinna á. Þetta er samt að verða betra og betra hjá okkur en ég þarf bara að ýta aðeins á strákana til að vera grimmari varnarlega," sagði Lars Lagerbäck og bætti við: „Liðið var að spila vel fram að því að þeir skora þriðja markið. Við gáfum það mark og megum bara ekki gera svona mistök ef við ætlum okkur að vinna einhverja leiki. Eins og ég talaði um eftir Frakkaleikinn þá hafa þetta verið mjög góðir dagar fyrir okkur. Strákarnir eru búnir að leggja sig mikið fram og hafa rétta hugarfarið. Ég var aðeins vonsvikinn með fyrstu fimmtán mínúturnar," sagði Lars. Íslenska liðið hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck en liðið er að sýna flotta spilakafla á stórum köflum og er búið að skora í öllum leikjunum, þar af fjögur mörk í síðustu tveimur leikjunum. „Leikmennirnir eiga mikið hrós skilið eftir þessa fjóra erfiðu vináttulandsleiki og við munum nýta okkur þá þegar við byrjum undankeppni HM í september. Við erum að skora í öllum leikjum og við erum að skora falleg mörk. Fyrsta markið okkar kom eftir frábæra sókn og mjög góða fyrirgjöf. Kolbeinn var síðan réttur maður á réttum stað eins og hann á að vera. Við skorum síðan seinna markið eftir horn sem við ætlum að nýta okkur. Leikmenn eiga hrós skilið fyrir að skora flott mörk," sagði Lars sem sér liðið vera á réttri leið. „Við megum ekki líta framhjá því að við vorum að spila við mjög sterka andstæðinga og líka á útivelli. Ég get verið ánægður með margt í þessum leikjum og við erum búnir að taka fyrstu skrefin í átt til þess að vera mun betra lið en þegar ég tók við," sagði Lars.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki