Stelpurnar okkar sáu aldrei til sólar í Úkraínu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2012 06:00 Karen og stöllur hennar náðu engum takti í sóknarleikinn. fréttablaðið/anton Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Úkraínu ytra í gær í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. Íslenska liðið varð að vinna leikinn með þremur mörkum til þess að komast á EM í Hollandi en það átti aldrei að vera því íslenska liðið átti undir högg að sækja allan leikinn. Þegar upp var staðið vann Úkraína með tveimur mörkum, 22-20, en liðið var lengi vel með þriggja til fimm marka forskot. Íslenska liðið átti ekki sinn besta dag. Sóknarleikurinn hörmulegur allan tímann og klaufaskapurinn oft mikill. Stelpurnar voru í raun sjálfum sér verstar og áttu ekkert skilið úr þessum leik nema markvörðurinn Guðný Jenný sem átti frábæran leik. „Varnarleikurinn var slakur framan af en frábær í seinni. Það vantaði mikla áræðni í sóknina og svo förum við illa með góð færi á mikilvægum augnablikum. Fyrst og fremst erum við að spila undir getu og það gengur ekki á útivelli gegn Úkraínu," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson hundsvekktur eftir leikinn. „Við fengum ekki mörk utan af velli og það gengur ekki upp. Við nálguðumst þær en náðum aldrei að stíga skrefið til fulls." Ísland tapaði einnig fyrri leiknum gegn Úkraínu á heimavelli og Ágúst vill meina að þar hafi draumurinn um EM farið. „EM-draumurinn fer þar. Við mættum ekki tilbúnar í þann leik en hann áttum við að vinna. Góður sigur þar hefði fleytt okkur á EM." Íslenska liðið var búið að fara á tvö stórmót í röð og því nokkuð áfall að missa af næsta móti. „Það er samt margt gott í þessu og liðið að spila vel. Það er mikið af spennandi verkefnum fram undan og við verðum að einbeita okkur að þeim." Olís-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Úkraínu ytra í gær í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. Íslenska liðið varð að vinna leikinn með þremur mörkum til þess að komast á EM í Hollandi en það átti aldrei að vera því íslenska liðið átti undir högg að sækja allan leikinn. Þegar upp var staðið vann Úkraína með tveimur mörkum, 22-20, en liðið var lengi vel með þriggja til fimm marka forskot. Íslenska liðið átti ekki sinn besta dag. Sóknarleikurinn hörmulegur allan tímann og klaufaskapurinn oft mikill. Stelpurnar voru í raun sjálfum sér verstar og áttu ekkert skilið úr þessum leik nema markvörðurinn Guðný Jenný sem átti frábæran leik. „Varnarleikurinn var slakur framan af en frábær í seinni. Það vantaði mikla áræðni í sóknina og svo förum við illa með góð færi á mikilvægum augnablikum. Fyrst og fremst erum við að spila undir getu og það gengur ekki á útivelli gegn Úkraínu," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson hundsvekktur eftir leikinn. „Við fengum ekki mörk utan af velli og það gengur ekki upp. Við nálguðumst þær en náðum aldrei að stíga skrefið til fulls." Ísland tapaði einnig fyrri leiknum gegn Úkraínu á heimavelli og Ágúst vill meina að þar hafi draumurinn um EM farið. „EM-draumurinn fer þar. Við mættum ekki tilbúnar í þann leik en hann áttum við að vinna. Góður sigur þar hefði fleytt okkur á EM." Íslenska liðið var búið að fara á tvö stórmót í röð og því nokkuð áfall að missa af næsta móti. „Það er samt margt gott í þessu og liðið að spila vel. Það er mikið af spennandi verkefnum fram undan og við verðum að einbeita okkur að þeim."
Olís-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira