Guðmundur: Búinn að vera stórkostlegur tími Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2012 07:00 Hápunkturinn á landsliðsþjálfaraferli Guðmundar er þegar hann stýrði liðinu í úrslit á ÓL í Peking. Hann fagnar hér sætum sigri í Peking.fréttablaðið/vilhelm Það styttist í kveðjustund Guðmundar Guðmundssonar með landsliðið. Það var tilkynnt um helgina að Guðmundur hætti með liðið eftir ÓL í sumar. Hann hefur náð einstökum árangri með landsliðið. Eftir rúmlega fjögur farsæl ár í starfi landsliðsþjálfara styttist í að Guðmundur Guðmundsson láti af störfum. Það gerir hann í ágúst að loknum Ólympíuleikunum. Undir stjórn Guðmundar hefur landsliðið náð sínum langbesta árangri í sögunni. Stendur þar upp úr silfur á ÓL í Peking og brons á EM í Austurríki. Einu verðlaunin sem íslenska landsliðið hefur fengið á stórmótum. Áður en kemur að kveðjustund ætlar Guðmundur að koma Íslandi á næsta HM og ná góðum árangri á Ólympíuleikunum. „Ég er búinn að hugsa þetta lengi en ákvörðunin er nýtilkomin. Það er auðvitað rosalegt álag að vera með tvö stórlið undir sinni stjórn," sagði Guðmundur en hann er einnig þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen. „Það er mikið álag þar og margir leikir. Þess vegna mjög erfitt að vera með landsliðið líka til lengri tíma. Minn samningur rennur út í lok sumars með landsliðið og ég vildi ganga frá því snemma hvernig staðan yrði með framhaldið." Guðmundur segist hafa viljað með þessari ákvörðun senda sínu félagsliði ákveðin skilaboð. Einnig fannst honum gott að HSÍ fengi fínan tíma til þess að finna arftaka hans. Forveri hans, Alfreð Gíslason, hætti einnig vegna álags og sagði þá, eins og Guðmundur þekkir núna, að það sé ekki hægt að vinna þessi tvö störf til lengri tíma. Það sé ekki leggjandi á einn mann. „Ég er líka með fjölskyldu og undanfarin ár hef ég aldrei fengið frí. Þegar kemur frí þá er ég með landsliðinu. Það sér það hver maður að það er ekki hægt að gera þetta til lengri tíma. Þetta er engu að síður búinn að vera stórkostlegur tími. Hann er ekki búinn og ég er afar spenntur fyrir þeim tveim verkefnum sem eru fram undan." Það mátti heyra á Guðmundi að honum finnst það ekki auðvelt að sleppa takinu af landsliðinu. „Ég hef virkilega notið þess að vinna með þessum leikmönnum. Það eru forréttindi að þjálfa þessa drengi. Það eru stórkostlegir karakterar í liðinu. Auðvitað er þetta búinn að vera frábær tími og því eðlilega verður eftirsjá þegar þessum tíma lýkur." Guðmundur hefur fyrir löngu skráð nafn sitt gylltu letri í íslenska handboltasögu og hann er eðlilega stoltur af sínum árangri. „Ég er mjög stoltur. Gríðarlega. Það er margt sem ég er stoltur af á mínum landsliðsþjálfaraferli og þar á meðal að við erum á leið á okkar þriðju Ólympíuleika í röð. Það eru ekki margar þjóðir sem hafa náð því," sagði Guðmundur en hann hefur enga skoðun á því hver eigi að taka við af honum og ætlar ekki að skipta sér af ráðningarferlinu. Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Það styttist í kveðjustund Guðmundar Guðmundssonar með landsliðið. Það var tilkynnt um helgina að Guðmundur hætti með liðið eftir ÓL í sumar. Hann hefur náð einstökum árangri með landsliðið. Eftir rúmlega fjögur farsæl ár í starfi landsliðsþjálfara styttist í að Guðmundur Guðmundsson láti af störfum. Það gerir hann í ágúst að loknum Ólympíuleikunum. Undir stjórn Guðmundar hefur landsliðið náð sínum langbesta árangri í sögunni. Stendur þar upp úr silfur á ÓL í Peking og brons á EM í Austurríki. Einu verðlaunin sem íslenska landsliðið hefur fengið á stórmótum. Áður en kemur að kveðjustund ætlar Guðmundur að koma Íslandi á næsta HM og ná góðum árangri á Ólympíuleikunum. „Ég er búinn að hugsa þetta lengi en ákvörðunin er nýtilkomin. Það er auðvitað rosalegt álag að vera með tvö stórlið undir sinni stjórn," sagði Guðmundur en hann er einnig þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen. „Það er mikið álag þar og margir leikir. Þess vegna mjög erfitt að vera með landsliðið líka til lengri tíma. Minn samningur rennur út í lok sumars með landsliðið og ég vildi ganga frá því snemma hvernig staðan yrði með framhaldið." Guðmundur segist hafa viljað með þessari ákvörðun senda sínu félagsliði ákveðin skilaboð. Einnig fannst honum gott að HSÍ fengi fínan tíma til þess að finna arftaka hans. Forveri hans, Alfreð Gíslason, hætti einnig vegna álags og sagði þá, eins og Guðmundur þekkir núna, að það sé ekki hægt að vinna þessi tvö störf til lengri tíma. Það sé ekki leggjandi á einn mann. „Ég er líka með fjölskyldu og undanfarin ár hef ég aldrei fengið frí. Þegar kemur frí þá er ég með landsliðinu. Það sér það hver maður að það er ekki hægt að gera þetta til lengri tíma. Þetta er engu að síður búinn að vera stórkostlegur tími. Hann er ekki búinn og ég er afar spenntur fyrir þeim tveim verkefnum sem eru fram undan." Það mátti heyra á Guðmundi að honum finnst það ekki auðvelt að sleppa takinu af landsliðinu. „Ég hef virkilega notið þess að vinna með þessum leikmönnum. Það eru forréttindi að þjálfa þessa drengi. Það eru stórkostlegir karakterar í liðinu. Auðvitað er þetta búinn að vera frábær tími og því eðlilega verður eftirsjá þegar þessum tíma lýkur." Guðmundur hefur fyrir löngu skráð nafn sitt gylltu letri í íslenska handboltasögu og hann er eðlilega stoltur af sínum árangri. „Ég er mjög stoltur. Gríðarlega. Það er margt sem ég er stoltur af á mínum landsliðsþjálfaraferli og þar á meðal að við erum á leið á okkar þriðju Ólympíuleika í röð. Það eru ekki margar þjóðir sem hafa náð því," sagði Guðmundur en hann hefur enga skoðun á því hver eigi að taka við af honum og ætlar ekki að skipta sér af ráðningarferlinu.
Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira