Tökum gestasprettinn Jakob Frímann Magnússon skrifar 5. júní 2012 06:00 Það er gott að fá gesti í heimsókn. Það rekur okkur til hreingerninga og tiltektar. Orðið gestasprettur vísar til þeirra skyndiþrifa sem jafnan eru undanfari gestakomu. Miðborgin er vettvangur tæplega eitt þúsund rekstraraðila og um níu þúsund íbúa. Auk þess sækja tugþúsundir miðborgina heim vikulega, á sumum helgum allt að eitt hundrað þúsund manns, og eru gestir þá iðulega eigi einhamir, í stífu föruneyti Bakkusar konungs. Skrautlegt er jafnan um að litast eftir útihátíðir helganna í miðborginni. Fnæsandi vélsópar gera sitt besta, en það dugir skammt. Það eru að koma gestir!Í ár eigum við von á um 700.000 þúsund erlendum gestum til viðbótar við alla þá innlendu. Flestir þeirra sækja miðborgina heim. Hún er í raun fjölsóttasti og mesti álagsblettur Íslands. Mörgum blöskrar útgangurinn á miðborginni, jafnvel þó vélsóparnir hafi lokið sínu. Nú er mál að taka höndum saman; við heimafólkið að vanda okkur og huga betur að umgengninni og vélsópaverktakarnir að gerast einbeittari og grípa til handkústanna þar sem þörf krefur. Loks þurfa rekstraraðilarnir að sammælast um hreinni torg og fegurri borg því slíkt eykur líkur á endurteknum heimsóknum og blómlegri viðskiptum til langframa. Í nágrannalöndunum er það sjálfsögð og viðtekin venja að rekstraraðilar hefji starfsdaginn á að grípa kústinn og fægiskófluna til að fegra eigin stétt og sitt nánasta umhverfi. Þetta þurfum við að innleiða hér. Gestasprettur í vikulokinNú á föstudaginn 8. júní hefst hreinsunarátakið Gestasprettur. Kústum og fægiskóflum verður með táknrænum hætti dreift meðal rekstraraðila í miðborginni, málningarpenslum þar sem við á. Áður en 700.000 erlendu gestina ber að garði er hvatt til þess að rekstraraðilar og íbúar sameinist í frísklegu hreinsunarátaki með atfylgi Miðborgarinnar okkar og Reykjavíkurborgar. Afraksturinn í formi ruslapoka verður síðan fjarlægður af stéttarbrúnum á laugardag 9. júní, sunnudag 10. júní og mánudag 11. júní. Í kjölfarið ættum við að efna til viðvarandi vitundarvakningar og gera síðan með okkur miðborgarsáttmála er spegli sameiginlega ábyrgð okkar allra á því að standa vörð um hreinleika og reisn miðborgarinnar okkar fögru. Hún er í senn sameign allra Íslendinga og mikilvæg fyrsta vísbending um menningarstig sem blasir við ört fjölgandi gestum okkar. Gleðilegt sumar. Láttu ekki þitt eftir liggja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er gott að fá gesti í heimsókn. Það rekur okkur til hreingerninga og tiltektar. Orðið gestasprettur vísar til þeirra skyndiþrifa sem jafnan eru undanfari gestakomu. Miðborgin er vettvangur tæplega eitt þúsund rekstraraðila og um níu þúsund íbúa. Auk þess sækja tugþúsundir miðborgina heim vikulega, á sumum helgum allt að eitt hundrað þúsund manns, og eru gestir þá iðulega eigi einhamir, í stífu föruneyti Bakkusar konungs. Skrautlegt er jafnan um að litast eftir útihátíðir helganna í miðborginni. Fnæsandi vélsópar gera sitt besta, en það dugir skammt. Það eru að koma gestir!Í ár eigum við von á um 700.000 þúsund erlendum gestum til viðbótar við alla þá innlendu. Flestir þeirra sækja miðborgina heim. Hún er í raun fjölsóttasti og mesti álagsblettur Íslands. Mörgum blöskrar útgangurinn á miðborginni, jafnvel þó vélsóparnir hafi lokið sínu. Nú er mál að taka höndum saman; við heimafólkið að vanda okkur og huga betur að umgengninni og vélsópaverktakarnir að gerast einbeittari og grípa til handkústanna þar sem þörf krefur. Loks þurfa rekstraraðilarnir að sammælast um hreinni torg og fegurri borg því slíkt eykur líkur á endurteknum heimsóknum og blómlegri viðskiptum til langframa. Í nágrannalöndunum er það sjálfsögð og viðtekin venja að rekstraraðilar hefji starfsdaginn á að grípa kústinn og fægiskófluna til að fegra eigin stétt og sitt nánasta umhverfi. Þetta þurfum við að innleiða hér. Gestasprettur í vikulokinNú á föstudaginn 8. júní hefst hreinsunarátakið Gestasprettur. Kústum og fægiskóflum verður með táknrænum hætti dreift meðal rekstraraðila í miðborginni, málningarpenslum þar sem við á. Áður en 700.000 erlendu gestina ber að garði er hvatt til þess að rekstraraðilar og íbúar sameinist í frísklegu hreinsunarátaki með atfylgi Miðborgarinnar okkar og Reykjavíkurborgar. Afraksturinn í formi ruslapoka verður síðan fjarlægður af stéttarbrúnum á laugardag 9. júní, sunnudag 10. júní og mánudag 11. júní. Í kjölfarið ættum við að efna til viðvarandi vitundarvakningar og gera síðan með okkur miðborgarsáttmála er spegli sameiginlega ábyrgð okkar allra á því að standa vörð um hreinleika og reisn miðborgarinnar okkar fögru. Hún er í senn sameign allra Íslendinga og mikilvæg fyrsta vísbending um menningarstig sem blasir við ört fjölgandi gestum okkar. Gleðilegt sumar. Láttu ekki þitt eftir liggja!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar