Ramune: Nýtt upphaf fyrir mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2012 07:30 Ramune er hér í leik með Haukum en þar vann hún fjölmarga titla áður en hún hélt til Noregs árið 2010.fréttablaðið/anton Handboltakonan Ramune Pekarskyte fær á næstunni íslenskan ríkisborgararétt og verður hún gjaldgeng í íslenska landsliðið síðar á árinu. Hún er 31 árs gömul og stefnir á að setjast að á Íslandi eftir að handboltaferlinum lýkur. Stórskyttan Ramune Pekarskyte fær íslenskan ríkisborgararétt ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu ríkisborgararéttar. Tillagan var á dagskrá þingsins í gær og fær væntanlega skjóta afgreiðslu. Tíðindin þykja góð fyrir íslenskan handknattleik og ekki síst kvennalandsliðið í handbolta enda Ramune öflugur leikmaður. „Hún er einn besti sóknarmaðurinn í norsku deildinni, sem er ásamt þeirri dönsku besta deild heims," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson sem hefur þjálfað hana hjá Levanger í Noregi undanfarin tvö ár. Ágúst hætti reyndar með félagið undir lok tímabilsins en Ramune, sem er fædd í Litháen, framlengdi samning sinn um tvö ár. „Ég er mjög spennt fyrir þessu enda nýtt upphaf og nýtt líf fyrir mig," sagði Ramune á góðri íslensku þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún spilaði með Haukum í átta ár áður en Ágúst fékk hana til Noregs fyrir tæpum tveimur árum síðan. Hún verður 32 ára síðar á þessu ári og á því mörg góð ár eftir í boltanum. Mamma ekki ánægð í fyrstu„Ég ætlaði fyrst að sækja um árið 2005 en mamma mín var reyndar ekki ánægð með það og því ákvað ég að bíða," sagði hún í léttum dúr. „En nú vildi ég kýla á þetta og ákvað að senda inn umsókn." Samkvæmt reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, mega leikmenn ekki spila með landsliði í þrjú ár áður en þau verða gjaldgeng í annað landslið. Gildir þá einu hvenær viðkomandi fékk nýjan ríkisborgararétt. Ramune lék hins vegar síðast með landsliði Litháen fyrir tæpum þremur árum og verður hún gjaldgeng með íslenska landsliðinu í október á þessu ári. „Ég hef reyndar verið meidd síðan í desember en er að æfa núna. Ef ég næ að spila vel í haust og Ágúst vill fá mig í landsliðið, þá kem ég," segir hún. Ramune sér fyrir sér að hún muni spila aftur hér á landi. „Ég verð allavega í eitt ár til viðbótar í Noregi en svo sé ég til." Ágúst segir að það sé ekki sjálfgefið að hún verði valin í landsliðið. „Hún verður auðvitað að standa sig til þess, alveg eins og allir leikmenn. En ef allt er eðlilegt þá á hún ágætis möguleika á því," sagði hann. „Hingað til hefur hún átt frábæran feril. Hún spilaði mjög vel með Haukum sem og í þessi tvö ár sem ég þjálfaði hana í Noregi. Hún var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra sem segir ýmislegt. Hún er frábær skytta sem myndi auka breidd liðsins mikið." Sá um þetta sjálfÁgúst segist aðspurður ekki hafa haft hönd í bagga í þessu ferli. „Hún sá sjálf um alla pappírsvinnu og þetta var frá henni komið – enda er hún mikill Íslendingur í sér. Hún á íbúð hér á landi, kann tungumálið og ætlar sér að setjast að á Íslandi. Þá lá beinast við að hún myndi sækja um ríkisborgararétt," segir hann. „En ég hafði auðvitað ekkert á móti því að hún myndi sækja um. Þetta er frábær handboltamaður og góð manneskja þar að auki." Það gæti því farið svo að Ramune spili með íslenska landsliðinu á EM í desember næstkomandi. Ísland komst reyndar ekki áfram úr undankeppninni en gæti fengið úthlutað sæti í keppninni síðar í vikunni. Holland átti að halda keppnina en gaf óvænt mótið frá sér fyrr í mánuðinum. Ef ákveðið verður að halda mótið í landi sem hafði þegar tryggt sér þátttökurétt í undankeppninni er góður möguleiki á því að Ísland fái sextánda og síðasta sætið á mótinu. Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Handboltakonan Ramune Pekarskyte fær á næstunni íslenskan ríkisborgararétt og verður hún gjaldgeng í íslenska landsliðið síðar á árinu. Hún er 31 árs gömul og stefnir á að setjast að á Íslandi eftir að handboltaferlinum lýkur. Stórskyttan Ramune Pekarskyte fær íslenskan ríkisborgararétt ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu ríkisborgararéttar. Tillagan var á dagskrá þingsins í gær og fær væntanlega skjóta afgreiðslu. Tíðindin þykja góð fyrir íslenskan handknattleik og ekki síst kvennalandsliðið í handbolta enda Ramune öflugur leikmaður. „Hún er einn besti sóknarmaðurinn í norsku deildinni, sem er ásamt þeirri dönsku besta deild heims," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson sem hefur þjálfað hana hjá Levanger í Noregi undanfarin tvö ár. Ágúst hætti reyndar með félagið undir lok tímabilsins en Ramune, sem er fædd í Litháen, framlengdi samning sinn um tvö ár. „Ég er mjög spennt fyrir þessu enda nýtt upphaf og nýtt líf fyrir mig," sagði Ramune á góðri íslensku þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún spilaði með Haukum í átta ár áður en Ágúst fékk hana til Noregs fyrir tæpum tveimur árum síðan. Hún verður 32 ára síðar á þessu ári og á því mörg góð ár eftir í boltanum. Mamma ekki ánægð í fyrstu„Ég ætlaði fyrst að sækja um árið 2005 en mamma mín var reyndar ekki ánægð með það og því ákvað ég að bíða," sagði hún í léttum dúr. „En nú vildi ég kýla á þetta og ákvað að senda inn umsókn." Samkvæmt reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, mega leikmenn ekki spila með landsliði í þrjú ár áður en þau verða gjaldgeng í annað landslið. Gildir þá einu hvenær viðkomandi fékk nýjan ríkisborgararétt. Ramune lék hins vegar síðast með landsliði Litháen fyrir tæpum þremur árum og verður hún gjaldgeng með íslenska landsliðinu í október á þessu ári. „Ég hef reyndar verið meidd síðan í desember en er að æfa núna. Ef ég næ að spila vel í haust og Ágúst vill fá mig í landsliðið, þá kem ég," segir hún. Ramune sér fyrir sér að hún muni spila aftur hér á landi. „Ég verð allavega í eitt ár til viðbótar í Noregi en svo sé ég til." Ágúst segir að það sé ekki sjálfgefið að hún verði valin í landsliðið. „Hún verður auðvitað að standa sig til þess, alveg eins og allir leikmenn. En ef allt er eðlilegt þá á hún ágætis möguleika á því," sagði hann. „Hingað til hefur hún átt frábæran feril. Hún spilaði mjög vel með Haukum sem og í þessi tvö ár sem ég þjálfaði hana í Noregi. Hún var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra sem segir ýmislegt. Hún er frábær skytta sem myndi auka breidd liðsins mikið." Sá um þetta sjálfÁgúst segist aðspurður ekki hafa haft hönd í bagga í þessu ferli. „Hún sá sjálf um alla pappírsvinnu og þetta var frá henni komið – enda er hún mikill Íslendingur í sér. Hún á íbúð hér á landi, kann tungumálið og ætlar sér að setjast að á Íslandi. Þá lá beinast við að hún myndi sækja um ríkisborgararétt," segir hann. „En ég hafði auðvitað ekkert á móti því að hún myndi sækja um. Þetta er frábær handboltamaður og góð manneskja þar að auki." Það gæti því farið svo að Ramune spili með íslenska landsliðinu á EM í desember næstkomandi. Ísland komst reyndar ekki áfram úr undankeppninni en gæti fengið úthlutað sæti í keppninni síðar í vikunni. Holland átti að halda keppnina en gaf óvænt mótið frá sér fyrr í mánuðinum. Ef ákveðið verður að halda mótið í landi sem hafði þegar tryggt sér þátttökurétt í undankeppninni er góður möguleiki á því að Ísland fái sextánda og síðasta sætið á mótinu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira