Að þurfa að hefna Pawel Bartoszek skrifar 15. júní 2012 06:00 Eitt sinn var Plútó pláneta. Svo fóru að finnast hnettir sem voru svipaðir að stærð og Plútó, t.d. Eris. Vísindamennina grunaði að mjög margir slíkir hnettir gætu verið til. Það var ekki hægt að láta grunnskólabörn læra nöfn þeirra allra. Menn bjuggu því til nýja skilgreiningu á plánetum og afplánetuðu Plútó. Það var ekkert sem breyttist hjá Plútó. Hin gengisfelldi reikihnöttur er hér áfram á sinni sporöskjulaga og hallandi braut umhverfis sólina. Umræðan um Plútó snerist því frekar um gerð kennsluefnis fremur en einhverja merkilega stjörnufræði. Við vitum að í geimnum eru hnettir sem eru einn metri á breidd og aðrir sem eru milljón sinnum breiðari. Við köllum suma þeirra loftsteina en hina plánetur. Þar á milli eru einhverjir aðrir flokkar. Einhvern veginn vilja menn geta ákveðið í hvaða flokk hver hnöttur fellur og stundum verður flokkunin svolítið gervileg. En þetta er auðvitað bara flokkun. Grænland er eyja en Ástralía er álfa. Fólk með BMI stuðulinn 29,9 telst vera í yfirvigt, en þeir sem hafa BMI stuðulinn 30,1 eru komnir í offituflokkinn. Menn eru börn 17 ára en fullorðnir 18 ára. Menn eru alltaf að reyna að raða hlutum á óendanlegu, samfelldu rófi í endanlega margar skúffur. Sum þessara flokkunarvandamála kunna að virðast háheimspekileg og forvitnileg í fyrstu en í raun eru þau ekkert merkilegri en verkefnið sem bókasafnsvörður stendur frammi fyrir þegar hann þarf finna bók réttan stað í safninu. Engu að síður er það svo að svör við þessum flokkunarspurningum hafa oft afleiðingar. Í réttarkerfinu skiptir til dæmis miklu máli hve gamlir menn eru þegar þeir brjóta af sér eða hvort þeir séu „heilir á geði". Út frá því má sjá að hugmyndir okkar um refsingar byggjast á þeim forsendum að fólk hafi frjálsan vilja en geti misst hann, varanlega eða tímabundið, og stjórni þá ekki gjörðum sínum. Vandinn er hins vegar sá að miðað við það sem við vitum um heiminn þá er heilinn okkar einfaldlega mjög flókið net af frumum sem samsettar eru úr atómum, og allt þetta stjórnast af lögmálum eðlisfræðinnar. Það er sem sagt eitthvað samspil af eðlisfræðilegum ferlum í heilanum sem veldur því að einn maður ákveður að taka þátt í maraþoni meðan annar fer að plana morð. Stundum skiljum við þessi ferli í heilanum eitthvað en oftast gerum við það ekki. Kannski að spurningin um meinta geðveiki sakborninga snúist aðallega um það hve vel við skiljum heilastarfsemi þeirra. Ef við teljum okkur vita hvað það er sem fær þá til að haga sér eins og þeir gera getum við reynt að hjálpa þeim, annars læsum við þá allavega inni svo þeir í það minnsta skaði ekki annað fólk. Það að hjálpa mönnum að snúa af villu vegar og verja samfélagið gegn þeim sem það ekki gera eru góð markmið fyrir réttargæslukerfið. Á tímum þegar reiðin er hvað mest er hvers kyns hefndarrökum jafnan bætt við og sá sem þetta skrifar hefur því miður ekki verið saklaus af slíku. Atburðir eins og fjöldamorðin í Útey draga ekki alltaf fram það besta í fólki. Þörfin til að hefna sín er náttúruleg hvöt en er, í ljósi þess sem við vitum um alheiminn, ekki sérlega rökrétt. Ef heilinn er einfaldlega flókið net ætti það auðvitað að vera langtímamarkmið vísindamanna okkar að skilja þau ferli sem í honum eiga sér stað og nýta þá vitneskju til að hjálpa fólki að hætta að meiða aðra. Það er margfalt skynsamlegra en að stefna að því að menn sem gerðu eitthvað rangt hafi það skítt sem lengst. Þegar reiðin og hefndarþörfin rísa hátt verður krafan um þyngri dóma hávær. En í þeirri umræðu má ekki gleyma því að það er ekkert gefið að þeir sem sitja lengi í fangelsi komi út meira bættir en þeir sem stoppa þar stutt. Gleymum því ekki að Ísland hefur lengi verið eitt af öruggustu löndum heims. Þrátt fyrir meinta linkind við afbrotamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt sinn var Plútó pláneta. Svo fóru að finnast hnettir sem voru svipaðir að stærð og Plútó, t.d. Eris. Vísindamennina grunaði að mjög margir slíkir hnettir gætu verið til. Það var ekki hægt að láta grunnskólabörn læra nöfn þeirra allra. Menn bjuggu því til nýja skilgreiningu á plánetum og afplánetuðu Plútó. Það var ekkert sem breyttist hjá Plútó. Hin gengisfelldi reikihnöttur er hér áfram á sinni sporöskjulaga og hallandi braut umhverfis sólina. Umræðan um Plútó snerist því frekar um gerð kennsluefnis fremur en einhverja merkilega stjörnufræði. Við vitum að í geimnum eru hnettir sem eru einn metri á breidd og aðrir sem eru milljón sinnum breiðari. Við köllum suma þeirra loftsteina en hina plánetur. Þar á milli eru einhverjir aðrir flokkar. Einhvern veginn vilja menn geta ákveðið í hvaða flokk hver hnöttur fellur og stundum verður flokkunin svolítið gervileg. En þetta er auðvitað bara flokkun. Grænland er eyja en Ástralía er álfa. Fólk með BMI stuðulinn 29,9 telst vera í yfirvigt, en þeir sem hafa BMI stuðulinn 30,1 eru komnir í offituflokkinn. Menn eru börn 17 ára en fullorðnir 18 ára. Menn eru alltaf að reyna að raða hlutum á óendanlegu, samfelldu rófi í endanlega margar skúffur. Sum þessara flokkunarvandamála kunna að virðast háheimspekileg og forvitnileg í fyrstu en í raun eru þau ekkert merkilegri en verkefnið sem bókasafnsvörður stendur frammi fyrir þegar hann þarf finna bók réttan stað í safninu. Engu að síður er það svo að svör við þessum flokkunarspurningum hafa oft afleiðingar. Í réttarkerfinu skiptir til dæmis miklu máli hve gamlir menn eru þegar þeir brjóta af sér eða hvort þeir séu „heilir á geði". Út frá því má sjá að hugmyndir okkar um refsingar byggjast á þeim forsendum að fólk hafi frjálsan vilja en geti misst hann, varanlega eða tímabundið, og stjórni þá ekki gjörðum sínum. Vandinn er hins vegar sá að miðað við það sem við vitum um heiminn þá er heilinn okkar einfaldlega mjög flókið net af frumum sem samsettar eru úr atómum, og allt þetta stjórnast af lögmálum eðlisfræðinnar. Það er sem sagt eitthvað samspil af eðlisfræðilegum ferlum í heilanum sem veldur því að einn maður ákveður að taka þátt í maraþoni meðan annar fer að plana morð. Stundum skiljum við þessi ferli í heilanum eitthvað en oftast gerum við það ekki. Kannski að spurningin um meinta geðveiki sakborninga snúist aðallega um það hve vel við skiljum heilastarfsemi þeirra. Ef við teljum okkur vita hvað það er sem fær þá til að haga sér eins og þeir gera getum við reynt að hjálpa þeim, annars læsum við þá allavega inni svo þeir í það minnsta skaði ekki annað fólk. Það að hjálpa mönnum að snúa af villu vegar og verja samfélagið gegn þeim sem það ekki gera eru góð markmið fyrir réttargæslukerfið. Á tímum þegar reiðin er hvað mest er hvers kyns hefndarrökum jafnan bætt við og sá sem þetta skrifar hefur því miður ekki verið saklaus af slíku. Atburðir eins og fjöldamorðin í Útey draga ekki alltaf fram það besta í fólki. Þörfin til að hefna sín er náttúruleg hvöt en er, í ljósi þess sem við vitum um alheiminn, ekki sérlega rökrétt. Ef heilinn er einfaldlega flókið net ætti það auðvitað að vera langtímamarkmið vísindamanna okkar að skilja þau ferli sem í honum eiga sér stað og nýta þá vitneskju til að hjálpa fólki að hætta að meiða aðra. Það er margfalt skynsamlegra en að stefna að því að menn sem gerðu eitthvað rangt hafi það skítt sem lengst. Þegar reiðin og hefndarþörfin rísa hátt verður krafan um þyngri dóma hávær. En í þeirri umræðu má ekki gleyma því að það er ekkert gefið að þeir sem sitja lengi í fangelsi komi út meira bættir en þeir sem stoppa þar stutt. Gleymum því ekki að Ísland hefur lengi verið eitt af öruggustu löndum heims. Þrátt fyrir meinta linkind við afbrotamenn.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun