Nýir sigrar jafnréttisbaráttunnar Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2012 06:00 Kvenréttindadagurinn er greyptur í sögu jafnréttis kynjanna og mannréttinda hér á landi. Sjaldan eða aldrei sem í dag getum við fagnað jafn stórum áföngum á jafn stuttum tíma. Í dag þökkum við líka fyrir baráttu undangenginna kynslóða og ríka getu íslenskra kvenna til samstöðu og samvinnu um að stefna enn hærra. Við fögnum því að hafa þrjú ár í röð skipað efsta sætið á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála á heimsvísu og ætlum að halda þessu forystusæti með því að sækja stöðugt fram. Í fyrsta skipti í Íslandssögunni eru konur í meirihluta æðstu embætta stjórnsýslunnar. Af níu ráðherrum eru fimm konur, af tíu ráðuneytisstjórum eru fimm konur. Í fyrsta skipti hafa konur náð hinu 40% nú lögbundna lágmarki í nefndum og ráðum Stjórnarráðsins. Kynjakvótinn sem núverandi stjórnarmeirihluti innleiddi hefur þegar leitt til fjölgunar kvenna í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja en hann kemst að fullu til framkvæmda 2013. Hert barátta gegn kynbundnu ofbeldi dylst engum, svo sem lögleiðing austurrísku leiðarinnar, bann við kaupum á vændi, aðgerðaáætlun gegn mansali og ný aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi sem er í smíðum. Vert er að minna á nýja greiningu Þjóðmálastofnunar á þróun launamunar kynjanna fyrir hrun annars vegar og í tíð þessarar ríkisstjórnar hins vegar. Greiningin byggir á gögnum Hagstofunnar og sýnir minnkandi mun, úr 30-35% í 13-20%, eftir því við hvaða launahugtak er miðað. En þessi árangur nægir mér ekki, ekki núverandi ríkisstjórn og ekki konum þessa lands. Launajafnrétti kynjanna er það svið jafnréttisbaráttunnar þar sem stöðugt þarf að sækja fram, móta einarðan pólitískan vilja og finna ný og beittari verkfæri til að hrinda honum í framkvæmd. Í dag verður kynnt frumvarp að staðli um launajafnrétti kynja. Með honum hafa aðilar vinnumarkaðarins í samvinnu við stjórnvöld og Staðlaráð unnið algert frumkvöðla- og brautryðjendastarf. Ég bind miklar vonir við að atvinnulífið allt taki honum fagnandi og nýti þá möguleika sem hann skapar til að ná enn frekari árangri í baráttunni gegn launamisrétti kynjanna. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindadagurinn er greyptur í sögu jafnréttis kynjanna og mannréttinda hér á landi. Sjaldan eða aldrei sem í dag getum við fagnað jafn stórum áföngum á jafn stuttum tíma. Í dag þökkum við líka fyrir baráttu undangenginna kynslóða og ríka getu íslenskra kvenna til samstöðu og samvinnu um að stefna enn hærra. Við fögnum því að hafa þrjú ár í röð skipað efsta sætið á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála á heimsvísu og ætlum að halda þessu forystusæti með því að sækja stöðugt fram. Í fyrsta skipti í Íslandssögunni eru konur í meirihluta æðstu embætta stjórnsýslunnar. Af níu ráðherrum eru fimm konur, af tíu ráðuneytisstjórum eru fimm konur. Í fyrsta skipti hafa konur náð hinu 40% nú lögbundna lágmarki í nefndum og ráðum Stjórnarráðsins. Kynjakvótinn sem núverandi stjórnarmeirihluti innleiddi hefur þegar leitt til fjölgunar kvenna í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja en hann kemst að fullu til framkvæmda 2013. Hert barátta gegn kynbundnu ofbeldi dylst engum, svo sem lögleiðing austurrísku leiðarinnar, bann við kaupum á vændi, aðgerðaáætlun gegn mansali og ný aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi sem er í smíðum. Vert er að minna á nýja greiningu Þjóðmálastofnunar á þróun launamunar kynjanna fyrir hrun annars vegar og í tíð þessarar ríkisstjórnar hins vegar. Greiningin byggir á gögnum Hagstofunnar og sýnir minnkandi mun, úr 30-35% í 13-20%, eftir því við hvaða launahugtak er miðað. En þessi árangur nægir mér ekki, ekki núverandi ríkisstjórn og ekki konum þessa lands. Launajafnrétti kynjanna er það svið jafnréttisbaráttunnar þar sem stöðugt þarf að sækja fram, móta einarðan pólitískan vilja og finna ný og beittari verkfæri til að hrinda honum í framkvæmd. Í dag verður kynnt frumvarp að staðli um launajafnrétti kynja. Með honum hafa aðilar vinnumarkaðarins í samvinnu við stjórnvöld og Staðlaráð unnið algert frumkvöðla- og brautryðjendastarf. Ég bind miklar vonir við að atvinnulífið allt taki honum fagnandi og nýti þá möguleika sem hann skapar til að ná enn frekari árangri í baráttunni gegn launamisrétti kynjanna. Til hamingju með daginn!
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun