Hluthafasjálfsvörn Baldur Thorlacius skrifar 12. júlí 2012 06:00 „Most shareholders are galvanized into action only when their rights have been trampled upon, and they would better to be more proactive in the first place" – IR Magazine, júní 2009. Ofangreind tilvitnun lýsir ákveðnum veikleika sem hlutabréfamarkaðir glíma gjarnan við, þ.e. að hluthafar láti ekki að sér kveða fyrr en búið er að traðka á réttindum þeirra og það er orðið um seinan. Þegar talað er um að traðkað sé á réttindum hluthafa þekkir maður því miður ótal dæmi frá árunum um og í kringum hrunið þar sem efast má um að hagsmunir hluthafa hafi verið í heiðri hafðir. Dæmi um að stjórnendur félaga hafi tekið of mikla áhættu og tapað að lokum umtalsverðum fjármunum, dæmi um að rekstur félaga hafi í veigamiklum atriðum tekið mið af hagsmunum stærstu hluthafa þeirra og þá á kostnað smærri hluthafa o.s.frv. Það sem fólk áttar sig ekki alltaf á er að þetta geta verið atriði sem liggja fyrir utan verksvið opinberra eftirlitsaðila og að það sé á ábyrgð fjárfestanna sjálfra að gæta réttar síns og verja hagsmuni sína eftir bestu getu. En hvernig geta fjárfestar varið hagsmuni sína? Þeir munu því miður aldrei geta varið sig fullkomlega, þar sem fjárfesting í hlutabréfum er og verður alltaf áhættufjárfesting, en ef rétt er haldið á spilunum geta hluthafar þó komið einhverjum vörnum við og jafnvel stuðlað að bættum markaði á sama tíma. Hér á eftir verða tekin til nokkur atriði sem fjárfestar á hlutabréfamarkaði geta haft í huga og er umfjölluninni skipt í þrennt: að vanda valið, láta í sér heyra og að kjósa með fótunum.Að vanda valið Nauðsynlegt er að fjárfestar geri strangar kröfur til fyrirtækja á markaði og byggi fjárfestingarákvarðanir sínar ekki einungis á hefðbundnum greiningum á kennitölum og fjárhagsupplýsingum heldur einnig á annars konar upplýsingum, s.s. um stjórnarhætti viðkomandi fyrirtækis og trúverðugleika stjórnenda og stærstu eigenda þess. Verðmat greiningardeilda nær t.d. yfirleitt ekki til slíkra atriða og er því sérstaklega nauðsynlegt að fjárfestar kynni sér þau á eigin forsendum og móti sér sjálfstæða skoðun.Að láta í sér heyra Fjárfestingu í hlutabréfum fylgir ákveðin ábyrgð. Að vera hluthafi í hlutafélagi er að vera einn af eigendum þess og því er mikilvægt að hluthafar, stórir sem smáir, átti sig á því í hverju það felst. Hlutafélög eiga að vera rekin með hagsmuni eigenda þeirra að leiðarljósi, þ.e. allra hluthafa þeirra, og er það m.a. hlutverk hluthafa að sjá til þess að svo sé. Hluthafar kjósa aðila til þess að sitja í stjórn viðkomandi félags fyrir sína hönd og veita þeim umboð til þess að taka ýmsar ákvarðanir er varða félagið. Hluthafar eiga auk þess rétt á því að kjósa um önnur mikilvæg málefni á hluthafafundum, s.s. greiðslu arðs, starfskjarastefnu, þóknun fyrir stjórnarsetu og margt fleira. Þá eru hluthafafundir einnig vettvangur hluthafa til að segja sína skoðun á málefnum er tengjast viðkomandi félagi og rekstri þess, spyrja spurninga og jafnvel fá svör við þeim á staðnum frá stjórnendum og/eða stjórnarmönnum. Þetta vald hluthafa hefur verið vannýtt hér á landi, sem og reyndar víðar. Ef nógu hátt hlutfall hluthafa telst „óvirkt" og tekur ekki þátt í því að móta stefnu viðkomandi félags býður það stjórnendum og/eða öðrum (yfirleitt stórum) hluthöfum upp á að stýra viðkomandi félagi eftir eigin höfði, sem getur farið illa. Virkt aðhald hluthafa stuðlar að bættum stjórnarháttum og dregur úr líkunum á hagsmunaárekstrum og umboðsvanda (e. principal-agent problem). Að kjósa með fótunum Rétt eins og það er nauðsynlegt að fjárfestar hugi vandlega að því að félög fylgi góðum stjórnarháttum og að þeim sé stýrt með trúverðugum og heiðarlegum hætti áður en ákveðið er að kaupa hlutabréf þeirra getur að sama skapi verið nauðsynlegt fyrir eigendur að íhuga sölu á hlutabréfum sínum verði þeir þess áskynja að svo sé ekki. Ef slæmir stjórnarhættir auka söluþrýsting og lækka hlutabréfaverð (hafa m.ö.o. tilfinnanlegar afleiðingar) eru stjórnarmenn líklegri til þess að ráða faglega og heiðarlega stjórnendur og ráðnir stjórnendur líklegri til þess að viðhafa góða stjórnarhætti.Samandregið Í stuttu máli snýst ofangreint um að krefjast þess að aðilar sem sýsla með fjármuni hluthafanna, þ.e. stjórnendur og stjórnarmenn, vinni starf sitt af heilindum, taki ekki óþarfa áhættu og vinni að hagsmunum allra hluthafa en ekki einungis þeirra stærstu. Krafan þarf að vera raunveruleg og viðkomandi aðilar þurfa að finna fyrir henni. Þar sem aðkoma almennings að hlutabréfamörkuðum fer að stóru leyti fram í gegnum lífeyrissjóðina er sérstaklega brýnt að þeir hugi vel að þessum málefnum og standi ekki á hliðarlínunni. Ákveðin jákvæð teikn má sjá á lofti, svo sem meiri áhuga á bættum stjórnarháttum og aukna meðvitund um lög og reglur á markaði, en björninn er langt frá því að vera unninn. Vísbendingar eru t.d. um að dagar hinna óvirku hluthafa séu ekki taldir, sem er afar miður. Baráttan fyrir heilbrigðum markaði er og verður alltaf viðvarandi samstarfsverkefni allra sem að honum koma, og í henni má aldrei slá slöku við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Skoðanir Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
„Most shareholders are galvanized into action only when their rights have been trampled upon, and they would better to be more proactive in the first place" – IR Magazine, júní 2009. Ofangreind tilvitnun lýsir ákveðnum veikleika sem hlutabréfamarkaðir glíma gjarnan við, þ.e. að hluthafar láti ekki að sér kveða fyrr en búið er að traðka á réttindum þeirra og það er orðið um seinan. Þegar talað er um að traðkað sé á réttindum hluthafa þekkir maður því miður ótal dæmi frá árunum um og í kringum hrunið þar sem efast má um að hagsmunir hluthafa hafi verið í heiðri hafðir. Dæmi um að stjórnendur félaga hafi tekið of mikla áhættu og tapað að lokum umtalsverðum fjármunum, dæmi um að rekstur félaga hafi í veigamiklum atriðum tekið mið af hagsmunum stærstu hluthafa þeirra og þá á kostnað smærri hluthafa o.s.frv. Það sem fólk áttar sig ekki alltaf á er að þetta geta verið atriði sem liggja fyrir utan verksvið opinberra eftirlitsaðila og að það sé á ábyrgð fjárfestanna sjálfra að gæta réttar síns og verja hagsmuni sína eftir bestu getu. En hvernig geta fjárfestar varið hagsmuni sína? Þeir munu því miður aldrei geta varið sig fullkomlega, þar sem fjárfesting í hlutabréfum er og verður alltaf áhættufjárfesting, en ef rétt er haldið á spilunum geta hluthafar þó komið einhverjum vörnum við og jafnvel stuðlað að bættum markaði á sama tíma. Hér á eftir verða tekin til nokkur atriði sem fjárfestar á hlutabréfamarkaði geta haft í huga og er umfjölluninni skipt í þrennt: að vanda valið, láta í sér heyra og að kjósa með fótunum.Að vanda valið Nauðsynlegt er að fjárfestar geri strangar kröfur til fyrirtækja á markaði og byggi fjárfestingarákvarðanir sínar ekki einungis á hefðbundnum greiningum á kennitölum og fjárhagsupplýsingum heldur einnig á annars konar upplýsingum, s.s. um stjórnarhætti viðkomandi fyrirtækis og trúverðugleika stjórnenda og stærstu eigenda þess. Verðmat greiningardeilda nær t.d. yfirleitt ekki til slíkra atriða og er því sérstaklega nauðsynlegt að fjárfestar kynni sér þau á eigin forsendum og móti sér sjálfstæða skoðun.Að láta í sér heyra Fjárfestingu í hlutabréfum fylgir ákveðin ábyrgð. Að vera hluthafi í hlutafélagi er að vera einn af eigendum þess og því er mikilvægt að hluthafar, stórir sem smáir, átti sig á því í hverju það felst. Hlutafélög eiga að vera rekin með hagsmuni eigenda þeirra að leiðarljósi, þ.e. allra hluthafa þeirra, og er það m.a. hlutverk hluthafa að sjá til þess að svo sé. Hluthafar kjósa aðila til þess að sitja í stjórn viðkomandi félags fyrir sína hönd og veita þeim umboð til þess að taka ýmsar ákvarðanir er varða félagið. Hluthafar eiga auk þess rétt á því að kjósa um önnur mikilvæg málefni á hluthafafundum, s.s. greiðslu arðs, starfskjarastefnu, þóknun fyrir stjórnarsetu og margt fleira. Þá eru hluthafafundir einnig vettvangur hluthafa til að segja sína skoðun á málefnum er tengjast viðkomandi félagi og rekstri þess, spyrja spurninga og jafnvel fá svör við þeim á staðnum frá stjórnendum og/eða stjórnarmönnum. Þetta vald hluthafa hefur verið vannýtt hér á landi, sem og reyndar víðar. Ef nógu hátt hlutfall hluthafa telst „óvirkt" og tekur ekki þátt í því að móta stefnu viðkomandi félags býður það stjórnendum og/eða öðrum (yfirleitt stórum) hluthöfum upp á að stýra viðkomandi félagi eftir eigin höfði, sem getur farið illa. Virkt aðhald hluthafa stuðlar að bættum stjórnarháttum og dregur úr líkunum á hagsmunaárekstrum og umboðsvanda (e. principal-agent problem). Að kjósa með fótunum Rétt eins og það er nauðsynlegt að fjárfestar hugi vandlega að því að félög fylgi góðum stjórnarháttum og að þeim sé stýrt með trúverðugum og heiðarlegum hætti áður en ákveðið er að kaupa hlutabréf þeirra getur að sama skapi verið nauðsynlegt fyrir eigendur að íhuga sölu á hlutabréfum sínum verði þeir þess áskynja að svo sé ekki. Ef slæmir stjórnarhættir auka söluþrýsting og lækka hlutabréfaverð (hafa m.ö.o. tilfinnanlegar afleiðingar) eru stjórnarmenn líklegri til þess að ráða faglega og heiðarlega stjórnendur og ráðnir stjórnendur líklegri til þess að viðhafa góða stjórnarhætti.Samandregið Í stuttu máli snýst ofangreint um að krefjast þess að aðilar sem sýsla með fjármuni hluthafanna, þ.e. stjórnendur og stjórnarmenn, vinni starf sitt af heilindum, taki ekki óþarfa áhættu og vinni að hagsmunum allra hluthafa en ekki einungis þeirra stærstu. Krafan þarf að vera raunveruleg og viðkomandi aðilar þurfa að finna fyrir henni. Þar sem aðkoma almennings að hlutabréfamörkuðum fer að stóru leyti fram í gegnum lífeyrissjóðina er sérstaklega brýnt að þeir hugi vel að þessum málefnum og standi ekki á hliðarlínunni. Ákveðin jákvæð teikn má sjá á lofti, svo sem meiri áhuga á bættum stjórnarháttum og aukna meðvitund um lög og reglur á markaði, en björninn er langt frá því að vera unninn. Vísbendingar eru t.d. um að dagar hinna óvirku hluthafa séu ekki taldir, sem er afar miður. Baráttan fyrir heilbrigðum markaði er og verður alltaf viðvarandi samstarfsverkefni allra sem að honum koma, og í henni má aldrei slá slöku við.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun