Formaður KKÍ: Þurfum að endurskoða vinnubrögð okkar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júlí 2012 06:45 Hörður Axel tók félagslið fram yfir landsliðið. fréttablaðið/daníel Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mitteldeutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu. Átján manna æfingahópur Íslands, sem æfði af krafti í júní, hóf æfingar á nýjan leik í gær manni færri. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segist ekki reikna með að leikmaður verði kallaður inn í æfingahópinn í stað Harðar. Tólf leikmenn munu skipa lokahópinn sem spilar fyrir Íslands hönd í undankeppninni. Hannes segir stjórn KKÍ og afreksnefnd þurfa að endurskoða vinnubrögð sín. „Reglurnar hjá Körfuknattleikssambandi Evrópu (FIBA) eru þannig að við eigum leikmennina okkar yfir sumartímann. Þetta er spurning hversu mikið við viljum ganga á hag leikmannsins," segir Hannes. „Við ætlum ekki að standa í vegi fyrir Herði í þessu tilfelli en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá okkur," bætir Hannes við og segir A-landsliðið auk yngri landsliða vera glugga fyrir leikmenn til að koma sér á framfæri erlendis. Þannig hafi margir íslenskir leikmenn komist í atvinnumennsku. „Við teljum það gott fyrir íslenskan körfubolta að eiga atvinnumenn og höfum því ekki staðið í vegi fyrir okkar leikmönnum. En við höfum heldur ekki átt marga atvinnumenn undanfarin ár," segir Hannes og bætir við að þó fjölgun þeirra sé mikið fagnaðarefni fyrir íslenskan körfuknattleik megi það ekki koma niður á landsliðinu. Í vöxt hefur færst hjá atvinnumönnum í íþróttum undanfarin ár að gefa ekki kost á sér í landslið þjóða sinna. Leikmenn fá laun sín greidd hjá félögum sínum sem óttast aukið álag og meiðslahættu sem fyrir er í landsliðsverkefnum leikmanna sinna. „Félögin geta ekki sett leikmönnum sínum afarkosti. Auðvitað er þetta á endanum persónuleg ákvörðun hvers og eins leikmanns," segir Hannes sem er þó meðvitaður um að leikmenn séu oftar en ekki undir mikilli pressu frá félögum sínum. Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mitteldeutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu. Átján manna æfingahópur Íslands, sem æfði af krafti í júní, hóf æfingar á nýjan leik í gær manni færri. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segist ekki reikna með að leikmaður verði kallaður inn í æfingahópinn í stað Harðar. Tólf leikmenn munu skipa lokahópinn sem spilar fyrir Íslands hönd í undankeppninni. Hannes segir stjórn KKÍ og afreksnefnd þurfa að endurskoða vinnubrögð sín. „Reglurnar hjá Körfuknattleikssambandi Evrópu (FIBA) eru þannig að við eigum leikmennina okkar yfir sumartímann. Þetta er spurning hversu mikið við viljum ganga á hag leikmannsins," segir Hannes. „Við ætlum ekki að standa í vegi fyrir Herði í þessu tilfelli en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá okkur," bætir Hannes við og segir A-landsliðið auk yngri landsliða vera glugga fyrir leikmenn til að koma sér á framfæri erlendis. Þannig hafi margir íslenskir leikmenn komist í atvinnumennsku. „Við teljum það gott fyrir íslenskan körfubolta að eiga atvinnumenn og höfum því ekki staðið í vegi fyrir okkar leikmönnum. En við höfum heldur ekki átt marga atvinnumenn undanfarin ár," segir Hannes og bætir við að þó fjölgun þeirra sé mikið fagnaðarefni fyrir íslenskan körfuknattleik megi það ekki koma niður á landsliðinu. Í vöxt hefur færst hjá atvinnumönnum í íþróttum undanfarin ár að gefa ekki kost á sér í landslið þjóða sinna. Leikmenn fá laun sín greidd hjá félögum sínum sem óttast aukið álag og meiðslahættu sem fyrir er í landsliðsverkefnum leikmanna sinna. „Félögin geta ekki sett leikmönnum sínum afarkosti. Auðvitað er þetta á endanum persónuleg ákvörðun hvers og eins leikmanns," segir Hannes sem er þó meðvitaður um að leikmenn séu oftar en ekki undir mikilli pressu frá félögum sínum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira