Björgum Ingólfstorgsumræðunni Hjálmar Sveinsson skrifar 18. júlí 2012 06:00 Þessa dagana er rætt af kappi um verðlaunatillögu að skipulagi á húsareitnum milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis. Það er von. Þetta er í kvosinni miðri, í næsta nágrenni við Alþingishúsið og rétt þar hjá sem landnámsskálinn fannst fyrir fáeinum árum. Borgaryfirvöld hljóta að fylgjast vandlega með umræðunum og taka mark á málefnalegum og vel rökstuddum athugasemdum. En borgaryfirvöld eiga og mega ekki taka mark á rangfærslum, órökstuddum alhæfingum og dylgjum. Til þess þarf reyndar nokkra staðfestu. Sérstaklega á tímum þegar vantraustið er ríkjandi tilfinning og auðvelt að þyrla upp ryki. Nærtækt dæmi er grein eftir Sverri Björnsson hönnuð sem birtist í blaðinu í gær. Nafn greinarinnar „skuggaleg áform“, segir sína sögu um málflutninginn. Ég sé ekki betur en að nánast allt sem Sverrir fullyrðir í greininni sé rangt. Það er rangt að minnka eigi „sólarsýnina“ við Austurvöll. Fyrirhugað hallandi mansardþak með kvistum á Landsímahúsinu, eins og er á Hótel Borg, mun ekki hafa nein áhrif á sólskinið á Austurvelli. Það er rangt að til standi að króa af elsta hús Reykjavíkur, Aðalstræti 10, milli „hárra stórhýsa“. Nýbygging, sem tillagan gerir ráð fyrir að rísi syðst á Ingólfstorgi, þar sem hið glæsilega Hótel Ísland var áður, er aðeins þrjár hæðir. Það er með skemmtilegum þakgarði fyrir almenning. Tillöguhöfundar gera ráð fyrir að þarna verði menningarhús. Ekki hótel. Það er rangt að búa eigi til „þröngt og skuggalegt sund“ þar sem Vallarstræti er. Þvert á móti er þarna gert ráð fyrir fallegri, þröngri götu, álíka þröngri og göturnar í Grjótaþorpi, með verslun og þjónustu á aðra hönd en menningarhús á hina. Það er rangt að loka eigi fyrir akandi umferð almennings um miðbæinn til að „hægt sé að þjónusta risavaxið hótel“. Að vísu stendur til að loka Vallarstræti og Veltusundi fyrir akandi umferð. En það er til að gera svæðið meira aðlaðandi fyrir fótgangandi vegfarendur og hefur ekkert með hótelið að gera. Það er í fimmta lagi rangt að taka eigi „af okkur stóran hluta útivistarsvæðsins á Ingólfstorgi“. Tillagan gerir ráð fyrir að sólríkari hluta torgsins, norðurhlutanum, verði lyft upp og að sá hluti torgsins stækki verulega þegar torgið breikkar til austurs og lengist til norðurs. Ingólfstorg nær þá alveg að Fálkahúsinu og að húsunum við Veltusund, þar sem nú er fjöldi bíla í sólbaði á degi hverjum. Í lok greinar sinnar hvetur Sverrir fólk til að greiða atkvæði sitt gegn „umhverfisofbeldinu“ á vefnum Ekkihotel.is. Sé farið þangað inn kemur í ljós að þar hefur tekist að fá yfir 10.000 manns til að skrifa undir svipaðar rangfærslur og eru í grein Sverris. Það er frekar dapurt. Það breytir samt ekki því að hugsa þarf vandlega hvert skref sem tekið er á þessum slóðum. Ég tel ekki að verðlaunatillagan sé gallalaus en ég er sannfærður um að hún er skref í rétta átt. Hún getur orðið mikilvæg lyftistöng fyrir mannlíf, þjónustu og menningu í miðborginni. Höldum endilega áfram að ræða kosti og galla verðlaunatillögunnar af kappi. Hættum upphrópunum og rangfærslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er rætt af kappi um verðlaunatillögu að skipulagi á húsareitnum milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis. Það er von. Þetta er í kvosinni miðri, í næsta nágrenni við Alþingishúsið og rétt þar hjá sem landnámsskálinn fannst fyrir fáeinum árum. Borgaryfirvöld hljóta að fylgjast vandlega með umræðunum og taka mark á málefnalegum og vel rökstuddum athugasemdum. En borgaryfirvöld eiga og mega ekki taka mark á rangfærslum, órökstuddum alhæfingum og dylgjum. Til þess þarf reyndar nokkra staðfestu. Sérstaklega á tímum þegar vantraustið er ríkjandi tilfinning og auðvelt að þyrla upp ryki. Nærtækt dæmi er grein eftir Sverri Björnsson hönnuð sem birtist í blaðinu í gær. Nafn greinarinnar „skuggaleg áform“, segir sína sögu um málflutninginn. Ég sé ekki betur en að nánast allt sem Sverrir fullyrðir í greininni sé rangt. Það er rangt að minnka eigi „sólarsýnina“ við Austurvöll. Fyrirhugað hallandi mansardþak með kvistum á Landsímahúsinu, eins og er á Hótel Borg, mun ekki hafa nein áhrif á sólskinið á Austurvelli. Það er rangt að til standi að króa af elsta hús Reykjavíkur, Aðalstræti 10, milli „hárra stórhýsa“. Nýbygging, sem tillagan gerir ráð fyrir að rísi syðst á Ingólfstorgi, þar sem hið glæsilega Hótel Ísland var áður, er aðeins þrjár hæðir. Það er með skemmtilegum þakgarði fyrir almenning. Tillöguhöfundar gera ráð fyrir að þarna verði menningarhús. Ekki hótel. Það er rangt að búa eigi til „þröngt og skuggalegt sund“ þar sem Vallarstræti er. Þvert á móti er þarna gert ráð fyrir fallegri, þröngri götu, álíka þröngri og göturnar í Grjótaþorpi, með verslun og þjónustu á aðra hönd en menningarhús á hina. Það er rangt að loka eigi fyrir akandi umferð almennings um miðbæinn til að „hægt sé að þjónusta risavaxið hótel“. Að vísu stendur til að loka Vallarstræti og Veltusundi fyrir akandi umferð. En það er til að gera svæðið meira aðlaðandi fyrir fótgangandi vegfarendur og hefur ekkert með hótelið að gera. Það er í fimmta lagi rangt að taka eigi „af okkur stóran hluta útivistarsvæðsins á Ingólfstorgi“. Tillagan gerir ráð fyrir að sólríkari hluta torgsins, norðurhlutanum, verði lyft upp og að sá hluti torgsins stækki verulega þegar torgið breikkar til austurs og lengist til norðurs. Ingólfstorg nær þá alveg að Fálkahúsinu og að húsunum við Veltusund, þar sem nú er fjöldi bíla í sólbaði á degi hverjum. Í lok greinar sinnar hvetur Sverrir fólk til að greiða atkvæði sitt gegn „umhverfisofbeldinu“ á vefnum Ekkihotel.is. Sé farið þangað inn kemur í ljós að þar hefur tekist að fá yfir 10.000 manns til að skrifa undir svipaðar rangfærslur og eru í grein Sverris. Það er frekar dapurt. Það breytir samt ekki því að hugsa þarf vandlega hvert skref sem tekið er á þessum slóðum. Ég tel ekki að verðlaunatillagan sé gallalaus en ég er sannfærður um að hún er skref í rétta átt. Hún getur orðið mikilvæg lyftistöng fyrir mannlíf, þjónustu og menningu í miðborginni. Höldum endilega áfram að ræða kosti og galla verðlaunatillögunnar af kappi. Hættum upphrópunum og rangfærslum.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun