Umbætur í háskólamálum Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. júlí 2012 06:00 Á undanförnum vikum hafa orðið þáttaskil í samskiptum stjórnvalda og háskólanna í landinu með gerð samninga við þá alla til fimm ára um fjárframlög til kennslu og rannsókna. Með samningunum er tekin upp ný aðferðafræði í þessum samskiptum og þar fjallað um þjónustu og verkefni háskólanna, tilgreind fræðasvið þeirra og stærð þeirra afmörkuð í fjölda nemenda og ársnema. Fjallað um réttindi og skyldur nemenda og ábyrgð skóla. Ítarlega er fjallað um framlög ríkisins og fjárhagsleg samskipti auk umfjöllunar um upplýsingagjöf, samskipti og eftirlit. Fleiri atriði má nefna sem eru ný af nálinni. Þannig er ætlast til að háskólar skilgreini og birti lágmarkskröfur um aðgangsviðmið nemenda sem hefja nám á grunnstigi í einstökum deildum og/eða námsbrautum. Við framsetningu aðgangsviðmiða verði tekið mið af aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011. Aðgangsviðmið einstakra deilda á háskólastigi eru mikilvægar upplýsingar fyrir framhaldsskóla við gerð námsbrauta og fyrir námsmenn við sérhæft námsval. Háskólarnir munu í síðasta lagi skólaárið 2014/2015 birta aðgangsviðmið allra námsleiða sinna og er gert ráð fyrir að allir framhaldsskólar kenni samkvæmt nýrri námskrá haustið 2015. Þá vinna háskólarnir að aukinni nýtingu frjáls hugbúnaðar í háskólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað en ávinningur af nýtingu frjáls hugbúnaðar er mikill. Frjáls hugbúnaður gerir skólann óháðari einstökum aðilum og býður frjáls hugbúnaður upp á kennslumöguleika sem ekki eru fyrir hendi í séreignarhugbúnaði, svo sem að kynna sér innri virkni hugbúnaðarins og að taka virkari þátt í þróun hugbúnaðarins. Með frelsinu til að dreifa hugbúnaðinum getur háskólinn jafnframt stuðlað að jöfnuði meðal nemenda skólans og starfsmanna þar sem sami hugbúnaður stendur öllum til boða. Fjárhagslegur ávinningur getur einnig orðið umtalsverður þar sem ekki er greitt fyrir hugbúnaðarleyfi og hægt er að auka samstarf og samnýtingu til að draga úr bæði notkunar- og þróunarkostnaði. Að lokum má nefna að við innra og ytra mat háskóla er m.a. byggt á tölulegum gögnum sem gefa mynd af starfi og árangri skólans. Markmiðið er að fá sem gleggsta heildarmynd af háskólunum og hvernig þeir þróast í samanburði. Háskólarnir munu skila reglulega yfirliti yfir lykiltölur í samræmi við birtingaráætlun. Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun jafnframt birta lykiltölur um háskólakerfið í heild. Mikið starf hefur verið unnið á undanförnum árum við að auka gæði íslenskra háskóla þrátt fyrir erfitt efnahagsástand og niðurskurð á öllum sviðum hins opinbera. Rammi stjórnsýslunnar skiptir þar máli, rétt eins og gæði kennslu og rannsókna. Sú aðferðafræði sem hér er lýst er tvímælalaust til þess fallin að gera íslenska háskólakerfið betra og stjórnsýslu þess gagnsærri öllum almenningi og styrkja umgjörðina um hið mikilvæga starf háskólanna sem er lífsnauðsynlegt hverju því samfélagi sem vill byggja atvinnuuppbyggingu og framtíðarsýn á þekkingu og nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hafa orðið þáttaskil í samskiptum stjórnvalda og háskólanna í landinu með gerð samninga við þá alla til fimm ára um fjárframlög til kennslu og rannsókna. Með samningunum er tekin upp ný aðferðafræði í þessum samskiptum og þar fjallað um þjónustu og verkefni háskólanna, tilgreind fræðasvið þeirra og stærð þeirra afmörkuð í fjölda nemenda og ársnema. Fjallað um réttindi og skyldur nemenda og ábyrgð skóla. Ítarlega er fjallað um framlög ríkisins og fjárhagsleg samskipti auk umfjöllunar um upplýsingagjöf, samskipti og eftirlit. Fleiri atriði má nefna sem eru ný af nálinni. Þannig er ætlast til að háskólar skilgreini og birti lágmarkskröfur um aðgangsviðmið nemenda sem hefja nám á grunnstigi í einstökum deildum og/eða námsbrautum. Við framsetningu aðgangsviðmiða verði tekið mið af aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011. Aðgangsviðmið einstakra deilda á háskólastigi eru mikilvægar upplýsingar fyrir framhaldsskóla við gerð námsbrauta og fyrir námsmenn við sérhæft námsval. Háskólarnir munu í síðasta lagi skólaárið 2014/2015 birta aðgangsviðmið allra námsleiða sinna og er gert ráð fyrir að allir framhaldsskólar kenni samkvæmt nýrri námskrá haustið 2015. Þá vinna háskólarnir að aukinni nýtingu frjáls hugbúnaðar í háskólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað en ávinningur af nýtingu frjáls hugbúnaðar er mikill. Frjáls hugbúnaður gerir skólann óháðari einstökum aðilum og býður frjáls hugbúnaður upp á kennslumöguleika sem ekki eru fyrir hendi í séreignarhugbúnaði, svo sem að kynna sér innri virkni hugbúnaðarins og að taka virkari þátt í þróun hugbúnaðarins. Með frelsinu til að dreifa hugbúnaðinum getur háskólinn jafnframt stuðlað að jöfnuði meðal nemenda skólans og starfsmanna þar sem sami hugbúnaður stendur öllum til boða. Fjárhagslegur ávinningur getur einnig orðið umtalsverður þar sem ekki er greitt fyrir hugbúnaðarleyfi og hægt er að auka samstarf og samnýtingu til að draga úr bæði notkunar- og þróunarkostnaði. Að lokum má nefna að við innra og ytra mat háskóla er m.a. byggt á tölulegum gögnum sem gefa mynd af starfi og árangri skólans. Markmiðið er að fá sem gleggsta heildarmynd af háskólunum og hvernig þeir þróast í samanburði. Háskólarnir munu skila reglulega yfirliti yfir lykiltölur í samræmi við birtingaráætlun. Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun jafnframt birta lykiltölur um háskólakerfið í heild. Mikið starf hefur verið unnið á undanförnum árum við að auka gæði íslenskra háskóla þrátt fyrir erfitt efnahagsástand og niðurskurð á öllum sviðum hins opinbera. Rammi stjórnsýslunnar skiptir þar máli, rétt eins og gæði kennslu og rannsókna. Sú aðferðafræði sem hér er lýst er tvímælalaust til þess fallin að gera íslenska háskólakerfið betra og stjórnsýslu þess gagnsærri öllum almenningi og styrkja umgjörðina um hið mikilvæga starf háskólanna sem er lífsnauðsynlegt hverju því samfélagi sem vill byggja atvinnuuppbyggingu og framtíðarsýn á þekkingu og nýsköpun.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun