Uppgjör við fortíðina Oddný G. Harðardóttir skrifar 23. júlí 2012 06:00 Í síðustu viku kom út ríkisreikningur fyrir árið 2011. Margt er þar athyglisvert en tvennt ætla ég að nefna hér. Í fyrsta lagi náðist 8% raunlækkun á ríkisútgjöldum frá árinu á undan. Það verður að teljast mikilsverður árangur af því sem þjóðin hefur þurft að leggja á sig til að fjármagna hagstjórnarmistök fyrri ára. Þetta er einnig til marks um skynsemi þeirrar blönduðu leiðar niðurskurðar og skattkerfisbreytinga sem nauðsynlegar voru í kjölfar hrunsins. Blönduðu leiðinni hefur nú verið hampað af flestum sem um hana fjalla. Hún hefur forðað okkur frá óbærilegum niðurskurði í velferðarkerfinu sem ekki aðeins hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda heldur hefði einnig haft mjög hamlandi áhrif á hagvöxt. Sá hagvöxtur sem við sjáum nú er meðal annars ávöxtur þessarar stefnu. Í öðru lagi er í ríkisreikningi gjaldfærður einskiptiskostnaður sem stafar annars vegar af kostnaði við að tryggja innstæður viðskiptavina Sparisjóðsins í Keflavík og hins vegar vegna tímabærra tiltekta í eignasafni ríkisins. Þessar aðgerðir valda því að umtalsverð frávik eru frá fjárlögum 2011. Bókfærðir eignahlutir ríkisins í Nýsköpunarsjóði og Byggðastofnun voru færðir niður að því sem raunsætt getur talist. Slíkir gjörningar eru í ríkisreikningum en ekki í fjárlagafrumvörpum því Alþingi tekur ekki ákvörðun um mat á eignum ríkisins. Við gerð ríkisreiknings eru varúðarsjónarmið einnig höfð að leiðarljósi þegar eignarhlutir ríkisins í hlutafélögum sem skilað hafa góðri rekstrarafkomu eru ekki uppfærðir. Má þar t.d. nefna eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun en bókfært virði hans í ríkisreikningi er nú 60,5 milljarðar króna þó skráð eigið fé fyrirtækisins nemi 204,6 milljörðum króna. Öllum mátti vera ljóst að kostnaður gæti fylgt því að tryggja innstæður í hinum fallna sparisjóði. Með fjáraukalögum 2011 er fjármálaráðherra veitt heimild til að ganga frá uppgjöri og greiðslu til Landsbankans hf. vegna mismunar á eignum og innstæðuskuldbindingum SpKef sparisjóðs á grundvelli endanlegs eignarmats. Gerðardómur kvað upp bindandi úrskurð sinn hvað þetta varðar fyrr á þessu ári og því er upphæðin tilgreind nú í ríkisreikningi 2011. Nefnd á vegum Alþingis sem rannsakar aðdraganda og orsakir falls sparisjóðanna mun skila niðurstöðum sínum í haust. Þá fáum við vonandi haldbærar skýringar á orsökum þessa gríðarlega bakreiknings til skattgreiðenda sem fall Sparisjóðsins í Keflavík skilur eftir sig. Skýringar sem vonandi verða til þess að við fáum aldrei framar viðlíka bakreikninga. Síðustu stóru bakreikningar hrunsins hafa því vonandi borist, sér í lagi ef við leyfum okkur að vænta jákvæðrar niðurstöðu úr Icesave dómsmálinu. Gert er ráð fyrir frumjöfnuði hjá ríkissjóði, það er jöfnuði tekna og gjalda án vaxtagjalda og vaxtatekna á þessu ári. Ráðgert er að heildarjöfnuður náist á árinu 2014. Þá mun ríkissjóður skila afgangi og möguleiki skapast til að hefja niðurgreiðslu lána. Þar með verður þeim gríðarlega vaxtakostnaði sem þjóðin greiðir nú vegna lána sem taka þurfti vegna efnahagshrunsins, breytt í aukna velferð. Á síðustu árum hefur verið gert hreinsunarátak á ofmetnum eignum í ríkisreikningi sem nú sér fyrir endann á. Ríkisreikningur 2011 ber því öll einkenni ábyrgrar stjórnunar á ríkisfjármálum og heiðarlegs uppgjörs við fortíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom út ríkisreikningur fyrir árið 2011. Margt er þar athyglisvert en tvennt ætla ég að nefna hér. Í fyrsta lagi náðist 8% raunlækkun á ríkisútgjöldum frá árinu á undan. Það verður að teljast mikilsverður árangur af því sem þjóðin hefur þurft að leggja á sig til að fjármagna hagstjórnarmistök fyrri ára. Þetta er einnig til marks um skynsemi þeirrar blönduðu leiðar niðurskurðar og skattkerfisbreytinga sem nauðsynlegar voru í kjölfar hrunsins. Blönduðu leiðinni hefur nú verið hampað af flestum sem um hana fjalla. Hún hefur forðað okkur frá óbærilegum niðurskurði í velferðarkerfinu sem ekki aðeins hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda heldur hefði einnig haft mjög hamlandi áhrif á hagvöxt. Sá hagvöxtur sem við sjáum nú er meðal annars ávöxtur þessarar stefnu. Í öðru lagi er í ríkisreikningi gjaldfærður einskiptiskostnaður sem stafar annars vegar af kostnaði við að tryggja innstæður viðskiptavina Sparisjóðsins í Keflavík og hins vegar vegna tímabærra tiltekta í eignasafni ríkisins. Þessar aðgerðir valda því að umtalsverð frávik eru frá fjárlögum 2011. Bókfærðir eignahlutir ríkisins í Nýsköpunarsjóði og Byggðastofnun voru færðir niður að því sem raunsætt getur talist. Slíkir gjörningar eru í ríkisreikningum en ekki í fjárlagafrumvörpum því Alþingi tekur ekki ákvörðun um mat á eignum ríkisins. Við gerð ríkisreiknings eru varúðarsjónarmið einnig höfð að leiðarljósi þegar eignarhlutir ríkisins í hlutafélögum sem skilað hafa góðri rekstrarafkomu eru ekki uppfærðir. Má þar t.d. nefna eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun en bókfært virði hans í ríkisreikningi er nú 60,5 milljarðar króna þó skráð eigið fé fyrirtækisins nemi 204,6 milljörðum króna. Öllum mátti vera ljóst að kostnaður gæti fylgt því að tryggja innstæður í hinum fallna sparisjóði. Með fjáraukalögum 2011 er fjármálaráðherra veitt heimild til að ganga frá uppgjöri og greiðslu til Landsbankans hf. vegna mismunar á eignum og innstæðuskuldbindingum SpKef sparisjóðs á grundvelli endanlegs eignarmats. Gerðardómur kvað upp bindandi úrskurð sinn hvað þetta varðar fyrr á þessu ári og því er upphæðin tilgreind nú í ríkisreikningi 2011. Nefnd á vegum Alþingis sem rannsakar aðdraganda og orsakir falls sparisjóðanna mun skila niðurstöðum sínum í haust. Þá fáum við vonandi haldbærar skýringar á orsökum þessa gríðarlega bakreiknings til skattgreiðenda sem fall Sparisjóðsins í Keflavík skilur eftir sig. Skýringar sem vonandi verða til þess að við fáum aldrei framar viðlíka bakreikninga. Síðustu stóru bakreikningar hrunsins hafa því vonandi borist, sér í lagi ef við leyfum okkur að vænta jákvæðrar niðurstöðu úr Icesave dómsmálinu. Gert er ráð fyrir frumjöfnuði hjá ríkissjóði, það er jöfnuði tekna og gjalda án vaxtagjalda og vaxtatekna á þessu ári. Ráðgert er að heildarjöfnuður náist á árinu 2014. Þá mun ríkissjóður skila afgangi og möguleiki skapast til að hefja niðurgreiðslu lána. Þar með verður þeim gríðarlega vaxtakostnaði sem þjóðin greiðir nú vegna lána sem taka þurfti vegna efnahagshrunsins, breytt í aukna velferð. Á síðustu árum hefur verið gert hreinsunarátak á ofmetnum eignum í ríkisreikningi sem nú sér fyrir endann á. Ríkisreikningur 2011 ber því öll einkenni ábyrgrar stjórnunar á ríkisfjármálum og heiðarlegs uppgjörs við fortíðina.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun