Ríkissjóður okkar og annarra Steingrímur J. Sigfússon skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Alvarlegar horfur í efnahagslífi fjölmargra Evrópulanda eiga ekki síst rætur sínar að rekja til þungrar skuldabyrði og hallareksturs ríkissjóða. Margir telja að komið sé að ystu mörkum þess sem viðkomandi ríki muni ráða við og svigrúm þeirra til aðgerða gagnvart efnahagskreppunni að sama skapi takmarkað. Er svo komið meira að segja að þrefalt A lánshæfismat best settu ríkjanna er ekki lengur talið öruggt. Í samanburði við flest ef ekki öll lönd Evrópu voru áhrif efnahagsáfallanna 2008 mun svakalegri á hagkerfi okkar Íslendinga. Áhrifin á afkomu ríkissjóðs voru geigvænleg en þar varð viðsnúningur frá nokkurra prósenta afgangi í yfir hátt í 14% halla í einni andrá í lok árs 2008. Eins og allir þekkja munaði þar mest um gjaldþrot Seðlabanka Íslands upp á tæplega 200 mia. kr. Frá hruni hefur gríðarmikið áunnist í rekstri ríkissjóðs, en fyrir því hefur vissulega verið haft. Á þessu ári gerir spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ráð fyrir að frumjöfnuður, rekstur ríkisins að undanskildum fjármagnskostnaði, verði orðinn jákvæður upp á 1,3%. Er viðsnúningurinn á frumjöfnuði þá orðinn á annan tug prósenta á fjórum árum. Þessi árangur hefur vakið umtalsverða athygli enda fáar hliðstæður að finna.Alvarleg staða í Bretlandi og Bandaríkjunum Staða Íslands í alþjóðlegum samanburði er um margt athygliverð. Ef horft er til stöndugra landa með sjálfstæðan gjaldmiðil eins og Bretlands og Bandaríkjanna þá er á árinu 2012 gert ráð fyrir halla á frumjöfnuði upp á 5,3% í Bretlandi og 6,1% í Bandaríkjunum en meðaltalshalli þróaðra hagkerfa er rúmlega 3% samkvæmt gagnagrunni AGS. Á evrusvæðinu er engu ríki spáð betri afkomu á ríkissjóði sínum en Íslandi en ríkið sem kemst næst því er Þýskaland sem er þekkt fyrir sinn agaða ríkisrekstur. Í samanburði við Norðurlöndin kemur Ísland líka vel út að þessu leyti. Noregur er að vísu í sérflokki í slíkum samanburði enda hafa þeir lítt orðið varir við kreppu en ef litið er til Svíþjóðar (-1,1%), Danmerkur (-5,5%) og Finnlands (-2%) þá er staða Íslands vænleg. Umræða um ríkisfjármál á Íslandi virðist stundum lifa sínum eigin einangraða veruleika. Tvennt er þó ljóst. Hér hefur mikill árangur náðst og að það skiptir sköpum. Hallarekstur og skuldasöfnun er ávísun á minni velferð fyrir börnin okkar, reikningur sendur inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Alvarlegar horfur í efnahagslífi fjölmargra Evrópulanda eiga ekki síst rætur sínar að rekja til þungrar skuldabyrði og hallareksturs ríkissjóða. Margir telja að komið sé að ystu mörkum þess sem viðkomandi ríki muni ráða við og svigrúm þeirra til aðgerða gagnvart efnahagskreppunni að sama skapi takmarkað. Er svo komið meira að segja að þrefalt A lánshæfismat best settu ríkjanna er ekki lengur talið öruggt. Í samanburði við flest ef ekki öll lönd Evrópu voru áhrif efnahagsáfallanna 2008 mun svakalegri á hagkerfi okkar Íslendinga. Áhrifin á afkomu ríkissjóðs voru geigvænleg en þar varð viðsnúningur frá nokkurra prósenta afgangi í yfir hátt í 14% halla í einni andrá í lok árs 2008. Eins og allir þekkja munaði þar mest um gjaldþrot Seðlabanka Íslands upp á tæplega 200 mia. kr. Frá hruni hefur gríðarmikið áunnist í rekstri ríkissjóðs, en fyrir því hefur vissulega verið haft. Á þessu ári gerir spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ráð fyrir að frumjöfnuður, rekstur ríkisins að undanskildum fjármagnskostnaði, verði orðinn jákvæður upp á 1,3%. Er viðsnúningurinn á frumjöfnuði þá orðinn á annan tug prósenta á fjórum árum. Þessi árangur hefur vakið umtalsverða athygli enda fáar hliðstæður að finna.Alvarleg staða í Bretlandi og Bandaríkjunum Staða Íslands í alþjóðlegum samanburði er um margt athygliverð. Ef horft er til stöndugra landa með sjálfstæðan gjaldmiðil eins og Bretlands og Bandaríkjanna þá er á árinu 2012 gert ráð fyrir halla á frumjöfnuði upp á 5,3% í Bretlandi og 6,1% í Bandaríkjunum en meðaltalshalli þróaðra hagkerfa er rúmlega 3% samkvæmt gagnagrunni AGS. Á evrusvæðinu er engu ríki spáð betri afkomu á ríkissjóði sínum en Íslandi en ríkið sem kemst næst því er Þýskaland sem er þekkt fyrir sinn agaða ríkisrekstur. Í samanburði við Norðurlöndin kemur Ísland líka vel út að þessu leyti. Noregur er að vísu í sérflokki í slíkum samanburði enda hafa þeir lítt orðið varir við kreppu en ef litið er til Svíþjóðar (-1,1%), Danmerkur (-5,5%) og Finnlands (-2%) þá er staða Íslands vænleg. Umræða um ríkisfjármál á Íslandi virðist stundum lifa sínum eigin einangraða veruleika. Tvennt er þó ljóst. Hér hefur mikill árangur náðst og að það skiptir sköpum. Hallarekstur og skuldasöfnun er ávísun á minni velferð fyrir börnin okkar, reikningur sendur inn í framtíðina.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun