Hærri virðisaukaskattur á gistingu á sumrin? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 16. ágúst 2012 11:00 Á árunum fyrir hrun varð verðlag á Íslandi gríðarlega hátt í alþjóðlegum samanburði vegna þess að krónan varð mjög sterk. Það kom þó ekki í veg fyrir það að erlendum ferðamönnum fjölgaði feikilega á sama tíma. Þessi staðreynd bendir til að ferðamennska til Íslands sé ekki mjög viðkvæm fyrir háu verði. Það er, að hátt verðlag fæli ekki frá ferðamenn í miklum mæli. Með gengisfalli var tækifæri fyrir ferðaþjónustuna að hækka verð (í íslenskum krónum talið) og auka arðsemina í greininni. Þetta er sérstaklega aðkallandi á háönninni yfir sumarið, verð þyrfti að vera verulega hærra þá en á lágönn til að auka nýtingu á fjárfestingum. Í ferðaþjónustunni er hins vegar mikil samkeppni margra aðila, sem betur fer, og slík samkeppni heldur verði sjálfkrafa niðri. Ef virðisaukaskattur verður hækkaður á gistingu mun það gera ferðir til Íslands dýrari. Líklega munu færri ferðamenn koma til landsins en ella en af reynslunni fyrir hrun að dæma mun það þó ekki hafa afgerandi áhrif. Hærra verð mun ýta í þá átt að ferðamenn sem hingað koma séu í meira mæli vel stæðir. Þá má spyrja hvort það sé ekki í lagi? Viljum við bara hugsa um magn eða líka um afrakstur? Þrátt fyrir að stórir hlutar Íslands séu herfilega vannýtt auðlind í ferðamennsku, svo sem Norðurland, þá eru blikur á lofti á suðvesturhorninu, sumir staðir þar hafa varla gott af meiri ferðamannafjölda. Því er spurning hvort nú sé í rauninni slæmt að verð hækki og meiri gjaldeyristekjur verði eftir í landinu þó það dempi örlítið hina miklu aukningu sem verið hefur. Staðreyndin er sú að auðveldasta leiðin til að auka afrakstur greinarinnar fyrir Ísland er með sköttum. Þá sitja allir í geiranum við sama borð, allir þurfa að hækka verð. Enn skynsamlegra er að ríkið stuðli að betri nýtingu fjárfestinga í ferðaþjónustu í gegnum skattkerfið. Skattar verði hærri á greinina á háönn en á lágönn. Hér er því lagt til að skattur á gistingu verði vissulega hækkaður úr 7% í 25,5% en einungis yfir mánuðina júní, júlí, ágúst og september. Þetta yrðu nokkur nýmæli í skattkerfinu en enginn vafi er að þetta er vel gerlegt. Flest fyrirtæki gera upp virðisaukaskatt fyrir hvern mánuð og þurfa að tilgreina veltu í hverju skattþrepi. Áhrifin af þessu yrðu þau að þann 1. júní hækkaði gjaldskrá allra hótela og gistirýma en þann 1. október lækkaði hún aftur. Ferðaskrifstofur myndu fylgjast með, þeir sem ætluðu að halda verðinu háu inn í veturinn yrðu ekki vinsælir. Það verður að segjast að hærri skattur á gistingu er að mörgu leyti heppilegur. Hann lendir ekki á þeim efnaminni. Hann lendir að stórum hluta á útlendingum en ekki Íslendingum. Ef hærra skattþrepið er einungis notað yfir sumarið stuðlar það að betri nýtingu gistirýma. Það truflar ekki áform um stóraukna vetrarferðamennsku. Það truflar ekki ferðir Íslendinga innanlands á veturna svo sem í skíðaferðum. Það truflar ekki heldur ráðstefnuhald fyrir utan sumarmánuðina en það er svið innan ferðamennskunnar sem þarf að leggja sérstaka áherslu á. Ég hvet því stjórnvöld eindregið til að kanna þennan möguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun varð verðlag á Íslandi gríðarlega hátt í alþjóðlegum samanburði vegna þess að krónan varð mjög sterk. Það kom þó ekki í veg fyrir það að erlendum ferðamönnum fjölgaði feikilega á sama tíma. Þessi staðreynd bendir til að ferðamennska til Íslands sé ekki mjög viðkvæm fyrir háu verði. Það er, að hátt verðlag fæli ekki frá ferðamenn í miklum mæli. Með gengisfalli var tækifæri fyrir ferðaþjónustuna að hækka verð (í íslenskum krónum talið) og auka arðsemina í greininni. Þetta er sérstaklega aðkallandi á háönninni yfir sumarið, verð þyrfti að vera verulega hærra þá en á lágönn til að auka nýtingu á fjárfestingum. Í ferðaþjónustunni er hins vegar mikil samkeppni margra aðila, sem betur fer, og slík samkeppni heldur verði sjálfkrafa niðri. Ef virðisaukaskattur verður hækkaður á gistingu mun það gera ferðir til Íslands dýrari. Líklega munu færri ferðamenn koma til landsins en ella en af reynslunni fyrir hrun að dæma mun það þó ekki hafa afgerandi áhrif. Hærra verð mun ýta í þá átt að ferðamenn sem hingað koma séu í meira mæli vel stæðir. Þá má spyrja hvort það sé ekki í lagi? Viljum við bara hugsa um magn eða líka um afrakstur? Þrátt fyrir að stórir hlutar Íslands séu herfilega vannýtt auðlind í ferðamennsku, svo sem Norðurland, þá eru blikur á lofti á suðvesturhorninu, sumir staðir þar hafa varla gott af meiri ferðamannafjölda. Því er spurning hvort nú sé í rauninni slæmt að verð hækki og meiri gjaldeyristekjur verði eftir í landinu þó það dempi örlítið hina miklu aukningu sem verið hefur. Staðreyndin er sú að auðveldasta leiðin til að auka afrakstur greinarinnar fyrir Ísland er með sköttum. Þá sitja allir í geiranum við sama borð, allir þurfa að hækka verð. Enn skynsamlegra er að ríkið stuðli að betri nýtingu fjárfestinga í ferðaþjónustu í gegnum skattkerfið. Skattar verði hærri á greinina á háönn en á lágönn. Hér er því lagt til að skattur á gistingu verði vissulega hækkaður úr 7% í 25,5% en einungis yfir mánuðina júní, júlí, ágúst og september. Þetta yrðu nokkur nýmæli í skattkerfinu en enginn vafi er að þetta er vel gerlegt. Flest fyrirtæki gera upp virðisaukaskatt fyrir hvern mánuð og þurfa að tilgreina veltu í hverju skattþrepi. Áhrifin af þessu yrðu þau að þann 1. júní hækkaði gjaldskrá allra hótela og gistirýma en þann 1. október lækkaði hún aftur. Ferðaskrifstofur myndu fylgjast með, þeir sem ætluðu að halda verðinu háu inn í veturinn yrðu ekki vinsælir. Það verður að segjast að hærri skattur á gistingu er að mörgu leyti heppilegur. Hann lendir ekki á þeim efnaminni. Hann lendir að stórum hluta á útlendingum en ekki Íslendingum. Ef hærra skattþrepið er einungis notað yfir sumarið stuðlar það að betri nýtingu gistirýma. Það truflar ekki áform um stóraukna vetrarferðamennsku. Það truflar ekki ferðir Íslendinga innanlands á veturna svo sem í skíðaferðum. Það truflar ekki heldur ráðstefnuhald fyrir utan sumarmánuðina en það er svið innan ferðamennskunnar sem þarf að leggja sérstaka áherslu á. Ég hvet því stjórnvöld eindregið til að kanna þennan möguleika.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun