Hugmyndin um að gelda Alþingi er vond Ólafur Hauksson skrifar 22. ágúst 2012 06:00 Tillaga stjórnlagaráðs um fyrirkomulag Alþingiskosninga er vægast sagt vond. Reyndar sker hún sig úr, því flestallt annað í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er sallafínt. Ef kosið verður til Alþingis að hætti stjórnlagaráðs, þá verður varla til starfhæfur stjórnmálaflokkur, smölun „villikatta“ verður óviðráðanleg og sérhagsmunahópar munu ráða ríkjum. Sumir kynnu að segja að svona sé það nú þegar, en sá hinn sami á þá eftir að verða feginn núverandi ástandi. Stjórnlagaráð leggur upp með mjög flókið ferli í þingkosningum. „Samtök frambjóðenda“ (ekki stjórnmálaflokkar) bjóði sig fram. Hægt verði að bjóða fram landslista og kjördæmislista. Ýmist geti kjósandinn valið einn lista, eða krossað við ákveðna frambjóðendur af hvaða lista sem honum sýnist. „Samtök frambjóðenda“ mega ekki lengur raða upp framboðslistum, heldur verður sá frambjóðandi þingmaður sem fær flesta krossa. Hugmynd stjórnlagaráðs er að Alþingiskosningar verði miklu fremur persónukjör en flokkakjör. Þannig megi laða meira af hæfu fólki í framboð, sem þá þarf ekki að vinna sér stuðning innan stjórnmálaflokks. Þarna yfirsést stjórnlagaráði mikilvægi stjórnmálaflokka. Þeir móta stefnu fyrir kjörtímabilið, hljóta atkvæði út á fyrirheit sín og út á fyrri reynslu. Kjósandinn getur refsað flokknum í næstu kosningum ef þurfa þykir. Flokkurinn reynir því eftir bestu getu að standa við sitt. Ruglingslegt persónukjör rústar þessu og gerir ekkert annað en gelda Alþingi. Útkoman verður anarkí að kalífornískum hætti. Á endanum situr þjóðin uppi með 63 „villiketti“ sem hafa litlar sem engar skyldur við stefnu „samtaka frambjóðenda“ og hafa ekki hugmynd um hverra fulltrúar þeir eru. Kjósendur hafa heldur engar skyldur um aðhald við þingmenn, hvað þá flokka, því þeir vita varla hverja þeir studdu. Í slíkum kosningum mun frægðarfólk eiga mestu möguleika á að ná kjöri, líkt og reyndin var með kosningarnar til stjórnlagaþings. Frægðarfólk er ekki endilega það sama og hæfir einstaklingar. Færra er um frægðarfólk á landsbyggðinni en suðvesturhorninu og því viðbúið að hinir persónukjörnu þingmenn verði flestallir þaðan. Ekki bætir úr skák að stjórnlagaráð vill að 2% kjósenda geti lagt fram þingmál á Alþingi og 10% geti lagt fram frumvarp til laga á Alþingi. Þetta þýðir að um 4.600 manns geta tekið sig saman um þingmálin – sem er létt verk og löðurmannlegt á tímum samfélagsmiðlanna. Til hvers er þjóðin að velja fulltrúa á Alþingi til að stjórna landinu, ef nokkur þúsund manns geta stöðugt tekið fram fyrir hendurnar á þeim? Hvar liggur þá endanleg ábyrgð þingsins? Þessar hugmyndir stjórnlagaráðs eru ávísun á stjórnleysi og ábyrgðarleysi. Þær vinna þannig gegn lýðræðinu og eru í andstöðu við grundvallarsjónarmið stjórnlagaráðs um aukna ábyrgð kjósenda og aukna sátt í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Tillaga stjórnlagaráðs um fyrirkomulag Alþingiskosninga er vægast sagt vond. Reyndar sker hún sig úr, því flestallt annað í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er sallafínt. Ef kosið verður til Alþingis að hætti stjórnlagaráðs, þá verður varla til starfhæfur stjórnmálaflokkur, smölun „villikatta“ verður óviðráðanleg og sérhagsmunahópar munu ráða ríkjum. Sumir kynnu að segja að svona sé það nú þegar, en sá hinn sami á þá eftir að verða feginn núverandi ástandi. Stjórnlagaráð leggur upp með mjög flókið ferli í þingkosningum. „Samtök frambjóðenda“ (ekki stjórnmálaflokkar) bjóði sig fram. Hægt verði að bjóða fram landslista og kjördæmislista. Ýmist geti kjósandinn valið einn lista, eða krossað við ákveðna frambjóðendur af hvaða lista sem honum sýnist. „Samtök frambjóðenda“ mega ekki lengur raða upp framboðslistum, heldur verður sá frambjóðandi þingmaður sem fær flesta krossa. Hugmynd stjórnlagaráðs er að Alþingiskosningar verði miklu fremur persónukjör en flokkakjör. Þannig megi laða meira af hæfu fólki í framboð, sem þá þarf ekki að vinna sér stuðning innan stjórnmálaflokks. Þarna yfirsést stjórnlagaráði mikilvægi stjórnmálaflokka. Þeir móta stefnu fyrir kjörtímabilið, hljóta atkvæði út á fyrirheit sín og út á fyrri reynslu. Kjósandinn getur refsað flokknum í næstu kosningum ef þurfa þykir. Flokkurinn reynir því eftir bestu getu að standa við sitt. Ruglingslegt persónukjör rústar þessu og gerir ekkert annað en gelda Alþingi. Útkoman verður anarkí að kalífornískum hætti. Á endanum situr þjóðin uppi með 63 „villiketti“ sem hafa litlar sem engar skyldur við stefnu „samtaka frambjóðenda“ og hafa ekki hugmynd um hverra fulltrúar þeir eru. Kjósendur hafa heldur engar skyldur um aðhald við þingmenn, hvað þá flokka, því þeir vita varla hverja þeir studdu. Í slíkum kosningum mun frægðarfólk eiga mestu möguleika á að ná kjöri, líkt og reyndin var með kosningarnar til stjórnlagaþings. Frægðarfólk er ekki endilega það sama og hæfir einstaklingar. Færra er um frægðarfólk á landsbyggðinni en suðvesturhorninu og því viðbúið að hinir persónukjörnu þingmenn verði flestallir þaðan. Ekki bætir úr skák að stjórnlagaráð vill að 2% kjósenda geti lagt fram þingmál á Alþingi og 10% geti lagt fram frumvarp til laga á Alþingi. Þetta þýðir að um 4.600 manns geta tekið sig saman um þingmálin – sem er létt verk og löðurmannlegt á tímum samfélagsmiðlanna. Til hvers er þjóðin að velja fulltrúa á Alþingi til að stjórna landinu, ef nokkur þúsund manns geta stöðugt tekið fram fyrir hendurnar á þeim? Hvar liggur þá endanleg ábyrgð þingsins? Þessar hugmyndir stjórnlagaráðs eru ávísun á stjórnleysi og ábyrgðarleysi. Þær vinna þannig gegn lýðræðinu og eru í andstöðu við grundvallarsjónarmið stjórnlagaráðs um aukna ábyrgð kjósenda og aukna sátt í þjóðfélaginu.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar