

Lesum í sporin!
Hitt er svo sannarlega einnig auðskilið að landsmenn eru enn svekktir yfir því sem hér gerðist, margir ganga sárir frá leiknum, áttu betra skilið af stjórnvöldum sínum. Svo ekki sé nú talað um aðra og enn verri hluti eins og hvernig nýfrjálshyggju-, græðgis- og siðleysistíminn fór með okkur almennt talað. Að hve miklu leyti við vorum sem þjóð saklausir, óafvitandi leiksoppar þeirrar hugmyndafræði og að hve miklu leyti við vorum auðveld/leiðitöm bráð skal ósagt látið. (Seinni tíma viðfangsefni að glíma við það. Hinir pólitísku, félagslegu og sagnfræðilegu þættir þessara atburða munu líka taka sinn tíma í úrvinnslu).
Já, auðvitað er eðlilegt að farvegur gremju og svekkelsis verði meðal annars sá að gefa sitjandi ríkisstjórn langt nef og falla fyrir áróðri andstæðinga hennar (sem eru mörg helstu inngrónu valdaelement gamla tímans svo sem Sjálfstæðisflokkurinn, Morgunblaðið, sérhagsmunasamtök og þjóðrembuafturhaldið). Það er auðvelt að loka sig af frá veruleikanum, raunheiminum, og segja sem svo; það að hér á Íslandi tækifæranna skuli ekki drjúpa smjör af hverju strái er auðvitað allt þessari ömurlegu ríkisstjórn að kenna. Á góðri stund geta menn bætt í og sagt sem svo að hér hafi ekkert hrun orðið, bara svokallað hrun, það sé bara áróður að hinum óskeikulu hafi orðið eitthvað á. Það vottar fyrir „kostuðum" tilburðum til að umskrifa samtímasöguna þannig að þeir sem fóru með völd og bera stjórnskipulega og pólitíska ábyrgð á hruninu hafi í raun og veru bjargað Íslandi með snilld sinni. Hvað um það, dokum við og reynum að greina þetta á yfirvegaðan hátt:
Það sem gerðist
Hrunið er staðreynd. Á upplýsingaöld tækist ekki svæsnustu ritskoðunar- og harðstjórnaröflum að þurrka út þá staðreynd. Eitthvað fór úrskeiðis. Það þurfti að biðja guð að blessa Ísland. Erfiðir og tvísýnir tímar fóru í hönd. Ísland var fátækum vopnum búið, í vondu sviðsljósi sem óþekktarormur sem farið hafði illa að ráði sínu og trausti rúið, í raun út á við og inn á við. Við treystum engu hér heima, ekki okkur sjálfum nema með miklum fyrirvörum (gerum ekki nema að takmörkuðu leyti enn) og fáir treystu okkur (ekki einu sinni „vinir" okkar í öðrum norrænum ríkjum) nema gegnum ábyrgð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Við þurftum á utanaðkomandi aðstoð að halda. Það er ekkert sem núverandi ríkisstjórn fann upp á, heldur sóttu sjálfstæðismenn, þeir Geir Haarde, Árni Mathiesen og Davíð Oddson um þá hjálp. Með öðrum orðum; það var orðið eitthvert vesen áður en við tókum til við rústabjörgunina, ekki satt?
Að gamni eða hálfkæringi slepptum (sem auðvitað er tæpast viðeigandi þegar svo dýrkeyptir hlutir í sögu þjóðar eiga við), þá tók núverandi ríkisstjórn við erfiðustu aðstæðum sem nokkur slík á lýðveldistímanum hefur fengið til að glíma við. Annars staðar, þar sem áföllin voru þó miklum mun minni, gengur hægt að koma hlutunum aftur í lag. Töfrasprotarnir og kraftaverkin sem lýðskrums- og glanspappírsfólkið þykist hafa á öllum fingrum eru því miður bara til í umræðunni en ekki í hinum erfiða raunheimi þröngra kosta, blóðs, svita og tára til að forða Íslandi frá niðurlægingu og gjaldþroti.
Allt of margir trúðu spámönnum góðærisins og útrásarinnar um hina fórnarlausu og tímalausu sælu, það væri bara endalaust hægt að græða á daginn og grilla á kvöldin. Það kæmi aldrei neinn reikningur, aldrei neinn morgundagur, það þyrfti aldrei að borga lánin, lánstraust í útlöndum væri ótakmarkað, við værum miklu betri en Danir í bisness, við værum best í heimi. Hvað er sumt þetta sama fólk að segja okkur í dag? Er það kannski að öll okkar vandamál séu ríkisstjórninni að kenna og henni einni. Er e.t.v. verið að bera á borð fyrir okkur skyndibitapólitík, innihaldslausa dellu, sem er eins haldlaus og kenningin um óendanleika hins eyðsludrifna græðgisgóðæris sem var tekið að láni. Eigum við ekki að hugsa okkar gang áður en við látum ljúga að okkur blákalt, tvisvar í röð, af sömu aðilum. Það eru engin kraftaverk í boði á niðursettu verði, það er ekki hægt að láta skuldir og erfiðleika gufa upp, það eru engar kanínur og enginn hvítur hattur. Þetta sem þarf er vinna, þrautseigja, raunsæi, kjarkur og úthald. Þetta er hægt og það sem meira er; þetta er að takast. Ísland er að komast, merkilega lítt skaddað sem velferðarsamfélag, út úr erfiðleikum sínum. Við erum ekki sloppin en það miðar vel. Það er enn síður ástæða til að missa móðinn nú en fyrir ári eða tveimur síðan, þó vissulega varpi dapurt ástand í Evrópu og heimsbúskapnum skugga á.
Barningur á móti, en miðar samt
Já; það hefur gengið hægt, þetta hefur verið barningur, við sem stjórnvöld þessa ævintýralega tíma höfum oft tekið umdeilanlegar ákvarðanir sem e.t.v hafa ekki alltaf reynst þær réttu. Nema hvað? Gera menn ekki mistök á hinum venjulegustu tímum, hvað þá þegar hlaupið er með slökkvitækið milli elda og bjargað úr rústum mánuðum og misserum saman?
En hefði þeim sem hlóðu upp eldiviðnum og fóru ógætilega með „góðæriskyndilinn" gengið betur að slökkva bálið, reykræsta húsið, hreinsa út, glerja og mála og flytja inn aftur?
Bara þetta að lokum; lesum í sporin, látum spámenn þeirra hluta sem áður hafa reynst léleg vísindi um framtíðina hafa fyrir því að sannfæra okkur áður en við trúum þeim. Enn betra; látum aldrei aftur fagurgala, lyga- og sérgæskuþvælu bera heilbrigða skynsemi ofurliði á Íslandi.
Skoðun

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar