Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar á Íslandi Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 3. september 2012 06:00 Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að Ísland verði áfram eftirsótt til búsetu og heimsókna. Efling atvinnulífsins verður best tryggð með samtali og samvinnu stjórnvalda og þeirra sem eiga og reka stór og smá fyrirtæki. Hvert einasta starf skiptir máli og hver einasta króna sem framleidd er telur. Möguleikar Íslands eru nánast óþrjótandi ef samstarf þessara aðila er með eðlilegum hætti. Það er tómt mál að tala um öflugt velferðarkerfi eða annað sem kostar samfélagið fjármuni ef enginn er til staðar að búa þá fjármuni til. Fjármunir þeir sem þarf til að reka samfélagið verða fyrst og fremst til í öflugu atvinnulífi. Tækifæri til að efla fjárfestingu, skapa atvinnu og búa til verðmæti fyrir íslenskt samfélag verðum við að nálgast fordómalaust, hvort sem þau teljast lítil eða stór, allt verður að skoða því sjaldnast er hægt að dæma fyrir fram. Engum dylst að áfram verða sjávarútvegur, iðnaður, landbúnaður og þjónustustarfsemi burðarásar atvinnulífsins. Við þessa burðarása verður að styðja. En um leið verður að opna dyr tækifæranna fyrir hinum smærri og nýta kraftinn í frumkvöðlunum hvar sem þeir eru. Burðarásarnir geta ekki sinnt því einir að afla fjármuna fyrir samfélagið og því verður að skapa öðrum vaxandi greinum tækifæri til að dafna. Hátækni, kvikmyndir, önnur menning og listir þurfa skapandi umhverfi og stuðning til að sinna sínu hlutverki í eflingu samfélagsins. Flestum er ljóst að sá dýrmæti tími sem farið hefur til spillis frá fjármálahruninu kemur ekki aftur. Þau tækifæri sem stjórnvöld höfðu til að breyta samfélaginu og blása til framsóknar í burðarásum atvinnulífsins voru ekki nýtt. Með trausti og trúnaði má styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar svo hún sjái til sólar, sjái hag sinn vænkast í nánustu framtíð. Samráð um framtíð Íslands verður að eiga sér stað fordómalaust þar sem styrkleikar hvers og eins eru nýttir til hins ýtrasta. Atvinnulífið er aflvaki fjármuna og því verður umgjörð þess að vera hvetjandi um leið og höfða verður til samfélagslegrar skyldu þess. Staðreyndin er sú að allir hagnast á öflugu atvinnulífi á einn eða annan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að Ísland verði áfram eftirsótt til búsetu og heimsókna. Efling atvinnulífsins verður best tryggð með samtali og samvinnu stjórnvalda og þeirra sem eiga og reka stór og smá fyrirtæki. Hvert einasta starf skiptir máli og hver einasta króna sem framleidd er telur. Möguleikar Íslands eru nánast óþrjótandi ef samstarf þessara aðila er með eðlilegum hætti. Það er tómt mál að tala um öflugt velferðarkerfi eða annað sem kostar samfélagið fjármuni ef enginn er til staðar að búa þá fjármuni til. Fjármunir þeir sem þarf til að reka samfélagið verða fyrst og fremst til í öflugu atvinnulífi. Tækifæri til að efla fjárfestingu, skapa atvinnu og búa til verðmæti fyrir íslenskt samfélag verðum við að nálgast fordómalaust, hvort sem þau teljast lítil eða stór, allt verður að skoða því sjaldnast er hægt að dæma fyrir fram. Engum dylst að áfram verða sjávarútvegur, iðnaður, landbúnaður og þjónustustarfsemi burðarásar atvinnulífsins. Við þessa burðarása verður að styðja. En um leið verður að opna dyr tækifæranna fyrir hinum smærri og nýta kraftinn í frumkvöðlunum hvar sem þeir eru. Burðarásarnir geta ekki sinnt því einir að afla fjármuna fyrir samfélagið og því verður að skapa öðrum vaxandi greinum tækifæri til að dafna. Hátækni, kvikmyndir, önnur menning og listir þurfa skapandi umhverfi og stuðning til að sinna sínu hlutverki í eflingu samfélagsins. Flestum er ljóst að sá dýrmæti tími sem farið hefur til spillis frá fjármálahruninu kemur ekki aftur. Þau tækifæri sem stjórnvöld höfðu til að breyta samfélaginu og blása til framsóknar í burðarásum atvinnulífsins voru ekki nýtt. Með trausti og trúnaði má styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar svo hún sjái til sólar, sjái hag sinn vænkast í nánustu framtíð. Samráð um framtíð Íslands verður að eiga sér stað fordómalaust þar sem styrkleikar hvers og eins eru nýttir til hins ýtrasta. Atvinnulífið er aflvaki fjármuna og því verður umgjörð þess að vera hvetjandi um leið og höfða verður til samfélagslegrar skyldu þess. Staðreyndin er sú að allir hagnast á öflugu atvinnulífi á einn eða annan hátt.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar