Úrskurður um aukið meðlag – brot á jafnréttislögum? Linda Wiium og Leifur Runólfsson skrifar 4. september 2012 06:00 Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. Þegar foreldrar barns búa ekki saman hér á Íslandi er lágmarksframfærsla með barni svokallað einfalt meðlag sem er fastsett af Tryggingastofnun ríkisins. Í dag nemur einfalt meðlag kr. 24.230 kr. Meðlagið tilheyrir barninu en það er forsjárforeldrið eða það foreldrið sem barn býr hjá sem tekur við meðlaginu og hefur umsjón með því. Samkvæmt gildandi barnalögum nr. 76/2003, getur forsjárforeldri eða það foreldrið sem barn býr hjá, líka sótt um svokallað aukið meðlag með barninu. Ef foreldrar semja ekki sjálfir um aukið meðlag, getur sýslumaður úrskurðað um beiðni foreldris um slíkt. Þegar sýslumaður fær til sín beiðni um aukið meðlag, þá lítur hann fyrst og fremst á tekjur þess aðila sem er meðlagsgreiðandi. Innanríkisráðuneytið gefur út til allra sýslumanna árlega viðmiðunarfjárhæðir og leiðbeiningar vegna slíkra krafna sem sýslumönnum ber að fara eftir þegar þeir meta það hvort meðlagsgreiðandi hafi fjárhagslegt bolmagn til að greiða umfram einfalt meðlag. Þrátt fyrir þessar verklagsreglur ráðuneytisins hafa sýslumenn samt sem áður svigrúm til að meta hvert mál fyrir sig, enda eru aðstæður fólks mismunandi. Engu að síður er það fyrst og fremst geta meðlagsgreiðanda til að greiða aukið meðlag samkvæmt viðmiðunartöflu ráðuneytisins sem horft er til. Þann 15. mars síðastliðinn kom álit norsku Likestillings- og diskrimineringsnemda (Jafnréttisnefndar) á máli þar sem krafist var aukins meðlags (mál nr. 9/2011). Málsatvik voru með þeim hætti að kona sem komin var í nýja sambúð hafði eignast barn með sínum nýja manni. Fyrir átti hún börn með öðrum manni. Áður en hún eignaðist sitt nýja barn hafði hún verið í 60% starfi. Er hún var í fæðingarorlofi fékk hún greitt sem samsvarar til 80% af launum sínum. Konan fór fram á að fá aukið meðlag frá fyrri barnsföður sínum vegna þess að tekjur hennar höfðu lækkað. Manninum var gert að greiða henni aukið meðlag. Í stuttu máli þá hélt karlmaðurinn því fram að með því að honum væri gert að greiða aukið meðlag með börnunum vegna þess að barnsmóðirin væri í fæðingarorlofi með nýtt barn þá væri verið að mismuna honum sem karlmanni. Málið fór fyrst á borð umboðsmanns jafnréttismála og hann benti á að málið snerist um svokallaða óbeina mismunun. Umboðsmaður benti á að meirihluti meðlagsmóttakenda væru konur og því meirihlutinn af meðlagsgreiðendum karlmenn. Umboðsmaður taldi að meðlagsreglurnar norsku mismunuðu því karlmönnum þegar þeim væri gert skylt að greiða aukið meðlag þegar barnsmóðir tæki út fæðingarorlof. Það liggi næst barnsmóðurinni sjálfri og hennar nýja manni að taka á sig þær auknu fjárhagslegu afleiðingar sem fylgdu því að vera í fæðingarorlofi vegna nýs barns. Málið fór áfram til Jafnréttisnefndar sem getur bara gefið álit sitt á málinu en ekki breytt ákvörðun þess stjórnvalds sem úrskurðar meðlagið. Jafnréttisnefndin staðfesti niðurstöðu umboðsmanns með sömu rökum og taldi að um væri að ræða óbeina mismunun samkvæmt 3. gr. laga um jafnrétti (Lov om likestilling mellom kjønnene). Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem talið er að norsku meðlagsreglurnar brjóti gegn lögum um jafnrétti þegar kemur að því að auka meðlagsbyrði meðlagsgreiðanda. Það er ljóst að það getur verið þungur baggi að bera fyrir þá sem eru meðlagsskyldir með fleiri en einu barni þó að einfalt meðlag sé í sjálfu sér ekki mikill peningur fyrir meðlagsmóttakanda. Það er spurning hvort það sé í einhverjum tilfellum hér á landi, að verið sé að mismuna karlmönnum og þar með brjóta gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, þegar sýslumaður úrskurðar menn til að greiða aukið meðlag. Ákvæðið sem jafnréttisnefndin norska taldi að væri brotið gegn er mjög svipað því íslenska en í 2. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, segir að óbein mismunun sé þegar hlutlaust skilyrði, viðmið eða ráðstöfun kemur hlutfallslega verr við annað kynið nema slíkt sé viðeigandi, nauðsynlegt eða réttlætanlegt vegna hlutlægra þátta óháð kyni. Því leiðir það hugann að því hvort slík óbein mismunun eigi sér stað líka hér á landi þegar meðlagsgreiðendur eru úrskurðaðir til að greiða aukið meðlag. Sérstaklega þar sem nær eingöngu er horft til tekna meðlagsgreiðanda og að jafnaði ekki tekið tillit til annarra skulda meðlagsgreiðanda eða hags meðlagsmóttakanda. Er það óbein mismunun þegar meðlagsgreiðandi er skyldaður til að greiða aukið meðlag með einu barni eða fleiri þegar barnsmóðirin velur það sjálf að minnka við sig vinnu og þar með tekjur, þó svo að meðlagsgreiðandi teljist hafa fjárhagslegt bolmagn til þess samkvæmt viðmiðunarreglum ráðuneytisins? Er það óbein mismunun þegar meðlagsgreiðandi er skyldaður til að greiða aukið meðlag þegar barnsmóðir er komin í nýja sambúð eða hjúskap, eignast fleiri börn og minnkar við sig vinnu eða tekur út fæðingarorlof? Okkur er ekki kunnugt um hvort þessi spurning hafi komið upp í umræðunni um beitingu reglna um viðbótarmeðlag hér á landi, en ef ekki, þá er kannski kominn tími til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. Þegar foreldrar barns búa ekki saman hér á Íslandi er lágmarksframfærsla með barni svokallað einfalt meðlag sem er fastsett af Tryggingastofnun ríkisins. Í dag nemur einfalt meðlag kr. 24.230 kr. Meðlagið tilheyrir barninu en það er forsjárforeldrið eða það foreldrið sem barn býr hjá sem tekur við meðlaginu og hefur umsjón með því. Samkvæmt gildandi barnalögum nr. 76/2003, getur forsjárforeldri eða það foreldrið sem barn býr hjá, líka sótt um svokallað aukið meðlag með barninu. Ef foreldrar semja ekki sjálfir um aukið meðlag, getur sýslumaður úrskurðað um beiðni foreldris um slíkt. Þegar sýslumaður fær til sín beiðni um aukið meðlag, þá lítur hann fyrst og fremst á tekjur þess aðila sem er meðlagsgreiðandi. Innanríkisráðuneytið gefur út til allra sýslumanna árlega viðmiðunarfjárhæðir og leiðbeiningar vegna slíkra krafna sem sýslumönnum ber að fara eftir þegar þeir meta það hvort meðlagsgreiðandi hafi fjárhagslegt bolmagn til að greiða umfram einfalt meðlag. Þrátt fyrir þessar verklagsreglur ráðuneytisins hafa sýslumenn samt sem áður svigrúm til að meta hvert mál fyrir sig, enda eru aðstæður fólks mismunandi. Engu að síður er það fyrst og fremst geta meðlagsgreiðanda til að greiða aukið meðlag samkvæmt viðmiðunartöflu ráðuneytisins sem horft er til. Þann 15. mars síðastliðinn kom álit norsku Likestillings- og diskrimineringsnemda (Jafnréttisnefndar) á máli þar sem krafist var aukins meðlags (mál nr. 9/2011). Málsatvik voru með þeim hætti að kona sem komin var í nýja sambúð hafði eignast barn með sínum nýja manni. Fyrir átti hún börn með öðrum manni. Áður en hún eignaðist sitt nýja barn hafði hún verið í 60% starfi. Er hún var í fæðingarorlofi fékk hún greitt sem samsvarar til 80% af launum sínum. Konan fór fram á að fá aukið meðlag frá fyrri barnsföður sínum vegna þess að tekjur hennar höfðu lækkað. Manninum var gert að greiða henni aukið meðlag. Í stuttu máli þá hélt karlmaðurinn því fram að með því að honum væri gert að greiða aukið meðlag með börnunum vegna þess að barnsmóðirin væri í fæðingarorlofi með nýtt barn þá væri verið að mismuna honum sem karlmanni. Málið fór fyrst á borð umboðsmanns jafnréttismála og hann benti á að málið snerist um svokallaða óbeina mismunun. Umboðsmaður benti á að meirihluti meðlagsmóttakenda væru konur og því meirihlutinn af meðlagsgreiðendum karlmenn. Umboðsmaður taldi að meðlagsreglurnar norsku mismunuðu því karlmönnum þegar þeim væri gert skylt að greiða aukið meðlag þegar barnsmóðir tæki út fæðingarorlof. Það liggi næst barnsmóðurinni sjálfri og hennar nýja manni að taka á sig þær auknu fjárhagslegu afleiðingar sem fylgdu því að vera í fæðingarorlofi vegna nýs barns. Málið fór áfram til Jafnréttisnefndar sem getur bara gefið álit sitt á málinu en ekki breytt ákvörðun þess stjórnvalds sem úrskurðar meðlagið. Jafnréttisnefndin staðfesti niðurstöðu umboðsmanns með sömu rökum og taldi að um væri að ræða óbeina mismunun samkvæmt 3. gr. laga um jafnrétti (Lov om likestilling mellom kjønnene). Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem talið er að norsku meðlagsreglurnar brjóti gegn lögum um jafnrétti þegar kemur að því að auka meðlagsbyrði meðlagsgreiðanda. Það er ljóst að það getur verið þungur baggi að bera fyrir þá sem eru meðlagsskyldir með fleiri en einu barni þó að einfalt meðlag sé í sjálfu sér ekki mikill peningur fyrir meðlagsmóttakanda. Það er spurning hvort það sé í einhverjum tilfellum hér á landi, að verið sé að mismuna karlmönnum og þar með brjóta gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, þegar sýslumaður úrskurðar menn til að greiða aukið meðlag. Ákvæðið sem jafnréttisnefndin norska taldi að væri brotið gegn er mjög svipað því íslenska en í 2. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, segir að óbein mismunun sé þegar hlutlaust skilyrði, viðmið eða ráðstöfun kemur hlutfallslega verr við annað kynið nema slíkt sé viðeigandi, nauðsynlegt eða réttlætanlegt vegna hlutlægra þátta óháð kyni. Því leiðir það hugann að því hvort slík óbein mismunun eigi sér stað líka hér á landi þegar meðlagsgreiðendur eru úrskurðaðir til að greiða aukið meðlag. Sérstaklega þar sem nær eingöngu er horft til tekna meðlagsgreiðanda og að jafnaði ekki tekið tillit til annarra skulda meðlagsgreiðanda eða hags meðlagsmóttakanda. Er það óbein mismunun þegar meðlagsgreiðandi er skyldaður til að greiða aukið meðlag með einu barni eða fleiri þegar barnsmóðirin velur það sjálf að minnka við sig vinnu og þar með tekjur, þó svo að meðlagsgreiðandi teljist hafa fjárhagslegt bolmagn til þess samkvæmt viðmiðunarreglum ráðuneytisins? Er það óbein mismunun þegar meðlagsgreiðandi er skyldaður til að greiða aukið meðlag þegar barnsmóðir er komin í nýja sambúð eða hjúskap, eignast fleiri börn og minnkar við sig vinnu eða tekur út fæðingarorlof? Okkur er ekki kunnugt um hvort þessi spurning hafi komið upp í umræðunni um beitingu reglna um viðbótarmeðlag hér á landi, en ef ekki, þá er kannski kominn tími til?
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun