Haustið og heilsan Teitur Guðmundsson skrifar 11. september 2012 06:00 Haustið er komið, veðrið hefur breyst til muna á örfáum dögum, gróðurinn að breytast og önnur lykt komin í loftið. Það er kaldari tími fram undan umvafinn dulúð, krafti og fegurð. Skólarnir að byrja, starfsemi fyrirtækja að komast á skrið að nýju og undirbúningur fyrir veturinn hafinn. Það er eitthvað ánægjulegt við haustið, maður er fullur af orku eftir sumarið og reiðubúinn að takast á við verkefni þau sem liggja fyrir með eftirvæntingu. Þetta er skemmtilegur tími og fallegur þegar litir umhverfisins breytast og næturfrost og norðurljós láta á sér kræla á ný. Flest okkar fá ný hlutverk og annríkið eykst á þessum sama tíma, dagarnir verða skipulagðari og verkefnin fjölbreyttari fram að næsta sumri. Á þessum tíma eru margir sem ætla sér að komast í gott form, byrja að æfa af krafti að nýju. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast af fólki sem hefur „trassað" hreyfingu sína um sumarið og vill ná af sér grillsteikunum. Í það minnsta á að komast í kjólinn fyrir jólin, lyfta brasilíska rassinum eða verða fit eins og stjörnurnar. Þetta er allt gott og blessað og vonandi ná allir þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér, svo lengi sem þeir fylgja almennum leiðbeiningum og fara ekki fram úr sjálfum sér með ofþjálfun, rangri líkamsbeitingu, ofneyslu próteindrykkja eða fæðubótarefna eða annarri viðlíka vitleysu. Þá ættu viðkomandi ekki að láta fólk sem hefur litla sem enga menntun né þekkingu á starfsemi líkamans segja sér fyrir verkum í þjálfun eða hvað næringu snertir. Mikilvægast er að horfa til þeirra þátta sem skipta okkur öll máli, en það eru reglubundin hreyfing, hollt mataræði, nægur svefn og hæfilegt álag. Allir ættu að eiga skilgreind verkefni við sitt hæfi og vera í góðum samskiptum við annað fólk. Þetta eru þeir þættir sem teljast til heilbrigðra lífshátta og skila sér í bættri heilsu og líðan. Nú þegar haustið er komið er mikilvægt að muna eftir þessum grundvallarþáttum, kveisur og pestir herja frekar á þá sem eru undir miklu álagi og streitu og hugsa síður um sjálfa sig. Þá er einnig talið að sjúkdómar ýmiss konar geti átt orsök sína í slíku ójafnvægi. Það er skynsamlegt að verjast inflúensu með bólusetningu sem herjar alla jafna á þessum tíma, einnig er ráðlegt að nota bætiefni sem sannað hafa gildi sitt eins og Omega 3-fitusýrur og D-vítamín sem okkur öll skortir yfir vetrartímabilið. Þeir sem reykja ættu að stefna að því að hætta því en víst er að reykingafólki er hættara við sjúkdómum í öndunarfærum svo sem eins og berkjubólgu og lungnabólgu. Því er skynsamlegt að verja hæfilegum tíma til að rækta sjálfan sig og sína nánustu. Það er auðvitað ekki til nein töfraformúla þegar kemur að heilbrigði einstaklinga sem eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Þó er ljóst að ef við náum því markmiði að halda góðu jafnvægi milli þeirra þátta sem ég taldi upp að framan og hugsum jákvætt og uppbyggilega er líklegra en ekki að heilsa okkar verði góð. Tökum því á móti haustinu og komandi vetri með gleði og eftirvæntingu, fögnum fjölbreytileika þeirra verkefna sem fyrir okkur liggja og setjum markið hátt auk þess að muna eftir að njóta lífsins, því það mun svo sannarlega skila sér í bættri heilsu okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið er komið, veðrið hefur breyst til muna á örfáum dögum, gróðurinn að breytast og önnur lykt komin í loftið. Það er kaldari tími fram undan umvafinn dulúð, krafti og fegurð. Skólarnir að byrja, starfsemi fyrirtækja að komast á skrið að nýju og undirbúningur fyrir veturinn hafinn. Það er eitthvað ánægjulegt við haustið, maður er fullur af orku eftir sumarið og reiðubúinn að takast á við verkefni þau sem liggja fyrir með eftirvæntingu. Þetta er skemmtilegur tími og fallegur þegar litir umhverfisins breytast og næturfrost og norðurljós láta á sér kræla á ný. Flest okkar fá ný hlutverk og annríkið eykst á þessum sama tíma, dagarnir verða skipulagðari og verkefnin fjölbreyttari fram að næsta sumri. Á þessum tíma eru margir sem ætla sér að komast í gott form, byrja að æfa af krafti að nýju. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast af fólki sem hefur „trassað" hreyfingu sína um sumarið og vill ná af sér grillsteikunum. Í það minnsta á að komast í kjólinn fyrir jólin, lyfta brasilíska rassinum eða verða fit eins og stjörnurnar. Þetta er allt gott og blessað og vonandi ná allir þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér, svo lengi sem þeir fylgja almennum leiðbeiningum og fara ekki fram úr sjálfum sér með ofþjálfun, rangri líkamsbeitingu, ofneyslu próteindrykkja eða fæðubótarefna eða annarri viðlíka vitleysu. Þá ættu viðkomandi ekki að láta fólk sem hefur litla sem enga menntun né þekkingu á starfsemi líkamans segja sér fyrir verkum í þjálfun eða hvað næringu snertir. Mikilvægast er að horfa til þeirra þátta sem skipta okkur öll máli, en það eru reglubundin hreyfing, hollt mataræði, nægur svefn og hæfilegt álag. Allir ættu að eiga skilgreind verkefni við sitt hæfi og vera í góðum samskiptum við annað fólk. Þetta eru þeir þættir sem teljast til heilbrigðra lífshátta og skila sér í bættri heilsu og líðan. Nú þegar haustið er komið er mikilvægt að muna eftir þessum grundvallarþáttum, kveisur og pestir herja frekar á þá sem eru undir miklu álagi og streitu og hugsa síður um sjálfa sig. Þá er einnig talið að sjúkdómar ýmiss konar geti átt orsök sína í slíku ójafnvægi. Það er skynsamlegt að verjast inflúensu með bólusetningu sem herjar alla jafna á þessum tíma, einnig er ráðlegt að nota bætiefni sem sannað hafa gildi sitt eins og Omega 3-fitusýrur og D-vítamín sem okkur öll skortir yfir vetrartímabilið. Þeir sem reykja ættu að stefna að því að hætta því en víst er að reykingafólki er hættara við sjúkdómum í öndunarfærum svo sem eins og berkjubólgu og lungnabólgu. Því er skynsamlegt að verja hæfilegum tíma til að rækta sjálfan sig og sína nánustu. Það er auðvitað ekki til nein töfraformúla þegar kemur að heilbrigði einstaklinga sem eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Þó er ljóst að ef við náum því markmiði að halda góðu jafnvægi milli þeirra þátta sem ég taldi upp að framan og hugsum jákvætt og uppbyggilega er líklegra en ekki að heilsa okkar verði góð. Tökum því á móti haustinu og komandi vetri með gleði og eftirvæntingu, fögnum fjölbreytileika þeirra verkefna sem fyrir okkur liggja og setjum markið hátt auk þess að muna eftir að njóta lífsins, því það mun svo sannarlega skila sér í bættri heilsu okkar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar