Landspítalinn og Hringbraut Hjálmar Sveinsson skrifar 11. september 2012 06:00 Óli Kristján Ármannsson blaðamaður skrifaði í ritstjórnargrein helgarútgáfu Fréttablaðsins að Landspítalinn ætti ekki heima í miðbænum, þar sem hann er nú. Óli Kristján vill heldur hafa hann í útjaðri byggðarinnar; jafnvel uppi á Hólmsheiði eða á Vífilsstaðatúni fyrir ofan Garðabæ. Hann telur að það sé arfavitlaus meinloka að hafa væntanlega nýbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ég er ósammála þessari skoðun og tel að það væri óðs manns æði að byggja upp nýjan spítala frá grunni fyrir utan borgina. Það yrði óheyrilega dýrt og gerði það að verkum að nánast enginn af hinum fjölmörgu starfsmönnum spítalans kæmist í vinnuna nema á einkabíl. Sú ráðstöfun yrði til þess að gera Reykjavík að enn meiri bílaborg en hún er. Hringbrautarlóðin liggur betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferðinni í borginni. Þar mætast tvær meginumferðaræðar: Bústaðavegur/Snorrabraut og Miklabraut/Hringbraut. Þar að auki liggja átta strætisvagnaleiðir um Hringbraut. Þær eru hvergi fleiri í borginni. Það sem meira er, Strætó hefur tekið þá stefnu, í samvinnu við borgina, að gamla BSÍ leysi Hlemm af sem meginskiptistöð fyrir strætó auk þess sem þar verði samgöngumiðstöð. Reykjavík hefur undanfarna áratugi þróast sem borg fyrir bíla. Borgarstjórnin sem nú er vill vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að borg fyrir fólk. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Reykjavík 2010 til 2030, sem nú er verið að leggja lokahönd á, er gert ráð fyrir að hlutfall þeirra sem fari einir í bíl á leið sinni um borgina fari úr því að vera 75% í 58%. Það mun draga úr umferðarálagi í borginni og um leið úr hávaðamengun og slysahættu. En til að þetta markmið verði meira en orðin tóm, eins og stundum hefur gerst, þarf að fylgja stefnunni eftir. Annars verður Reykjavík áfram borg fyrir bíla. Óli Kristján telur það harkalegt og hæpið að láta stúdenta og starfsmenn Háskólans og Landspítalans borga fyrir öll bílastæðin sem þeir nota. Ég tel það bæði nauðsynlegt og sjálfsagt. Í dag fara 60% stúdenta við Háskóla Íslands einir á einkabíl í skólann. Það á sinn þátt í mikilli umferð á Miklubraut. Það er fáránlegt. Hvað fyrirhugaða byggð í Vatnsmýrinni varðar má heita öruggt að í nýju aðalskipulagi verður staðið við fyrri áætlanir um að flugvöllurinn fari þaðan í tveimur áföngum árin 2016 og 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson blaðamaður skrifaði í ritstjórnargrein helgarútgáfu Fréttablaðsins að Landspítalinn ætti ekki heima í miðbænum, þar sem hann er nú. Óli Kristján vill heldur hafa hann í útjaðri byggðarinnar; jafnvel uppi á Hólmsheiði eða á Vífilsstaðatúni fyrir ofan Garðabæ. Hann telur að það sé arfavitlaus meinloka að hafa væntanlega nýbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ég er ósammála þessari skoðun og tel að það væri óðs manns æði að byggja upp nýjan spítala frá grunni fyrir utan borgina. Það yrði óheyrilega dýrt og gerði það að verkum að nánast enginn af hinum fjölmörgu starfsmönnum spítalans kæmist í vinnuna nema á einkabíl. Sú ráðstöfun yrði til þess að gera Reykjavík að enn meiri bílaborg en hún er. Hringbrautarlóðin liggur betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferðinni í borginni. Þar mætast tvær meginumferðaræðar: Bústaðavegur/Snorrabraut og Miklabraut/Hringbraut. Þar að auki liggja átta strætisvagnaleiðir um Hringbraut. Þær eru hvergi fleiri í borginni. Það sem meira er, Strætó hefur tekið þá stefnu, í samvinnu við borgina, að gamla BSÍ leysi Hlemm af sem meginskiptistöð fyrir strætó auk þess sem þar verði samgöngumiðstöð. Reykjavík hefur undanfarna áratugi þróast sem borg fyrir bíla. Borgarstjórnin sem nú er vill vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að borg fyrir fólk. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Reykjavík 2010 til 2030, sem nú er verið að leggja lokahönd á, er gert ráð fyrir að hlutfall þeirra sem fari einir í bíl á leið sinni um borgina fari úr því að vera 75% í 58%. Það mun draga úr umferðarálagi í borginni og um leið úr hávaðamengun og slysahættu. En til að þetta markmið verði meira en orðin tóm, eins og stundum hefur gerst, þarf að fylgja stefnunni eftir. Annars verður Reykjavík áfram borg fyrir bíla. Óli Kristján telur það harkalegt og hæpið að láta stúdenta og starfsmenn Háskólans og Landspítalans borga fyrir öll bílastæðin sem þeir nota. Ég tel það bæði nauðsynlegt og sjálfsagt. Í dag fara 60% stúdenta við Háskóla Íslands einir á einkabíl í skólann. Það á sinn þátt í mikilli umferð á Miklubraut. Það er fáránlegt. Hvað fyrirhugaða byggð í Vatnsmýrinni varðar má heita öruggt að í nýju aðalskipulagi verður staðið við fyrri áætlanir um að flugvöllurinn fari þaðan í tveimur áföngum árin 2016 og 2024.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun