Íslenska landsliðið er enn efst á lista Arons Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2012 07:00 Aron Jóhannsson sést hér í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Framherjinn Aron Jóhannsson vakti á dögunum mikla athygli þegar hann skoraði sex mörk í aðeins tveimur leikjum með AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrri leiknum skoraði hann þrennu á tæpum fjórum mínútum sem er met. Afrek hans vöktu víða athygli, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem Aron er fæddur. Aron á íslenska foreldra en þar sem hann fæddist vestanhafs er hann með tvöfaldan ríkisborgararétt. Hann á enn eftir að spila A-landsleik og þar til hann verður valinn í annað landsliðið er hann gjaldgengur í bæði. New York Times, eitt stærsta dagblað Bandaríkjanna, hafði samband við Aron og birti við hann viðtal um þetta. Hann segir að það hafi óneitanlega verið sérstakt. „Það er búið að gera ansi mikið úr þessu en þetta sýnir að maður er að gera eitthvað rétt. Það er gaman að þessu en ekkert meira en það," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði aldrei íhugað að spila fyrir Bandaríkin. Frá því að ég byrjaði að spila fótbolta hefur mig alltaf langað til að spila með íslenska landsliðinu. Það hefur ekkert breyst," segir hann ákveðinn. „Ég er tilbúinn að bíða eftir mínu tækifæri enda veit ég vel að það eru sterkir leikmenn á undan mér eins og er. Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort Ísland eigi betri sóknarmenn en Bandaríkin í dag. Ég þarf bara að halda áfram að vinna í mínum málum, bæta mig og vonandi mun Lars [Lagerbäck, landsliðsþjálfari] kíkja á mig einn daginn." Aron á nú eitt ár eftir af samningi sínum við AGF en þar hefur hann verið síðan 2008. Aron, sem verður 22 ára síðar á árinu, er þó ekki að stressa sig á framtíðinni. „Umboðsmaður minn sér alfarið um þessi mál. Ég mæti bara á æfingar og reyni að sparka í bolta. Auðvitað hef ég fengið meiri athygli en vanalega síðustu vikurnar en þetta voru bara tveir leikir – þeir telja lítið ef ég stend mig ekki núna. Ég mun því einbeita mér áfram að því að spila eins vel og ég get." Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira
Framherjinn Aron Jóhannsson vakti á dögunum mikla athygli þegar hann skoraði sex mörk í aðeins tveimur leikjum með AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrri leiknum skoraði hann þrennu á tæpum fjórum mínútum sem er met. Afrek hans vöktu víða athygli, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem Aron er fæddur. Aron á íslenska foreldra en þar sem hann fæddist vestanhafs er hann með tvöfaldan ríkisborgararétt. Hann á enn eftir að spila A-landsleik og þar til hann verður valinn í annað landsliðið er hann gjaldgengur í bæði. New York Times, eitt stærsta dagblað Bandaríkjanna, hafði samband við Aron og birti við hann viðtal um þetta. Hann segir að það hafi óneitanlega verið sérstakt. „Það er búið að gera ansi mikið úr þessu en þetta sýnir að maður er að gera eitthvað rétt. Það er gaman að þessu en ekkert meira en það," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði aldrei íhugað að spila fyrir Bandaríkin. Frá því að ég byrjaði að spila fótbolta hefur mig alltaf langað til að spila með íslenska landsliðinu. Það hefur ekkert breyst," segir hann ákveðinn. „Ég er tilbúinn að bíða eftir mínu tækifæri enda veit ég vel að það eru sterkir leikmenn á undan mér eins og er. Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort Ísland eigi betri sóknarmenn en Bandaríkin í dag. Ég þarf bara að halda áfram að vinna í mínum málum, bæta mig og vonandi mun Lars [Lagerbäck, landsliðsþjálfari] kíkja á mig einn daginn." Aron á nú eitt ár eftir af samningi sínum við AGF en þar hefur hann verið síðan 2008. Aron, sem verður 22 ára síðar á árinu, er þó ekki að stressa sig á framtíðinni. „Umboðsmaður minn sér alfarið um þessi mál. Ég mæti bara á æfingar og reyni að sparka í bolta. Auðvitað hef ég fengið meiri athygli en vanalega síðustu vikurnar en þetta voru bara tveir leikir – þeir telja lítið ef ég stend mig ekki núna. Ég mun því einbeita mér áfram að því að spila eins vel og ég get."
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira