Norðurslóðamál á fljúgandi ferð Össur Skarphéðinsson skrifar 13. september 2012 06:00 Nú er rúmt ár liðið síðan að Alþingi samþykkti einróma þingsályktunartillögu mína um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Með stefnunni var brotið blað. Þar eru í fyrsta sinn skilgreindir hagsmunir og stefnumið Íslands á norðurslóðum með tilliti til alþjóðasamvinnu, auðlindanýtingar, siglinga og umhverfisverndar. Þar eru norðurslóðir skilgreindar sem svæði sem Ísland ætlar að nýta til framleiðslu á miklum verðmætum í framtíðinni, bæði með vinnslu á olíu og gasi en ekki síst í gegnum þjónustu við starfsemi annarra þjóða sem mun tengjast norðursvæðum. Á þessu eina ári hefur margt jákvætt áunnist. Það ber ekki aðeins að þakka gjörbreyttri og stóraukinni áherslu utanríkisþjónustunnar á samvinnu við ríki norðurslóða og sterka hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd, heldur ekki síður frumkvæði og elju íslenskra stofnana og einstaklinga. Sterk staða Íslands varðandi stefnumótun svæðisins verður ekki tryggð nema með ábyrgum málflutningi bæði stjórnvalda og einstaklinga. Svæðasamstarf er kjölfestanÍsland hefur unnið ötullega að því að styrkja stoðir Norðurskautsráðsins í því augnamiði að það verði í senn vettvangur heimskautaríkjanna átta til að móta stefnu í sameiginlegum málum, en geti jafnframt ráðist í beinharðar aðgerðir þegar hagsmunir allra fara saman. Besta dæmið um það er samkomulag ríkjanna um leit og björgun á heimskautaslóðum. Það var í reynd leitt til lykta hér á Íslandi og því vel við hæfi að fyrsta sameiginlega björgunaræfing ríkjanna átta á grundvelli samningsins standi nú yfir í næsta nágrenni Íslands. Í henni munu nær allar íslensku viðbragðssveitirnar taka þátt. Markmið okkar Íslendinga er að hér á landi verði ein af þeim alþjóðlegu björgunarmiðstöðvum sem með tíð og tíma tryggja framkvæmd samningsins þegar umsvif á norðurslóðum aukast. Annað af forgangsmálum Íslands, lagalega bindandi samningur um viðbrögð við olíumengun í norðurhöfum, er nú þegar komið á góðan rekspöl. Vonir standa til að gerð samningsins ljúki á þessu ári. Ísland tekur þannig fullan þátt í að treysta samstarf norðurskautsríkjanna á mörgum sviðum. Kaldastríðshaukum þykja það svo sennilega tíðindi að þegar yfirmenn varnarmála í ríkjunum átta funduðu í fyrsta skipti sl. vor var einhugur um að ógnir norðurslóða sneru að umhverfi og borgarlegu öryggi. Í hernaðarlegu tilliti hefur því tekist að halda lágspennu á svæðinu. Norðlæg frændsemiÁ rífu ári frá samþykkt íslensku stefnunnar í málum norðurslóða hef ég beitt mér af alefli fyrir tvíhliða samvinnu milli Íslands og hinna ríkjanna sjö. Ég hef átt sérstaka fundi með sex af sjö starfsfélögum mínum í norðurskautsríkjunum þar sem ég hef lagt til hugmyndir að slíkri samvinnu milli okkar og viðkomandi ríkis. Vísindasamstarf hefur þar verið í öndvegi í samræmi við þau viðhorf okkar að mikilvægustu auðlindirnar á þessu stigi séu mannauður og þekking. Það hefur á skömmum tíma skilað verulegum árangri. Við Jónas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, gerðum samkomulag sem innsiglar m.a. nýja prófessorsstöðu við Háskólann á Akureyri og opnar mikilvæga möguleika til samstarfs á sviði mennta og vísinda milli Íslands og Noregs. Margvíslegur annar ávinningur af þeim samningi verður kynntur síðar í vetur. Fyrir frönsku kosningarnar átti ég gagnlegan fund með Alan Juppé, sem þá var utanríkisráðherra Frakka, þar sem lögð voru ítarleg drög að samstarfi við Frakka í norðurvísindum. Þau voru útfærð frekar á fundi með Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra sem nú er sérlegur sendiherra Frakka gagnvart heimskautasvæðum. Það hefur borið ávöxt í staðfestum samstarfsamningum íslenskra háskóla við Marie Curie-háskóla í París sem opnar ný sóknarfæri fyrir vísindamenn okkar um rannsóknir varðandi málefni norðurslóða. Í tengslum við heimsókn Wen Jibao, forsætisráðherra Kína, til Íslands staðfesti ég samkomulag um vísindasamstarf milli ríkjanna, þar sem áhersla er lögð á rannsóknir á norðurljósum, vistkerfum norðursins og þætti, sem tengjast siglingum á nýjum skipaleiðum yfir norðurskautið. Svo vill til að Kínverjar hafa eins og Íslendingar áhuga á að rannsaka svokallaða miðleið sem gengur þvert yfir Norðurpólinn. Hún er minnst rannsökuð, en Snædrekinn, stærsti ísbrjótur Kína, fer einmitt þá leið til baka úr heimsókn sinni til Íslands – með íslenskan hafísfræðing um borð. Ég get þess einnig, að samstarfsyfirlýsing sem ég staðfesti með Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, í Moskvu undir lok síðasta árs, felur í sér margvísleg tækifæri fyrir Íslendinga er snúa að norðursiglingum, viðskiptum og auðlindanýtingu. Innlendur þrótturStefnan setur rammann utan um starf sem er unnið á mörgum vígstöðvum. Hér heima er öflugt lið, í rannsóknarstofnunum og háskólum, ekki síst við Háskólann á Akureyri, sem hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar. Fljótlega hefst starfsemi svokallaðs Norðurslóðanets á Akureyri sem nýtur stuðnings úr sóknaráætlun landshluta og ætlað er að stuðla að samvinnu stofnana, fyrirtækja og annarra aðila um allt land er fjalla um málefni norðurslóða. Utanríkisráðuneytið hefur ásamt vormönnum Norðurlands og öðrum unnið að því að koma þessu verkefni á koppinn. Slíkt vogarafl getur skapað fjölmörg ný sóknarfæri og matarholur í innlendu og erlendu samstarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú er rúmt ár liðið síðan að Alþingi samþykkti einróma þingsályktunartillögu mína um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Með stefnunni var brotið blað. Þar eru í fyrsta sinn skilgreindir hagsmunir og stefnumið Íslands á norðurslóðum með tilliti til alþjóðasamvinnu, auðlindanýtingar, siglinga og umhverfisverndar. Þar eru norðurslóðir skilgreindar sem svæði sem Ísland ætlar að nýta til framleiðslu á miklum verðmætum í framtíðinni, bæði með vinnslu á olíu og gasi en ekki síst í gegnum þjónustu við starfsemi annarra þjóða sem mun tengjast norðursvæðum. Á þessu eina ári hefur margt jákvætt áunnist. Það ber ekki aðeins að þakka gjörbreyttri og stóraukinni áherslu utanríkisþjónustunnar á samvinnu við ríki norðurslóða og sterka hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd, heldur ekki síður frumkvæði og elju íslenskra stofnana og einstaklinga. Sterk staða Íslands varðandi stefnumótun svæðisins verður ekki tryggð nema með ábyrgum málflutningi bæði stjórnvalda og einstaklinga. Svæðasamstarf er kjölfestanÍsland hefur unnið ötullega að því að styrkja stoðir Norðurskautsráðsins í því augnamiði að það verði í senn vettvangur heimskautaríkjanna átta til að móta stefnu í sameiginlegum málum, en geti jafnframt ráðist í beinharðar aðgerðir þegar hagsmunir allra fara saman. Besta dæmið um það er samkomulag ríkjanna um leit og björgun á heimskautaslóðum. Það var í reynd leitt til lykta hér á Íslandi og því vel við hæfi að fyrsta sameiginlega björgunaræfing ríkjanna átta á grundvelli samningsins standi nú yfir í næsta nágrenni Íslands. Í henni munu nær allar íslensku viðbragðssveitirnar taka þátt. Markmið okkar Íslendinga er að hér á landi verði ein af þeim alþjóðlegu björgunarmiðstöðvum sem með tíð og tíma tryggja framkvæmd samningsins þegar umsvif á norðurslóðum aukast. Annað af forgangsmálum Íslands, lagalega bindandi samningur um viðbrögð við olíumengun í norðurhöfum, er nú þegar komið á góðan rekspöl. Vonir standa til að gerð samningsins ljúki á þessu ári. Ísland tekur þannig fullan þátt í að treysta samstarf norðurskautsríkjanna á mörgum sviðum. Kaldastríðshaukum þykja það svo sennilega tíðindi að þegar yfirmenn varnarmála í ríkjunum átta funduðu í fyrsta skipti sl. vor var einhugur um að ógnir norðurslóða sneru að umhverfi og borgarlegu öryggi. Í hernaðarlegu tilliti hefur því tekist að halda lágspennu á svæðinu. Norðlæg frændsemiÁ rífu ári frá samþykkt íslensku stefnunnar í málum norðurslóða hef ég beitt mér af alefli fyrir tvíhliða samvinnu milli Íslands og hinna ríkjanna sjö. Ég hef átt sérstaka fundi með sex af sjö starfsfélögum mínum í norðurskautsríkjunum þar sem ég hef lagt til hugmyndir að slíkri samvinnu milli okkar og viðkomandi ríkis. Vísindasamstarf hefur þar verið í öndvegi í samræmi við þau viðhorf okkar að mikilvægustu auðlindirnar á þessu stigi séu mannauður og þekking. Það hefur á skömmum tíma skilað verulegum árangri. Við Jónas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, gerðum samkomulag sem innsiglar m.a. nýja prófessorsstöðu við Háskólann á Akureyri og opnar mikilvæga möguleika til samstarfs á sviði mennta og vísinda milli Íslands og Noregs. Margvíslegur annar ávinningur af þeim samningi verður kynntur síðar í vetur. Fyrir frönsku kosningarnar átti ég gagnlegan fund með Alan Juppé, sem þá var utanríkisráðherra Frakka, þar sem lögð voru ítarleg drög að samstarfi við Frakka í norðurvísindum. Þau voru útfærð frekar á fundi með Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra sem nú er sérlegur sendiherra Frakka gagnvart heimskautasvæðum. Það hefur borið ávöxt í staðfestum samstarfsamningum íslenskra háskóla við Marie Curie-háskóla í París sem opnar ný sóknarfæri fyrir vísindamenn okkar um rannsóknir varðandi málefni norðurslóða. Í tengslum við heimsókn Wen Jibao, forsætisráðherra Kína, til Íslands staðfesti ég samkomulag um vísindasamstarf milli ríkjanna, þar sem áhersla er lögð á rannsóknir á norðurljósum, vistkerfum norðursins og þætti, sem tengjast siglingum á nýjum skipaleiðum yfir norðurskautið. Svo vill til að Kínverjar hafa eins og Íslendingar áhuga á að rannsaka svokallaða miðleið sem gengur þvert yfir Norðurpólinn. Hún er minnst rannsökuð, en Snædrekinn, stærsti ísbrjótur Kína, fer einmitt þá leið til baka úr heimsókn sinni til Íslands – með íslenskan hafísfræðing um borð. Ég get þess einnig, að samstarfsyfirlýsing sem ég staðfesti með Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, í Moskvu undir lok síðasta árs, felur í sér margvísleg tækifæri fyrir Íslendinga er snúa að norðursiglingum, viðskiptum og auðlindanýtingu. Innlendur þrótturStefnan setur rammann utan um starf sem er unnið á mörgum vígstöðvum. Hér heima er öflugt lið, í rannsóknarstofnunum og háskólum, ekki síst við Háskólann á Akureyri, sem hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar. Fljótlega hefst starfsemi svokallaðs Norðurslóðanets á Akureyri sem nýtur stuðnings úr sóknaráætlun landshluta og ætlað er að stuðla að samvinnu stofnana, fyrirtækja og annarra aðila um allt land er fjalla um málefni norðurslóða. Utanríkisráðuneytið hefur ásamt vormönnum Norðurlands og öðrum unnið að því að koma þessu verkefni á koppinn. Slíkt vogarafl getur skapað fjölmörg ný sóknarfæri og matarholur í innlendu og erlendu samstarfi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar